Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2017 07:00 Töflur unnar úr skýrslunni. Mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota gæti numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna samkvæmt útreikningum starfshóps sem vann að skýrslu um aflandseignir Íslendinga og tekjutap hins opinbera. Skýrslan var birt í gær. Miðgildi mögulegs tekjutaps var reiknað 4,6 milljarðar og var miðað við gildandi lög um fjármagnstekjuskatt. Hópurinn beitti einnig fimm öðrum aðferðum til þess að reikna tapið út og meta þær árlegt tap allt frá 4,9 til 15,5 milljarðar. „Um þrjár ólíkar gerðir mats er að ræða og því ekki við hæfi að gefa eina tölu sem líklegustu niðurstöðuna,“ segir í skýrslunni. Aðferðirnar sem um ræðir eru aðferðir kenndar við Zucman, Henry og Oxfam auk danskrar og sænskrar útfærslu á matsaðferð Zucmans. Aðferðirnar eru útskýrðar með þeim hætti að niðurstöður Henrys og Oxfam lúti að þeim fjármunum „sem stjórnvöld kynnu að geta tekið til sín á alþjóðavísu ef unnt reyndist með samstilltum alþjóðlegum aðgerðum að skattleggja allt aflandsfé í heiminum“, þó á mismunandi hátt. Tölur Zucmans „byggja á álíka forsendum innbyrðis og gera ráð fyrir því að einnig mætti takast að koma böndum á skattasniðgöngu alþjóðlegra stórfyrirtækja“. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Líklegasta talan á því bili er reiknuð 580 milljarðar króna. Þar af hafa 150 milljarðar safnast upp við milliverðlagningu, 230 með eignastýringu í Lúxemborg og 200 með óskráðum fjármagnstilfærslum. Sagt er frá því í skýrslunni að fjöldi aflandsfélaga í eigu Íslendinga hafi fertugfaldast frá 1999 og fram að hruni. Þá hafi eignir í stýringu íslensku bankanna í Lúxemborg 46-faldast á sama tímabili. Sá banki sem var milliliður við stofnun flestra aflandsfélaga var Landsbankinn í Lúxemborg. Þau félög voru 298 eða nærri 51 prósent af heildinni. Milliliður á vegum Kaupþings, KV Associates, sá um stofnun 176 félaga, eða þrjátíu prósenta. Novator og Arena Wealth Management sáu svo um rúm átta prósent til viðbótar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota gæti numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna samkvæmt útreikningum starfshóps sem vann að skýrslu um aflandseignir Íslendinga og tekjutap hins opinbera. Skýrslan var birt í gær. Miðgildi mögulegs tekjutaps var reiknað 4,6 milljarðar og var miðað við gildandi lög um fjármagnstekjuskatt. Hópurinn beitti einnig fimm öðrum aðferðum til þess að reikna tapið út og meta þær árlegt tap allt frá 4,9 til 15,5 milljarðar. „Um þrjár ólíkar gerðir mats er að ræða og því ekki við hæfi að gefa eina tölu sem líklegustu niðurstöðuna,“ segir í skýrslunni. Aðferðirnar sem um ræðir eru aðferðir kenndar við Zucman, Henry og Oxfam auk danskrar og sænskrar útfærslu á matsaðferð Zucmans. Aðferðirnar eru útskýrðar með þeim hætti að niðurstöður Henrys og Oxfam lúti að þeim fjármunum „sem stjórnvöld kynnu að geta tekið til sín á alþjóðavísu ef unnt reyndist með samstilltum alþjóðlegum aðgerðum að skattleggja allt aflandsfé í heiminum“, þó á mismunandi hátt. Tölur Zucmans „byggja á álíka forsendum innbyrðis og gera ráð fyrir því að einnig mætti takast að koma böndum á skattasniðgöngu alþjóðlegra stórfyrirtækja“. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Líklegasta talan á því bili er reiknuð 580 milljarðar króna. Þar af hafa 150 milljarðar safnast upp við milliverðlagningu, 230 með eignastýringu í Lúxemborg og 200 með óskráðum fjármagnstilfærslum. Sagt er frá því í skýrslunni að fjöldi aflandsfélaga í eigu Íslendinga hafi fertugfaldast frá 1999 og fram að hruni. Þá hafi eignir í stýringu íslensku bankanna í Lúxemborg 46-faldast á sama tímabili. Sá banki sem var milliliður við stofnun flestra aflandsfélaga var Landsbankinn í Lúxemborg. Þau félög voru 298 eða nærri 51 prósent af heildinni. Milliliður á vegum Kaupþings, KV Associates, sá um stofnun 176 félaga, eða þrjátíu prósenta. Novator og Arena Wealth Management sáu svo um rúm átta prósent til viðbótar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira