Óvissan í samskiptum við hið opinbera hefur margfaldast Brynjólfur Eyjólfsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Stundum verður manni brugðið við það sem maður les eða heyrir. Stundum er það sem maður les eða heyrir eiginlega út úr kú. Þegar ég heyrði og las að Óttarr Proppé vildi gera gagn með því sem hann er að gera varð mér um og ó. Hann hefur síðasta mánuðinn samþykkt lífeyrisskerðingar og lög um málefni fatlaðra til að gera gagn væntanlega. En gagnið er þá væntanlega að ekki væri þrengt að þeirri elítu auðugra hægrimanna sem hann er að fara að koma til valda. Fyrir mig og held ég mjög marga aðra eru áhrifin þau að óvissan í samskiptum við hið opinbera hefur margfaldast. Tökum lífeyrismálin fyrir. Ég er einn af þeim sem sat með það í fanginu í september síðastliðnum að taka afstöðu til þess hvort það samkomulag sem var tilbúið milli ríkisins og stéttarfélaga opinberra starfsmanna um lífeyrismálin yrði staðfest. Ég get fullyrt að enginn sem um þetta mál fjallaði á þessum tíma skildi þetta samkomulag þannig að ekki væru tryggð öll réttindi þeirra sem þá voru í kerfinu. Enginn hefði staðfest þetta samkomulag ef annar skilningur hefði legið fyrir. Nú kann vel að vera að Óttarr Proppé trúi frekar auðjöfrunum vinum sínum en mér. Það er þó eitt sem hann ætti að hafa í huga að það er ekkert eftir af trausti opinberra starfsmanna í samskiptum við ríki og Alþingi. Þetta er alvarlegt mál og ég held að gagnið sem Óttarr Proppé hefur gert sé ekki til bóta fyrir íslenskan almenning en kannski fyrir aðra. Af hverju tek ég Óttarr Proppé fyrir sérstaklega? Það er vegna þess andlits sem hann setti upp í kosningabaráttunni. Það andlit var ekki svart íhald og frjálshyggja. Ekkert bendir til annars nú en Óttarr Proppé sé sestur í óvinaliðið þegar kemur að réttindum og kjörum opinberra starfsmanna. Hann er því lentur á ysta hægri vængnum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum verður manni brugðið við það sem maður les eða heyrir. Stundum er það sem maður les eða heyrir eiginlega út úr kú. Þegar ég heyrði og las að Óttarr Proppé vildi gera gagn með því sem hann er að gera varð mér um og ó. Hann hefur síðasta mánuðinn samþykkt lífeyrisskerðingar og lög um málefni fatlaðra til að gera gagn væntanlega. En gagnið er þá væntanlega að ekki væri þrengt að þeirri elítu auðugra hægrimanna sem hann er að fara að koma til valda. Fyrir mig og held ég mjög marga aðra eru áhrifin þau að óvissan í samskiptum við hið opinbera hefur margfaldast. Tökum lífeyrismálin fyrir. Ég er einn af þeim sem sat með það í fanginu í september síðastliðnum að taka afstöðu til þess hvort það samkomulag sem var tilbúið milli ríkisins og stéttarfélaga opinberra starfsmanna um lífeyrismálin yrði staðfest. Ég get fullyrt að enginn sem um þetta mál fjallaði á þessum tíma skildi þetta samkomulag þannig að ekki væru tryggð öll réttindi þeirra sem þá voru í kerfinu. Enginn hefði staðfest þetta samkomulag ef annar skilningur hefði legið fyrir. Nú kann vel að vera að Óttarr Proppé trúi frekar auðjöfrunum vinum sínum en mér. Það er þó eitt sem hann ætti að hafa í huga að það er ekkert eftir af trausti opinberra starfsmanna í samskiptum við ríki og Alþingi. Þetta er alvarlegt mál og ég held að gagnið sem Óttarr Proppé hefur gert sé ekki til bóta fyrir íslenskan almenning en kannski fyrir aðra. Af hverju tek ég Óttarr Proppé fyrir sérstaklega? Það er vegna þess andlits sem hann setti upp í kosningabaráttunni. Það andlit var ekki svart íhald og frjálshyggja. Ekkert bendir til annars nú en Óttarr Proppé sé sestur í óvinaliðið þegar kemur að réttindum og kjörum opinberra starfsmanna. Hann er því lentur á ysta hægri vængnum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun