Spjótin beinast að jafnréttisstýru: „Ég er ekki að alhæfa nokkurn skapaðan hlut“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2017 14:15 Kristín Ástgeirsdóttir segir að lítil umræða fari fram um aukið kynjabil í menntun Íslendinga. Vísir/Vilhelm/Valli „Ég sagði kannski er þetta ein skýringin. Ég er ekki að alhæfa nokkurn skapaðan hlut,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, um ummæli sín í Morgunblaðinu í gær um mögulegar skýringar á auknu brottfalli drengja úr skólum í gær sem vakið hafa athygli. „Kannski að alla stráka dreymi um að verða atvinnumenn í knattspyrnu og þeir telji sig ekki þurfa á menntun að halda,“ var haft eftir Kristínu í umfjöllun Morgunblaðsins um aukið kynjabil í menntun en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru töluvert fleiri konur en karlar á aldrinum 25 til 64 ára með háskólamenntun. Kristín var meðal annars gagnrýnd í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun auk þess sem að hún hefur verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum, meðal annars af Davíð Þorlákssyni, lögfræðingi Icelandair og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem sagði ummæli Kristínar benda til þess að viðhorf hennar gagnvart þessum vanda væri „ömurlegt“.Ljóst er að marga krakka dreymir um að feta í fótspor landsliðsmanna Íslands í knattspyrnu.Vísir/VilhelmVangaveltur frekar en vísindaleg gögn Í samtali við Vísi segir Krístín að um vangaveltur hafi verið að ræða af sinni hálfu og að tölurnar bendi til þess að strákarnir séu greinilega að hugsa um eitthvað annað en menntun. „Ég var að velta fyrir mér einhverjum skýringum á þessu. Mér finnst vera mjög mikil áhersla á keppnisíþróttir og maður veit það að krökkum finnst þetta ægilega spennandi. Það eru miklu meiri möguleikar í atvinnumennsku fyrir karla eða konur. Ég var að velta því fyrir mér hvort að einhvernveginn sé stór hópur stráka að taka þá stefnu og finnst kannski að menntun skipti ekki máli,“ segir Kristín. Ljóst er að dýrðarljómi atvinnumennskunnar í íþróttum heillar marga og líklegt má telja að ungt fólk af báðum kynjum hafi það að markmiði að ná slíkum árangri. Erfitt er þó að sannreyna hvort að slíkt hafi áhrif á námsárangur. Kristín segir að hún byggi þessar vangaveltur mun frekar á tilfinningu frekar en tölum og að engin vísindaleg könnun sé þar að baki. „Þetta eru vangaveltur. Ég er að hugsa út frá strákum sem ég séð í kringum mig og eru mjög miklir fótboltadýrkendur. Það er ekkert samasemmerki á milli þess að vera í íþróttum og vera ekki menntaður þó það gildi reyndar um ýmsa,“ segir Kristín. „Það eru ekkert allir strákar í íþróttum og auðvitað er stór hluti sem er að mennta sig en hann fer minnkandi. Það er áhyggjuefni.“Það eru eflaust margir sem vilja feta í fótspor Gylfa Sigurðssonar, atvinnumanns í knattspyrnu.vísir/gettyMikilvægt að kanna hvað veldur Kristín kallar eftir aukinni umræðu um þetta aukna kynjabil í menntun en hún segir reyndar að lítil sem engin umræða um þessa þróun fari fram. Segir hún mikilvægt sé að kannað verði hvað sé að valda þessari þróun. „Í mörg ár hefur þróunin verið að hlutur kvenna í háskólamenntun fer stöðugt vaxandi en hlutur karla minnkar, hvað býr þarna að baki? Hvaða þjóðfélagsbreytingar eru þetta?“ spyr Kristín. „Mér finnst ástæða til að kanna þetta. Ég held að upp á framtíðina sé þetta ekki gott.“ Aðspurð að því hvort að hún telji að einhverjar aðrar ástæður en draumar ungra drengja um atvinnumennsku í knattspyrnu búi að baki auknu brottfalli stráka úr skóla segir Kristín að rannsóknir hafi sýnt að vanlíðan í skóla spili þar þátt. Þá veltir hún því fyrir sér hvort að strákar fái ekki jafn mikla hvatningu og stelpur. „Ef maður lítur á einkunnir, brottfall, það er eitthvað að þarna,“ segir Kristín sem tekur þó fram að líkt og margir aðrir Íslendingar hafi hún mjög gaman að fótbolta. „En ég vil taka það fram að ég hef sjálf mjög gaman að fótbolta og er ekki að skjóta á fótbolta. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort að þarna sé einhver ofuráhersla í gangi sem við þyrftum kannski að skoða.“ Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
„Ég sagði kannski er þetta ein skýringin. Ég er ekki að alhæfa nokkurn skapaðan hlut,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, um ummæli sín í Morgunblaðinu í gær um mögulegar skýringar á auknu brottfalli drengja úr skólum í gær sem vakið hafa athygli. „Kannski að alla stráka dreymi um að verða atvinnumenn í knattspyrnu og þeir telji sig ekki þurfa á menntun að halda,“ var haft eftir Kristínu í umfjöllun Morgunblaðsins um aukið kynjabil í menntun en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru töluvert fleiri konur en karlar á aldrinum 25 til 64 ára með háskólamenntun. Kristín var meðal annars gagnrýnd í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun auk þess sem að hún hefur verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum, meðal annars af Davíð Þorlákssyni, lögfræðingi Icelandair og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem sagði ummæli Kristínar benda til þess að viðhorf hennar gagnvart þessum vanda væri „ömurlegt“.Ljóst er að marga krakka dreymir um að feta í fótspor landsliðsmanna Íslands í knattspyrnu.Vísir/VilhelmVangaveltur frekar en vísindaleg gögn Í samtali við Vísi segir Krístín að um vangaveltur hafi verið að ræða af sinni hálfu og að tölurnar bendi til þess að strákarnir séu greinilega að hugsa um eitthvað annað en menntun. „Ég var að velta fyrir mér einhverjum skýringum á þessu. Mér finnst vera mjög mikil áhersla á keppnisíþróttir og maður veit það að krökkum finnst þetta ægilega spennandi. Það eru miklu meiri möguleikar í atvinnumennsku fyrir karla eða konur. Ég var að velta því fyrir mér hvort að einhvernveginn sé stór hópur stráka að taka þá stefnu og finnst kannski að menntun skipti ekki máli,“ segir Kristín. Ljóst er að dýrðarljómi atvinnumennskunnar í íþróttum heillar marga og líklegt má telja að ungt fólk af báðum kynjum hafi það að markmiði að ná slíkum árangri. Erfitt er þó að sannreyna hvort að slíkt hafi áhrif á námsárangur. Kristín segir að hún byggi þessar vangaveltur mun frekar á tilfinningu frekar en tölum og að engin vísindaleg könnun sé þar að baki. „Þetta eru vangaveltur. Ég er að hugsa út frá strákum sem ég séð í kringum mig og eru mjög miklir fótboltadýrkendur. Það er ekkert samasemmerki á milli þess að vera í íþróttum og vera ekki menntaður þó það gildi reyndar um ýmsa,“ segir Kristín. „Það eru ekkert allir strákar í íþróttum og auðvitað er stór hluti sem er að mennta sig en hann fer minnkandi. Það er áhyggjuefni.“Það eru eflaust margir sem vilja feta í fótspor Gylfa Sigurðssonar, atvinnumanns í knattspyrnu.vísir/gettyMikilvægt að kanna hvað veldur Kristín kallar eftir aukinni umræðu um þetta aukna kynjabil í menntun en hún segir reyndar að lítil sem engin umræða um þessa þróun fari fram. Segir hún mikilvægt sé að kannað verði hvað sé að valda þessari þróun. „Í mörg ár hefur þróunin verið að hlutur kvenna í háskólamenntun fer stöðugt vaxandi en hlutur karla minnkar, hvað býr þarna að baki? Hvaða þjóðfélagsbreytingar eru þetta?“ spyr Kristín. „Mér finnst ástæða til að kanna þetta. Ég held að upp á framtíðina sé þetta ekki gott.“ Aðspurð að því hvort að hún telji að einhverjar aðrar ástæður en draumar ungra drengja um atvinnumennsku í knattspyrnu búi að baki auknu brottfalli stráka úr skóla segir Kristín að rannsóknir hafi sýnt að vanlíðan í skóla spili þar þátt. Þá veltir hún því fyrir sér hvort að strákar fái ekki jafn mikla hvatningu og stelpur. „Ef maður lítur á einkunnir, brottfall, það er eitthvað að þarna,“ segir Kristín sem tekur þó fram að líkt og margir aðrir Íslendingar hafi hún mjög gaman að fótbolta. „En ég vil taka það fram að ég hef sjálf mjög gaman að fótbolta og er ekki að skjóta á fótbolta. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort að þarna sé einhver ofuráhersla í gangi sem við þyrftum kannski að skoða.“
Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira