Erlent

Pólverjar vilja hjálp Merkel varðandi umbætur á ESB

Samúel Karl Ólason skrifar
Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands.
Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands. Vísir/EPA
Stjórnvöld Póllands vilja að Angel Merkel, kanslari Þýskalands, styðji hugmyndir þeirra varðandi umbætur á Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sem leidd er af Beata Szydlo telur ráðamenn í Brussel hafa of mikil völd og vilja auka völd ríkisstjórna og þjóðþinga meðlima ESB. Merkel mun heimsækja Pólland í næsta mánuði og Szydlo segist vonast til þess að geta sannfæra hana um að sjá sína hlið.

Á fundi þeirra í næsta mánuði munu þau Merkel og Szydlo ræða um áhrif úrgöngu Bretlands úr ESB, sameiginlegt öryggi Evrópu og áðurnefndar umbætur.

„Þetta er mikilvæg heimsókn, sérstaklega núna þar sem ESB er að taka breytingum og þörf er á umbótum,“ er haft eftir Szydlo á vef Reuters fréttaveitunnar.

„Pólland og Þýskaland eru meðal þeirra þjóða sem munu setja tóninn varðandi umræður um breytingar ESB. Við viljum breytingar og ég vonast til þess að Merkel muni verða sannfærð um að þörf sé á umbótum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×