Vilja að Putin og Trump verði boðið til Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2017 11:45 Frá Þórshöfn í Færeyjum. Vísir/GVA. Þingmenn Miðflokksins í Færeyjum hafa skorað á lögmann Færeyja að bjóða eyjarnar undir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimirs Putin. Þeir segja Færeyjar eitt fárra landa sem haldi frið við bæði stórveldin. Frá því er greint í færeyskum fjölmiðlum að báðir þingmenn Miðflokksins, þeir Jenis av Rana og Bill Justinussen, hafi sent lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, formlega áskorun þessa efnis í gær. Þingmennirnir vísa til frétta um að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hafi boðað að eitt af hans fyrstu verkum verði að hitta Vladimir Putin Rússlandsforseta og að Trump vilji mögulega halda fundinn á Íslandi. Færeysku þingmennirnir hvetja hins vegar lögmann Færeyja til að bjóða leiðtogunum tveimur í staðinn að funda í Færeyjum.Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.Vísir/Getty „Færeyjar eru eitt af fáum samfélögum í heiminum sem halda frið við bæði stórveldin og landfræðileg lega Færeyja mælir einnig með þeim sem fundarstað,“ segja þingmennirnir. Þeir eru þarna augljóslega að vísa til þess að Færeyingar hafa, ólíkt Íslendingum, komið sér í mjúkinn hjá Rússum með því standa utan við viðskiptastríð vesturveldanna gegn Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar. Íslensk stjórnvöld völdu hins vegar að taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússum.Flugbrautin í Vogum var lengd úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra fyrir fjórum árum.Færeysku þingmennirnir benda jafnframt á að sem lítið eyland séu Færeyjar kjörinn vettvangur fyrir leiðtogafund sem bjóði upp á öryggi og góða aðstöðu. Náttúruperlur eyjanna myndu veita þjóðarleiðtogum stórbrotna upplifun en jafnframt kæmust Færeyjar á heimskortið, segja þingmennirnir. Í athugasemdadálkum færeyskra netmiðla hafa færeyskir lesendur hins vegar bent á að leiðtogafundur í Færeyjum myndi formlega teljast vera haldinn í Danmörku, menn efast um að flugvöllurinn í Vogum sé nægilega stór til að taka við Air Force One, Boeing 747-þotu Bandaríkjaforseta, og auk þess sé veruleg hætta á að leiðtogarnir yrðu veðurtepptir í Færeyjum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45 Engar ákvarðanir verið teknar um fund Trumps og Pútíns Misvísandi fréttir af mögulegum leiðtogafundi Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem fara ætti fram í Reykjavík, birtust í erlendum miðlum í gær. 16. janúar 2017 07:00 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Reykjavíkurfundurinn ekki runninn undan rifjum Trump heldur Putin Tump-liðar hafa þvertekið fyrir að þeir hafi unnið að því að halda fund á milli Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladmir Putin, forseta Rússlands, hér í Reykjavík. 15. janúar 2017 12:09 Segja engan fund vera skipulagðan Tveir aðstoðarmenn Donald Trump segja fréttir af fundi Trump og Putin í Reykjavík vera ósannar. 15. janúar 2017 08:23 Færeyingar græða á Rússaviðskiptum Færeyingar mokgræða á því að standa utan við viðskiptabann gagnvart Rússlandi. 1. maí 2016 19:45 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins í Færeyjum hafa skorað á lögmann Færeyja að bjóða eyjarnar undir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimirs Putin. Þeir segja Færeyjar eitt fárra landa sem haldi frið við bæði stórveldin. Frá því er greint í færeyskum fjölmiðlum að báðir þingmenn Miðflokksins, þeir Jenis av Rana og Bill Justinussen, hafi sent lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, formlega áskorun þessa efnis í gær. Þingmennirnir vísa til frétta um að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hafi boðað að eitt af hans fyrstu verkum verði að hitta Vladimir Putin Rússlandsforseta og að Trump vilji mögulega halda fundinn á Íslandi. Færeysku þingmennirnir hvetja hins vegar lögmann Færeyja til að bjóða leiðtogunum tveimur í staðinn að funda í Færeyjum.Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.Vísir/Getty „Færeyjar eru eitt af fáum samfélögum í heiminum sem halda frið við bæði stórveldin og landfræðileg lega Færeyja mælir einnig með þeim sem fundarstað,“ segja þingmennirnir. Þeir eru þarna augljóslega að vísa til þess að Færeyingar hafa, ólíkt Íslendingum, komið sér í mjúkinn hjá Rússum með því standa utan við viðskiptastríð vesturveldanna gegn Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar. Íslensk stjórnvöld völdu hins vegar að taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússum.Flugbrautin í Vogum var lengd úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra fyrir fjórum árum.Færeysku þingmennirnir benda jafnframt á að sem lítið eyland séu Færeyjar kjörinn vettvangur fyrir leiðtogafund sem bjóði upp á öryggi og góða aðstöðu. Náttúruperlur eyjanna myndu veita þjóðarleiðtogum stórbrotna upplifun en jafnframt kæmust Færeyjar á heimskortið, segja þingmennirnir. Í athugasemdadálkum færeyskra netmiðla hafa færeyskir lesendur hins vegar bent á að leiðtogafundur í Færeyjum myndi formlega teljast vera haldinn í Danmörku, menn efast um að flugvöllurinn í Vogum sé nægilega stór til að taka við Air Force One, Boeing 747-þotu Bandaríkjaforseta, og auk þess sé veruleg hætta á að leiðtogarnir yrðu veðurtepptir í Færeyjum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45 Engar ákvarðanir verið teknar um fund Trumps og Pútíns Misvísandi fréttir af mögulegum leiðtogafundi Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem fara ætti fram í Reykjavík, birtust í erlendum miðlum í gær. 16. janúar 2017 07:00 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Reykjavíkurfundurinn ekki runninn undan rifjum Trump heldur Putin Tump-liðar hafa þvertekið fyrir að þeir hafi unnið að því að halda fund á milli Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladmir Putin, forseta Rússlands, hér í Reykjavík. 15. janúar 2017 12:09 Segja engan fund vera skipulagðan Tveir aðstoðarmenn Donald Trump segja fréttir af fundi Trump og Putin í Reykjavík vera ósannar. 15. janúar 2017 08:23 Færeyingar græða á Rússaviðskiptum Færeyingar mokgræða á því að standa utan við viðskiptabann gagnvart Rússlandi. 1. maí 2016 19:45 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45
Engar ákvarðanir verið teknar um fund Trumps og Pútíns Misvísandi fréttir af mögulegum leiðtogafundi Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem fara ætti fram í Reykjavík, birtust í erlendum miðlum í gær. 16. janúar 2017 07:00
Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19
Reykjavíkurfundurinn ekki runninn undan rifjum Trump heldur Putin Tump-liðar hafa þvertekið fyrir að þeir hafi unnið að því að halda fund á milli Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladmir Putin, forseta Rússlands, hér í Reykjavík. 15. janúar 2017 12:09
Segja engan fund vera skipulagðan Tveir aðstoðarmenn Donald Trump segja fréttir af fundi Trump og Putin í Reykjavík vera ósannar. 15. janúar 2017 08:23
Færeyingar græða á Rússaviðskiptum Færeyingar mokgræða á því að standa utan við viðskiptabann gagnvart Rússlandi. 1. maí 2016 19:45
Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47