Strákarnir okkar án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2017 12:26 Aron Pálmarsson verður ekki með. vísir/epa/vilhelm „Þetta er auðvitað slæmt. Það segir sig sjálft. Aron Pálmarsson er leikmaður sem er erfitt að leysa af. Þú fyllir ekkert í þetta skarð.“ Þetta segir Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, um þau skelfilegu tíðindi að langbesti handboltamaður þjóðarinnar og einn sá besti í heimi, Aron Pálmarsson, verður ekki með strákunum okkar á HM í Frakklandi.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron er búinn að vera meiddur frá því í nóvember og hefur lítið sem ekkert æft í langan tíma. Læknalið íslenska landsliðsins tók endanlega ákvörðun um það í dag að leikstjórnandinn magnaði er ekki í standi til að spila. „Þetta er eitthvað sem menn voru búnir að búa sig undir því það lá alveg í loftinum að hann yrði ekki með því hann er ekki enn þá kominn í almennilega æfingu. Ég held að menn hafi undirbúið sig fyrir þetta hægt og rólega en eðlilega var liðið tilbúið að bíða fram á síðustu stundu með þessa ákvörðun,“ segir Gunnar.Ólafur Guðmundsson er nú maður númer eitt vinstra megin.vísir/epaÞessar fréttir breyta miklu hjá íslenska liðinu á mótinu enda Aron augljóslega algjör lykilmaður. Sá leikmaður sem getur alltaf búið til eitthvað úr engu. Nú þurfa aðrir menn að stíga upp og þá sérstaklega félagi Arons úr Hafnarfirðinum, Ólafur Guðmundsson. „Eins og staðan er núna þýðir þetta að mikið mun mæða á Ólafi Guðmundssyni og svo er spurning með Gunnar Stein og Arnór Atlason. Svo er Sigurbergur Sveinsson á upphaflega listanum þannig kannski skoða menn það en ég er ekki viss. Plan b, held ég, sé bara að Gunnar Steinn og Arnór Atla verði Ólafi til aðstoðar,“ segir Gunnar en þá þarf Ólafur Guðmundsson að spila eins og allir vita að hann getur.Sjá einnig:Stefán Rafn kominn til Metz „Nú fær Ólafur mikla ábyrgð og vonandi stendur hann undir henni. Við höfum séð hann eiga frábæra leiki með landsliðinu en það sem hefur gerst hingað til er að hann er of óstöðugur í sínum leik. Hann þarf meiri stöðugleika.“ Ísland er í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðli og fara í 16 liða úrslit. Breyta þessi tíðindi einhverju um heildarmyndina? „Ég geri enn þá vonir um að við vinnum þrjá leiki á móti Túnis, Angóla og Makedóníu. Bónusleikirnir eru á móti Spáni og Slóvenum. Ég svona vona að við klárum þessa þrjá leiki og komust í 16 liða úrslit en svo er þetta mót bara mikil fjárfesting fyrir framtíðina,“ segir Gunnar Magnússon.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron verður ekki með á HM Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi. 11. janúar 2017 11:41 Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00 Stefán Rafn kominn til Metz Æfði með íslenska landsliðinu í gær vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. 11. janúar 2017 10:15 Ásgeir Örn: Verð vonandi 100 prósent á morgun Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana. 11. janúar 2017 10:45 Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. 11. janúar 2017 09:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Sjá meira
„Þetta er auðvitað slæmt. Það segir sig sjálft. Aron Pálmarsson er leikmaður sem er erfitt að leysa af. Þú fyllir ekkert í þetta skarð.“ Þetta segir Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, um þau skelfilegu tíðindi að langbesti handboltamaður þjóðarinnar og einn sá besti í heimi, Aron Pálmarsson, verður ekki með strákunum okkar á HM í Frakklandi.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron er búinn að vera meiddur frá því í nóvember og hefur lítið sem ekkert æft í langan tíma. Læknalið íslenska landsliðsins tók endanlega ákvörðun um það í dag að leikstjórnandinn magnaði er ekki í standi til að spila. „Þetta er eitthvað sem menn voru búnir að búa sig undir því það lá alveg í loftinum að hann yrði ekki með því hann er ekki enn þá kominn í almennilega æfingu. Ég held að menn hafi undirbúið sig fyrir þetta hægt og rólega en eðlilega var liðið tilbúið að bíða fram á síðustu stundu með þessa ákvörðun,“ segir Gunnar.Ólafur Guðmundsson er nú maður númer eitt vinstra megin.vísir/epaÞessar fréttir breyta miklu hjá íslenska liðinu á mótinu enda Aron augljóslega algjör lykilmaður. Sá leikmaður sem getur alltaf búið til eitthvað úr engu. Nú þurfa aðrir menn að stíga upp og þá sérstaklega félagi Arons úr Hafnarfirðinum, Ólafur Guðmundsson. „Eins og staðan er núna þýðir þetta að mikið mun mæða á Ólafi Guðmundssyni og svo er spurning með Gunnar Stein og Arnór Atlason. Svo er Sigurbergur Sveinsson á upphaflega listanum þannig kannski skoða menn það en ég er ekki viss. Plan b, held ég, sé bara að Gunnar Steinn og Arnór Atla verði Ólafi til aðstoðar,“ segir Gunnar en þá þarf Ólafur Guðmundsson að spila eins og allir vita að hann getur.Sjá einnig:Stefán Rafn kominn til Metz „Nú fær Ólafur mikla ábyrgð og vonandi stendur hann undir henni. Við höfum séð hann eiga frábæra leiki með landsliðinu en það sem hefur gerst hingað til er að hann er of óstöðugur í sínum leik. Hann þarf meiri stöðugleika.“ Ísland er í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðli og fara í 16 liða úrslit. Breyta þessi tíðindi einhverju um heildarmyndina? „Ég geri enn þá vonir um að við vinnum þrjá leiki á móti Túnis, Angóla og Makedóníu. Bónusleikirnir eru á móti Spáni og Slóvenum. Ég svona vona að við klárum þessa þrjá leiki og komust í 16 liða úrslit en svo er þetta mót bara mikil fjárfesting fyrir framtíðina,“ segir Gunnar Magnússon.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron verður ekki með á HM Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi. 11. janúar 2017 11:41 Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00 Stefán Rafn kominn til Metz Æfði með íslenska landsliðinu í gær vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. 11. janúar 2017 10:15 Ásgeir Örn: Verð vonandi 100 prósent á morgun Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana. 11. janúar 2017 10:45 Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. 11. janúar 2017 09:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Sjá meira
Aron verður ekki með á HM Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi. 11. janúar 2017 11:41
Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00
Stefán Rafn kominn til Metz Æfði með íslenska landsliðinu í gær vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. 11. janúar 2017 10:15
Ásgeir Örn: Verð vonandi 100 prósent á morgun Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana. 11. janúar 2017 10:45
Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. 11. janúar 2017 09:15