Árásarmaðurinn hundeltur um alla Evrópu en finnst ekki Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. janúar 2017 07:00 Borgarstjórar stærsta stjórnarandstöðuflokks Tyrklands minntust hinna látnu með því að leggja blóm á gangstéttina fyrir utan næturklúbbinn Reina í Istanbúl. vísir/epa Tyrkir hafa handtekið um 40 manns í tengslum við fjöldamorðin í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Stjórnvöld segja hina handteknu alla tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslömsku ríki, en á meðal hinna handteknu eru um tuttugu manns á barnsaldri, níu drengir og ellefu stúlkur. Þrjár fjölskyldur, sem allar eru sagðar tengjast árásarmanninum, eru meðal hinna handteknu. Flestir hinna handteknu eru frá Túrkistan, Dagestan og Kirgistan, en árásarmaðurinn sjálfur er sagður vera frá Kirgistan.Árásarmaðurinn tók myndband af sjálfum sér nálægt árásarstaðnum. Fréttablaðið/EPAÞá segjast tyrknesk stjórnvöld hafa borið kennsl á árásarmanninn. Hann er sagður 28 ára gamall og hafa komið til Tyrklands frá Sýrlandi. Hann var enn ófundinn í gær, en honum tókst að komast burt frá skemmtistaðnum í Istanbúl á nýársnótt eftir að hafa myrt þar 39 manns og sært um sjötíu. Í nóvember síðastliðnum var hann staddur í bænum Konja ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann hafði leigt sér hús þar. Eiginkona hans sagðist í viðtali við tyrkneska dagblaðið Hurriyet ekkert hafa vitað af því að maður sinn hafi hrifist af boðskap Íslamska ríkisins, hvað þá að hann hafi framið þetta voðaverk. „Ég frétti af árásinni í sjónvarpi,“ sagði hún. Tyrkneskir fjölmiðlar segja hann heita Lakhe Mashrapov og hafa barist með vígasveitum Íslamska ríkisins í Sýrlandi, meðal annars í götubardögum. Hann sé því vel þjálfaður í vopnaburði. Stjórnvöld hafa birt myndband sem hann tók af sjálfum sér þar sem hann gekk um á Taksimtorgi í Istanbúl innan um almenning. Ekki er ljóst hvort þetta myndband var tekið upp áður en hann hélt inn á skemmtistaðinn Reina til að drepa fólk eða eftir að hann var búinn að því. Íslamska ríkið, eða Daish, lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverkinu strax á mánudaginn, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi samtök segja hreint út að maður á þeirra vegum hafi framið árás af þessu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 23:01 Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 10:39 Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Tyrkir hafa handtekið um 40 manns í tengslum við fjöldamorðin í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Stjórnvöld segja hina handteknu alla tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslömsku ríki, en á meðal hinna handteknu eru um tuttugu manns á barnsaldri, níu drengir og ellefu stúlkur. Þrjár fjölskyldur, sem allar eru sagðar tengjast árásarmanninum, eru meðal hinna handteknu. Flestir hinna handteknu eru frá Túrkistan, Dagestan og Kirgistan, en árásarmaðurinn sjálfur er sagður vera frá Kirgistan.Árásarmaðurinn tók myndband af sjálfum sér nálægt árásarstaðnum. Fréttablaðið/EPAÞá segjast tyrknesk stjórnvöld hafa borið kennsl á árásarmanninn. Hann er sagður 28 ára gamall og hafa komið til Tyrklands frá Sýrlandi. Hann var enn ófundinn í gær, en honum tókst að komast burt frá skemmtistaðnum í Istanbúl á nýársnótt eftir að hafa myrt þar 39 manns og sært um sjötíu. Í nóvember síðastliðnum var hann staddur í bænum Konja ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann hafði leigt sér hús þar. Eiginkona hans sagðist í viðtali við tyrkneska dagblaðið Hurriyet ekkert hafa vitað af því að maður sinn hafi hrifist af boðskap Íslamska ríkisins, hvað þá að hann hafi framið þetta voðaverk. „Ég frétti af árásinni í sjónvarpi,“ sagði hún. Tyrkneskir fjölmiðlar segja hann heita Lakhe Mashrapov og hafa barist með vígasveitum Íslamska ríkisins í Sýrlandi, meðal annars í götubardögum. Hann sé því vel þjálfaður í vopnaburði. Stjórnvöld hafa birt myndband sem hann tók af sjálfum sér þar sem hann gekk um á Taksimtorgi í Istanbúl innan um almenning. Ekki er ljóst hvort þetta myndband var tekið upp áður en hann hélt inn á skemmtistaðinn Reina til að drepa fólk eða eftir að hann var búinn að því. Íslamska ríkið, eða Daish, lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverkinu strax á mánudaginn, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi samtök segja hreint út að maður á þeirra vegum hafi framið árás af þessu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 23:01 Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 10:39 Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 23:01
Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 10:39
Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 07:00