Farþegum WOW air fjölgaði um 207% Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2017 11:43 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. „Árið 2016 flutti WOW air um 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Sætanýting WOW air árið 2016 var 88% en sætanýting árið 2015 var 86%. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 160% milli ára,“ segir í tilkynningunni og þar bent á að flugfloti WOW air mun telja 17 þotur frá og með næstkomandi sumri; þrjár Airbus A330, ellefu Airbus A321 og þrjár Airbus A320. „Félagið mun bæta við sig þremur Airbus A321ceo, einni Airbus A321neo og einni Airbus A320neo í flotann á þessu ári sem eru með um 35-45% lægri eldsneytiskostnað per sæti miðað við algengustu flugvélar sem er notaðar eru í flugi til og frá landinu í dag. Þessar fimm vélar eru allar glænýjar, módel 2017 og koma beint frá verksmiðjum Airbus í Evrópu. Árið 2016 fjölgaði ferðum Íslendinga erlendis um 86.200 ferðir miðað við 2015 samkæmt tölum frá Ferðamálastofu. Á sama tíma fjölgaði íslendingum sem flugu með WOW air um 53.000 sem er um 60% hlutdeild af aukningunni milli ára,“ segir í tilkynningunni. „WOW air á mikla hlutdeild í þeirri aukningu á ferðamönnum sem koma til landsins og sama má segja um þá Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Ég vil þakka kærlega fyrir það traust sem farþegar hafa sýnt okkur á liðnu ári. Það verður ánægjulegt að taka á móti þessum fimm nýju vélum á árinu en þær eru mun sparneytari en áður hefur þekkst og þar með getum við haldið áfram að lækka verðið enn frekar,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. „Árið 2016 flutti WOW air um 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Sætanýting WOW air árið 2016 var 88% en sætanýting árið 2015 var 86%. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 160% milli ára,“ segir í tilkynningunni og þar bent á að flugfloti WOW air mun telja 17 þotur frá og með næstkomandi sumri; þrjár Airbus A330, ellefu Airbus A321 og þrjár Airbus A320. „Félagið mun bæta við sig þremur Airbus A321ceo, einni Airbus A321neo og einni Airbus A320neo í flotann á þessu ári sem eru með um 35-45% lægri eldsneytiskostnað per sæti miðað við algengustu flugvélar sem er notaðar eru í flugi til og frá landinu í dag. Þessar fimm vélar eru allar glænýjar, módel 2017 og koma beint frá verksmiðjum Airbus í Evrópu. Árið 2016 fjölgaði ferðum Íslendinga erlendis um 86.200 ferðir miðað við 2015 samkæmt tölum frá Ferðamálastofu. Á sama tíma fjölgaði íslendingum sem flugu með WOW air um 53.000 sem er um 60% hlutdeild af aukningunni milli ára,“ segir í tilkynningunni. „WOW air á mikla hlutdeild í þeirri aukningu á ferðamönnum sem koma til landsins og sama má segja um þá Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Ég vil þakka kærlega fyrir það traust sem farþegar hafa sýnt okkur á liðnu ári. Það verður ánægjulegt að taka á móti þessum fimm nýju vélum á árinu en þær eru mun sparneytari en áður hefur þekkst og þar með getum við haldið áfram að lækka verðið enn frekar,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira