Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Reynisfjöru þar sem umfangsmiklar björgunaraðgerðir fóru fram í dag eftir að alda hreif konu með sér.
Við ræðum síðan við Bjarna Benediktsson og Óttarr Proppé en á fundum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í kvöld verður ný ríkisstjórn flokkanna að öllum líkindum samþykkt.
Þá heyrum við í sjómönnum sem sýndu samninganefnd sinni samstöðu fyrir utan Karphúsið í dag en góður gangur virðist vera í samningaviðræðum sjómanna og SFS.
Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar ogí beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Ritstjórn skrifar
Mest lesið







Munaði sex atkvæðum
Erlent


Birgir Guðjónsson er látinn
Innlent

„Við gerum ekki svona við börn“
Innlent