Doða tilfinning og tómleiki er hjá skipuleggjendum leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur, eftir að hún fannst Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. janúar 2017 18:45 Leitin að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað var í átta daga, tók endi í gær, þegar áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar auk leitarmanna frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, fundu lík Birnu ofarlega í flæðarmálinu rétt vestan við Selvogsvita. Það var nöturlegt að fylgjast með hvernig Atlantshafi barði á ströndinni við Selvog þegar fréttastofan skoðaði aðstæður á vettvangi í dag. Eftir að Birna fannst var dregið úr leit og fóru björgunarsveitir að halda til síns heima. Þó tóku um þrjú hundruð björgunarsveitarmenn þátt í áframhaldandi aðgerðum við Selvog þar sem svæðið var fínleitað eftir vísbendingum. „Við lögðum mikla áherslu á það svæði og svo líka strandlengjuna frá Grindavík og að Eyrarbakka,“ sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í dag. Eins og áður hefur komið fram var leitin um helgina sú umfangsmesta sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur ráðist í. Sjötíu og þrjár björgunarsveitir og fimm slysavarnadeildir tóku þátt í aðgerðum helgarinnar. Átta hundruð sextíu og tveir sjálfboðaliðar unnu ýmis verk. Notast var við tuttugu og eitt fjór- eða sexhjól, sjötíu og fjórar bifreiðar, tólf spor- og leitarhundar og fimmtán dróna. Þá eru ótaldir allir þeir rannsóknarlögreglumenn og lögreglumenn, liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og annarra sem að leitinni komu. Þrátt fyrir að vel hafi tekist til við leitina hafi sjálfboðaliðar björgunarsveitanna fundið doða, spennufall og sorg þegar haldið var heim á leið. „Ætli það sé ekki með mig eins og alla aðra sem komu að þessu og hlutur þeirra sem að voru að skipuleggja leitina og leita er miklu meiri en minni, en það er svona doða tilfinning, tómleiki og söknuður. Við hefðum gjarnan viljað að málalyktir yrðu aðrar,“ sagði Þorsteinn. Margir hafa minnst Birnu síðast liðinn sólarhring og hafa margir deilt á samfélagsmiðlum samúðarkveðjum til fjölskyldu og vina Birnu. Minningarstund var haldinn í gærkvöldi við Norræna húsið og sömuleiðis á nokkrum stöðum í Grænlandi. „Ég kenni í brjóst um skyldmennin sem hafa misst dóttur. Sjálf á ég tvö börn á svipuðum aldri og það er sárt að heyra þetta,“ segir Ruth Due Hansen, íbúi á Grænlandi. Utanríkisráðherra Grænlands sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra samúðarbréf í gærkvöldi en í því kemur fram að hvarf Birnu Brjánsdóttur og tengsl grænlenskra ríkisborgara við atburðina sé mikið sorgarefni. Síðdegis í dag sendi svo áhöfnin á Polar Nanoq frá sér tilkynningu þar sem þeir votta fjölskyldu Birnu sína dýpstu samúð og vona að upplýst verði um atburðarásina svo hægt sé að sækja mennina tvo til saka. Þá segjast skipverjar hafa orðið fyrir miklu áfalli sökum atburða síðustu daga og þegið sálræna aðstoð vegna þess. Skipulögð hefur verið minningarganga um Birnu Brjánsdóttur næstkomandi laugardag en gengið verður frá Laugarvegi 31, þeim stað þar sem Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum og að Tjörninni þar sem kertum verður fleytt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sprenging um helgina í fjölda þeirra sem styrkja björgunarsveitirnar Bakvarðasveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fékk rækilegan liðsauka um helgina. 23. janúar 2017 14:42 Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00 Hæstiréttur féllst ekki á lengra gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. 23. janúar 2017 15:49 Líkið krufið síðar í dag Skipverjarnir tveir verða yfirheyrðir í kvöld eða á morgun. 23. janúar 2017 11:15 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Áhöfn Polar Nanoq full samúðar: Vona að hægt verði að sækja sakamenn til saka Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur í yfirlýsingu. 23. janúar 2017 15:07 Utanríkisráðherra Grænlands sendir Íslendingum samúðarkveðjur Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra barst í gærkvöldi samúðarbréf frá starfsbróður sínum á Grænlandi, Vittus Qujaukitsoq. 23. janúar 2017 11:33 Lögreglan þakkar öllum sem aðstoðuðu við leit að Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu aðila sem aðstoðuðu við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 23. janúar 2017 15:27 Forsetinn sendir samúðarkveðju til fjölskyldu Birnu: „Orð fá ekki linað hina miklu sorg“ Forsetinn segir minninguna um Birnu, unga og bjarta stúlku sem tekin var í blóma lífsins, muni ætíð lifa með íslenskri þjóð. 23. janúar 2017 15:15 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Leitin að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað var í átta daga, tók endi í gær, þegar áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar auk leitarmanna frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, fundu lík Birnu ofarlega í flæðarmálinu rétt vestan við Selvogsvita. Það var nöturlegt að fylgjast með hvernig Atlantshafi barði á ströndinni við Selvog þegar fréttastofan skoðaði aðstæður á vettvangi í dag. Eftir að Birna fannst var dregið úr leit og fóru björgunarsveitir að halda til síns heima. Þó tóku um þrjú hundruð björgunarsveitarmenn þátt í áframhaldandi aðgerðum við Selvog þar sem svæðið var fínleitað eftir vísbendingum. „Við lögðum mikla áherslu á það svæði og svo líka strandlengjuna frá Grindavík og að Eyrarbakka,“ sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í dag. Eins og áður hefur komið fram var leitin um helgina sú umfangsmesta sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur ráðist í. Sjötíu og þrjár björgunarsveitir og fimm slysavarnadeildir tóku þátt í aðgerðum helgarinnar. Átta hundruð sextíu og tveir sjálfboðaliðar unnu ýmis verk. Notast var við tuttugu og eitt fjór- eða sexhjól, sjötíu og fjórar bifreiðar, tólf spor- og leitarhundar og fimmtán dróna. Þá eru ótaldir allir þeir rannsóknarlögreglumenn og lögreglumenn, liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og annarra sem að leitinni komu. Þrátt fyrir að vel hafi tekist til við leitina hafi sjálfboðaliðar björgunarsveitanna fundið doða, spennufall og sorg þegar haldið var heim á leið. „Ætli það sé ekki með mig eins og alla aðra sem komu að þessu og hlutur þeirra sem að voru að skipuleggja leitina og leita er miklu meiri en minni, en það er svona doða tilfinning, tómleiki og söknuður. Við hefðum gjarnan viljað að málalyktir yrðu aðrar,“ sagði Þorsteinn. Margir hafa minnst Birnu síðast liðinn sólarhring og hafa margir deilt á samfélagsmiðlum samúðarkveðjum til fjölskyldu og vina Birnu. Minningarstund var haldinn í gærkvöldi við Norræna húsið og sömuleiðis á nokkrum stöðum í Grænlandi. „Ég kenni í brjóst um skyldmennin sem hafa misst dóttur. Sjálf á ég tvö börn á svipuðum aldri og það er sárt að heyra þetta,“ segir Ruth Due Hansen, íbúi á Grænlandi. Utanríkisráðherra Grænlands sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra samúðarbréf í gærkvöldi en í því kemur fram að hvarf Birnu Brjánsdóttur og tengsl grænlenskra ríkisborgara við atburðina sé mikið sorgarefni. Síðdegis í dag sendi svo áhöfnin á Polar Nanoq frá sér tilkynningu þar sem þeir votta fjölskyldu Birnu sína dýpstu samúð og vona að upplýst verði um atburðarásina svo hægt sé að sækja mennina tvo til saka. Þá segjast skipverjar hafa orðið fyrir miklu áfalli sökum atburða síðustu daga og þegið sálræna aðstoð vegna þess. Skipulögð hefur verið minningarganga um Birnu Brjánsdóttur næstkomandi laugardag en gengið verður frá Laugarvegi 31, þeim stað þar sem Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum og að Tjörninni þar sem kertum verður fleytt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sprenging um helgina í fjölda þeirra sem styrkja björgunarsveitirnar Bakvarðasveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fékk rækilegan liðsauka um helgina. 23. janúar 2017 14:42 Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00 Hæstiréttur féllst ekki á lengra gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. 23. janúar 2017 15:49 Líkið krufið síðar í dag Skipverjarnir tveir verða yfirheyrðir í kvöld eða á morgun. 23. janúar 2017 11:15 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Áhöfn Polar Nanoq full samúðar: Vona að hægt verði að sækja sakamenn til saka Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur í yfirlýsingu. 23. janúar 2017 15:07 Utanríkisráðherra Grænlands sendir Íslendingum samúðarkveðjur Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra barst í gærkvöldi samúðarbréf frá starfsbróður sínum á Grænlandi, Vittus Qujaukitsoq. 23. janúar 2017 11:33 Lögreglan þakkar öllum sem aðstoðuðu við leit að Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu aðila sem aðstoðuðu við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 23. janúar 2017 15:27 Forsetinn sendir samúðarkveðju til fjölskyldu Birnu: „Orð fá ekki linað hina miklu sorg“ Forsetinn segir minninguna um Birnu, unga og bjarta stúlku sem tekin var í blóma lífsins, muni ætíð lifa með íslenskri þjóð. 23. janúar 2017 15:15 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Sprenging um helgina í fjölda þeirra sem styrkja björgunarsveitirnar Bakvarðasveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fékk rækilegan liðsauka um helgina. 23. janúar 2017 14:42
Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00
Hæstiréttur féllst ekki á lengra gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. 23. janúar 2017 15:49
Líkið krufið síðar í dag Skipverjarnir tveir verða yfirheyrðir í kvöld eða á morgun. 23. janúar 2017 11:15
Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00
Áhöfn Polar Nanoq full samúðar: Vona að hægt verði að sækja sakamenn til saka Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur í yfirlýsingu. 23. janúar 2017 15:07
Utanríkisráðherra Grænlands sendir Íslendingum samúðarkveðjur Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra barst í gærkvöldi samúðarbréf frá starfsbróður sínum á Grænlandi, Vittus Qujaukitsoq. 23. janúar 2017 11:33
Lögreglan þakkar öllum sem aðstoðuðu við leit að Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu aðila sem aðstoðuðu við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 23. janúar 2017 15:27
Forsetinn sendir samúðarkveðju til fjölskyldu Birnu: „Orð fá ekki linað hina miklu sorg“ Forsetinn segir minninguna um Birnu, unga og bjarta stúlku sem tekin var í blóma lífsins, muni ætíð lifa með íslenskri þjóð. 23. janúar 2017 15:15