Svona lítur úrslitakeppnin í NFL út Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 07:30 Tom Brady fær auka hvíld. vísir/getty Síðasta leikvika deildarkeppninnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta fór fram í gær og er nú ljóst hvaða lið eru komin í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast þar en hún hefst um næstu helgi. New England Patriots vann Miami Dolphins örugglega, 27-14, í leik innan austurriðils Ameríkudeildarinnar sem það vann í áttunda sinn í röð. New England gerði enn betur og vann fjórtán leiki af 16 og vann þar með Ameríkudeildina. Patriots-liðið fær því frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og Dallas Cowboys sem lauk deildarkeppninni með því að tapa fyrir Philadelphia Eagles, 17-13. Cowboys vann engu að síður þrettán leiki af sextán og hafði sigur í Þjóðardeildinni. Liðin sem unnu sína riðla í Ameríkudeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru New England (14-2), Kansas City Chiefs (12-4), Pittsburgh Steelers (11-5) og Houston Texans (9-7). Liðin sem fengu svokallað „Wild card“-sæti eru Oakland Raiders (12-4) og Miami Dolphins (10-6). Liðin sem unnu sína riðla í Þjóðardeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru Dallas Cowboys (13-3), Atlanta Falcons (11-5), Seattle Seahawks (10-5-1) og Green Bay Packers (10-6). Liðin sem fengu „Wild card“-sæti eru New York Giants (11-5) og Detroit Lions (9-7). Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi með „Wild Card“-umferðinni en spilað verður bæði laugardag og sunnudag næstu tvær helgar. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Dagskráin í úrslitakeppni NFL næstu tvær vikur:Laugardagur 7. janúar: Houston - Oakland Seattle - DetroitSunnudagur 8. janúar: Pittsburg - Miami Green Bay - New York GiantsSunnudagur 14. janúar Atlanta - Seattle/Green Bay/New York Giants New England - Houston/Oakland/MiamiSunnudagur 15. janúar Kansas City - Pittsburgh/Houston/Oakland Dallas Cowboys - Green Bay/New York Giants/Detroit NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Sjá meira
Síðasta leikvika deildarkeppninnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta fór fram í gær og er nú ljóst hvaða lið eru komin í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast þar en hún hefst um næstu helgi. New England Patriots vann Miami Dolphins örugglega, 27-14, í leik innan austurriðils Ameríkudeildarinnar sem það vann í áttunda sinn í röð. New England gerði enn betur og vann fjórtán leiki af 16 og vann þar með Ameríkudeildina. Patriots-liðið fær því frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og Dallas Cowboys sem lauk deildarkeppninni með því að tapa fyrir Philadelphia Eagles, 17-13. Cowboys vann engu að síður þrettán leiki af sextán og hafði sigur í Þjóðardeildinni. Liðin sem unnu sína riðla í Ameríkudeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru New England (14-2), Kansas City Chiefs (12-4), Pittsburgh Steelers (11-5) og Houston Texans (9-7). Liðin sem fengu svokallað „Wild card“-sæti eru Oakland Raiders (12-4) og Miami Dolphins (10-6). Liðin sem unnu sína riðla í Þjóðardeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru Dallas Cowboys (13-3), Atlanta Falcons (11-5), Seattle Seahawks (10-5-1) og Green Bay Packers (10-6). Liðin sem fengu „Wild card“-sæti eru New York Giants (11-5) og Detroit Lions (9-7). Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi með „Wild Card“-umferðinni en spilað verður bæði laugardag og sunnudag næstu tvær helgar. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Dagskráin í úrslitakeppni NFL næstu tvær vikur:Laugardagur 7. janúar: Houston - Oakland Seattle - DetroitSunnudagur 8. janúar: Pittsburg - Miami Green Bay - New York GiantsSunnudagur 14. janúar Atlanta - Seattle/Green Bay/New York Giants New England - Houston/Oakland/MiamiSunnudagur 15. janúar Kansas City - Pittsburgh/Houston/Oakland Dallas Cowboys - Green Bay/New York Giants/Detroit
NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Sjá meira