Ætlar yfir Vatnajökul á gönguskíðum og verja ári á rekís Svavar Hávarðsson skrifar 10. janúar 2017 06:00 Alex mun halda erindi á málstofu Orkustofnunar á fimmtudag sem er ein af nokkrum sem haldnar verða í tilefni af 50 ára afmæli stofnunarinnar. Ítalski ævintýramaðurinn Alex Bellini hyggst vorið 2018 taka sér bólfestu í björgunarhylki sem verður komið fyrir í rekís úr jöklum Grænlands – en áður en til þess kemur ætlar hann í þessum mánuði að ganga einn síns liðs yfir Vatnajökul á skíðum. Alex verður gestur Orkustofnunar á fimmtudaginn þar sem hann heldur erindi á málstofu um áhrif loftlagsbreytinga á jökla, en hann er væntanlegur til landsins til undirbúnings fyrir ferð sína yfir jökulinn. Jónas Ketilsson, yfirverkefnastjóri og staðgengill orkumálastjóra, segir tilgang ferðarinnar vera að vekja mannkyn til umhugsunar um áhrif loftlagsbreytinga og bráðnun jökla. Björgunarhylkið, sem er mikil völundarsmíð, er hannað til að standa af sér náttúruhamfarir og þá sérstaklega flóðbylgjur. Alex stefnir á að halda á Vatnajökul 20. janúar en verður við æfingar í Landsveit fram til þess tíma, en „helsta aðferð hans við undirbúninginn er að draga tvö jeppadekk á eftir sér í snjóleysinu,“ segir Jónas. Alex þessi hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir ævintýralegar tilraunir sínar, og ekki síst þegar hann gerði tilraun til að róa á sérstaklega útbúnum kajak frá Perú til Ástralíu – eða 18.000 kílómetra leið yfir Kyrrahafið. Þá var hann 295 daga í hafi áður en hann örmagnaðist, örstuttu áður en hann náði takmarki sínu. Þá hefur hann hlaupið þvert yfir Bandaríkin, einn síns liðs. Jónas segir komu ævintýramannsins til landsins viðeigandi, því ef miðað er við Parísarsamkomulagið þá er því spáð að Ísland verði jökullaust á næstu 150-200 árum. Nokkrir jöklar munu líklegast hverfa fyrr eins og Snæfellsjökull en búist er við því að hann hverfi á þessari öld og jafnvel innan nokkurra áratuga. „Hvaða efnahags- og samfélagslegu áhrif verða fyrir ísþjóðina að hér sé enginn jökull skal ósagt látið. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvað það geti lagt af mörkum til að draga úr hlýnun jarðar. Fari hlýnun umfram Parísarsamkomulagið geta afleiðingarnar orðið allt aðrar sem erfitt er að spá fyrir um,“ segir Jónas og bætir við að jafnvel geti það gert Ísland óbyggilegt ef veðurkerfi jarðarinnar breytast verulega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Ítalski ævintýramaðurinn Alex Bellini hyggst vorið 2018 taka sér bólfestu í björgunarhylki sem verður komið fyrir í rekís úr jöklum Grænlands – en áður en til þess kemur ætlar hann í þessum mánuði að ganga einn síns liðs yfir Vatnajökul á skíðum. Alex verður gestur Orkustofnunar á fimmtudaginn þar sem hann heldur erindi á málstofu um áhrif loftlagsbreytinga á jökla, en hann er væntanlegur til landsins til undirbúnings fyrir ferð sína yfir jökulinn. Jónas Ketilsson, yfirverkefnastjóri og staðgengill orkumálastjóra, segir tilgang ferðarinnar vera að vekja mannkyn til umhugsunar um áhrif loftlagsbreytinga og bráðnun jökla. Björgunarhylkið, sem er mikil völundarsmíð, er hannað til að standa af sér náttúruhamfarir og þá sérstaklega flóðbylgjur. Alex stefnir á að halda á Vatnajökul 20. janúar en verður við æfingar í Landsveit fram til þess tíma, en „helsta aðferð hans við undirbúninginn er að draga tvö jeppadekk á eftir sér í snjóleysinu,“ segir Jónas. Alex þessi hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir ævintýralegar tilraunir sínar, og ekki síst þegar hann gerði tilraun til að róa á sérstaklega útbúnum kajak frá Perú til Ástralíu – eða 18.000 kílómetra leið yfir Kyrrahafið. Þá var hann 295 daga í hafi áður en hann örmagnaðist, örstuttu áður en hann náði takmarki sínu. Þá hefur hann hlaupið þvert yfir Bandaríkin, einn síns liðs. Jónas segir komu ævintýramannsins til landsins viðeigandi, því ef miðað er við Parísarsamkomulagið þá er því spáð að Ísland verði jökullaust á næstu 150-200 árum. Nokkrir jöklar munu líklegast hverfa fyrr eins og Snæfellsjökull en búist er við því að hann hverfi á þessari öld og jafnvel innan nokkurra áratuga. „Hvaða efnahags- og samfélagslegu áhrif verða fyrir ísþjóðina að hér sé enginn jökull skal ósagt látið. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvað það geti lagt af mörkum til að draga úr hlýnun jarðar. Fari hlýnun umfram Parísarsamkomulagið geta afleiðingarnar orðið allt aðrar sem erfitt er að spá fyrir um,“ segir Jónas og bætir við að jafnvel geti það gert Ísland óbyggilegt ef veðurkerfi jarðarinnar breytast verulega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent