Til forseta Íslands: Skilgreining á Íslendingum, Íslandi og þínu forsetahlutverki Ole Anton Bieltvedt skrifar 17. janúar 2017 07:00 Ágæti Guðni. Ég fluttist hingað heim, eftir 27 ára dvöl erlendis, sl. haust. Ég hef því verið að skoða og setja mig inn í mál hér síðustu 3-4 mánuði, en á sama tíma hefur þú verið að byggja upp þinn forsetastíl, sem mér líkar afar vel. Ég segi ekki, að máltækið „Glöggt er gests augað“ eigi við um mig, en ég sé ýmislegt, alla vega til að byrja með – sem aðkomumaður – öðruvísi en heimamenn. Á sama hátt og margt kemur mér hér jákvætt og vel fyrir sjónir, er sumt, sem mér finnst miður fara. Ég á hér einkum við viðhorf þjóðfélagsins til dýra, lífríkisins í kringum okkur og náttúrunnar. Í nýliðnum kosningum talaði enginn stjórnmálaflokkur fyrir þessum málefnum í mín eyru. Ekki einu sinni Vinstri grænir. Fyrir hvað skyldi „grænir“ standa í þeirra flokksheiti? Nú er það svo að menn eru bara lítill hluti af lífverum jarðar, lítill hluti af sköpunarverkinu. Margir virðast samt vera þeirrar skoðunar, að lífið á jörðunni snúist bara um mannfólkið; öll dýr, allar aðrar lífverur, náttúran og sköpunarverkið í heild sinni skipti hér litlu máli. Augljóst er auðvitað, að án heildarsköpunarverksins væri mannfólkið ekki til. Kristindómurinn, með sínum annmörkum, ber að nokkru leyti ábyrgð á þessari dýrkun mannsins. Kristindómurinn nær bara til mannfólksins, aðrar lífverur eru ekki teknar inn í myndina. Það er mikil fátækt í því. Í þessu er búddismi miklu fullkomnari og ríkari trúarbrögð. Hann nær til alls lífs á jörðu og setur það í rétt samhengi. Í nýársávarpi þínu, sem mér fannst með ágætum, saknaði ég þó þess að þú nefndir dýrin, lífríkið og náttúru Íslands. Þegar þú sagðir „Forseti Íslands á að vera fulltrúi og málsvari allra Íslendinga, allra sem búa á þessu landi“, hefði ég kosið að heyra þig skírskota til hins íslenzka lífríkis í heild sinni svo og til hinnar íslenzku náttúru líka. Væru Íslendingar eitthvað, væri Ísland eitthvað án þessa!? Þú ert nýr og ferskur í þínu háa starfi, og það leynir sér ekki, að þú vilt vel og munt gera vel. Ég bið þig í allri vinsemd að hugleiða, hvort að það væri ekki við hæfi, að forseti Íslands beitti sér fyrir öryggi, lífskjörum og velferð allra lífvera og alls, sem lifir og hrærist, í þessu landi við þetta land og yfir þessu landi. Þú talar réttilega um, að það þurfi að hlúa að sjúkum, fötluðum og öðrum, sem eiga undir högg að sækja í lífinu. En hverjir eru mest umkomulausir og mestu smælingjarnir, sem enga hönd geta borið fyrir höfuð sér, en eru samt í grundvallaratriðum mörg hver sköpuð eins og við, hafa vitund eins og við og skynja og finna til eins og við, þó að líkamsformið sé annað? Ég bið þig að verða forseti og málsvari þessara smælingja líka! Guð blessi forseta Íslands, Íslendinga og allt lífríki Íslands! Með vinsemd og virðingu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ágæti Guðni. Ég fluttist hingað heim, eftir 27 ára dvöl erlendis, sl. haust. Ég hef því verið að skoða og setja mig inn í mál hér síðustu 3-4 mánuði, en á sama tíma hefur þú verið að byggja upp þinn forsetastíl, sem mér líkar afar vel. Ég segi ekki, að máltækið „Glöggt er gests augað“ eigi við um mig, en ég sé ýmislegt, alla vega til að byrja með – sem aðkomumaður – öðruvísi en heimamenn. Á sama hátt og margt kemur mér hér jákvætt og vel fyrir sjónir, er sumt, sem mér finnst miður fara. Ég á hér einkum við viðhorf þjóðfélagsins til dýra, lífríkisins í kringum okkur og náttúrunnar. Í nýliðnum kosningum talaði enginn stjórnmálaflokkur fyrir þessum málefnum í mín eyru. Ekki einu sinni Vinstri grænir. Fyrir hvað skyldi „grænir“ standa í þeirra flokksheiti? Nú er það svo að menn eru bara lítill hluti af lífverum jarðar, lítill hluti af sköpunarverkinu. Margir virðast samt vera þeirrar skoðunar, að lífið á jörðunni snúist bara um mannfólkið; öll dýr, allar aðrar lífverur, náttúran og sköpunarverkið í heild sinni skipti hér litlu máli. Augljóst er auðvitað, að án heildarsköpunarverksins væri mannfólkið ekki til. Kristindómurinn, með sínum annmörkum, ber að nokkru leyti ábyrgð á þessari dýrkun mannsins. Kristindómurinn nær bara til mannfólksins, aðrar lífverur eru ekki teknar inn í myndina. Það er mikil fátækt í því. Í þessu er búddismi miklu fullkomnari og ríkari trúarbrögð. Hann nær til alls lífs á jörðu og setur það í rétt samhengi. Í nýársávarpi þínu, sem mér fannst með ágætum, saknaði ég þó þess að þú nefndir dýrin, lífríkið og náttúru Íslands. Þegar þú sagðir „Forseti Íslands á að vera fulltrúi og málsvari allra Íslendinga, allra sem búa á þessu landi“, hefði ég kosið að heyra þig skírskota til hins íslenzka lífríkis í heild sinni svo og til hinnar íslenzku náttúru líka. Væru Íslendingar eitthvað, væri Ísland eitthvað án þessa!? Þú ert nýr og ferskur í þínu háa starfi, og það leynir sér ekki, að þú vilt vel og munt gera vel. Ég bið þig í allri vinsemd að hugleiða, hvort að það væri ekki við hæfi, að forseti Íslands beitti sér fyrir öryggi, lífskjörum og velferð allra lífvera og alls, sem lifir og hrærist, í þessu landi við þetta land og yfir þessu landi. Þú talar réttilega um, að það þurfi að hlúa að sjúkum, fötluðum og öðrum, sem eiga undir högg að sækja í lífinu. En hverjir eru mest umkomulausir og mestu smælingjarnir, sem enga hönd geta borið fyrir höfuð sér, en eru samt í grundvallaratriðum mörg hver sköpuð eins og við, hafa vitund eins og við og skynja og finna til eins og við, þó að líkamsformið sé annað? Ég bið þig að verða forseti og málsvari þessara smælingja líka! Guð blessi forseta Íslands, Íslendinga og allt lífríki Íslands! Með vinsemd og virðingu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun