Hálka er á Reykjanesbraut og á höfuðborgarsvæðinu og hálka og éljagangur á Hellisheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Það er einnig hálka eða hálkublettir á nokkrum öðrum leiðum á Suðurlandi og él á stöku stað.
Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Vesturlandi, víða éljagangur og töluverður skafrenningur á Holtavörðuheiði. Þæfingsfærð er á Bröttubrekku.
Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir og sumstaðar snjóþekja eða jafnvel þæfingur á vegum og él eða snjókoma.
Það er víða greiðfært á Norðurlandi en hálkublettir eða hálka á nokkrum köflum, einkum á fjallvegum en vegir eru mikið til auðir á Austur- og Suðausturlandi.

