Huldumaður krafðist þess að fá að fylla bílinn hjá leitarfólki á Blönduósi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2017 12:30 Liðsmenn Blöndu og Húna frá Hvammstangi sem fóru á tveimur bílum til að aðstoða við leitina að Birnu í gær. Björgunarfélagið Blanda Huldumaður af norðvesturlandi tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á björgunarsveitarbíl sem flutti leitarfólk frá Blönduósi á suðvesturhornið á sunnudaginn til að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Eins og fram hefur komið komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni um helgina frá fimmtíu slysavarnardeildum um land allt. Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, átti ekki heimangengt í þetta skiptið en níu manns héldu á tveimur bílum frá Blönduósi og Hvammstanga á sunnudaginn til að aðstoða við leitina. Frá leitinni í gær.Björgunarfélagið Blanda Kunnuglegt andlit á Blönduósi Björgunarsveitirnar fengu styrki og matargjafir af ýmsu formi um helgina og hvöttu margir olíufélögin til að greiða olíu á tæki sem notuð voru við leitina. Nánast allur bílafloti björgunarsveitanna var notaður við leitina auk fjórhjóla. Þegar liðsmenn Blöndu komu heim um kvöldmatarleytið í gær fóru þeir á bensínstöð N1 á Blönduósi til að fylla bílinn. Dreif þá að mann sem tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á bílinn. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Blöndu og fjallaði DV um málið fyrr í dag. Hjálmar Björn segir að sá vilji alls ekki láta nafns síns getið en jánkar aðspurður hvort andlit mannsins sé kunnuglegt. Um fimmtán þúsund krónur kostaði að fylla bílinn. Hjálmar Björn hefur verið formaður Blöndu í tæpt ár en var áður formaður sveitarinnar í Varmahlíð. Hann er reynslumikill þegar kemur að björgunarsveitarstarfi. Aðspurður hvers vegna svo margir Íslendingar taki þátt í starfi björgunarsveita og sé boðinn og búinn til aðstoðar þegar bjátar á veltir hann hlutunum fyrir sér. Liðsmenn frá norðvesturlandi, svæði 9, við leitina í gær.Björgunarfélagið Blanda Góður félagsskapur „Þetta er að vissu leyti hálfgerð fíkn og adrenalín,“ segir Hjálmar Björn. Félagsskapurinn sé rosalega góður og hann kynnist fólki víða um land, vinskapur myndist. „Það gefur manni mjög mikið að geta hjálpað og aðstoðað þá sem eru í vanda.“ Hann bendir áhugasömum á að unglingadeildir séu starfandi víða um land þar sem best sé fyrir þá yngri að stíga sín fyrstu skref. Á Blönduósi sé deildin þó svo fámenn að miðað sé við átján ára aldur. „Fyrsta skref er að mæta og láta sjá sig.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Huldumaður af norðvesturlandi tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á björgunarsveitarbíl sem flutti leitarfólk frá Blönduósi á suðvesturhornið á sunnudaginn til að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Eins og fram hefur komið komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni um helgina frá fimmtíu slysavarnardeildum um land allt. Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, átti ekki heimangengt í þetta skiptið en níu manns héldu á tveimur bílum frá Blönduósi og Hvammstanga á sunnudaginn til að aðstoða við leitina. Frá leitinni í gær.Björgunarfélagið Blanda Kunnuglegt andlit á Blönduósi Björgunarsveitirnar fengu styrki og matargjafir af ýmsu formi um helgina og hvöttu margir olíufélögin til að greiða olíu á tæki sem notuð voru við leitina. Nánast allur bílafloti björgunarsveitanna var notaður við leitina auk fjórhjóla. Þegar liðsmenn Blöndu komu heim um kvöldmatarleytið í gær fóru þeir á bensínstöð N1 á Blönduósi til að fylla bílinn. Dreif þá að mann sem tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á bílinn. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Blöndu og fjallaði DV um málið fyrr í dag. Hjálmar Björn segir að sá vilji alls ekki láta nafns síns getið en jánkar aðspurður hvort andlit mannsins sé kunnuglegt. Um fimmtán þúsund krónur kostaði að fylla bílinn. Hjálmar Björn hefur verið formaður Blöndu í tæpt ár en var áður formaður sveitarinnar í Varmahlíð. Hann er reynslumikill þegar kemur að björgunarsveitarstarfi. Aðspurður hvers vegna svo margir Íslendingar taki þátt í starfi björgunarsveita og sé boðinn og búinn til aðstoðar þegar bjátar á veltir hann hlutunum fyrir sér. Liðsmenn frá norðvesturlandi, svæði 9, við leitina í gær.Björgunarfélagið Blanda Góður félagsskapur „Þetta er að vissu leyti hálfgerð fíkn og adrenalín,“ segir Hjálmar Björn. Félagsskapurinn sé rosalega góður og hann kynnist fólki víða um land, vinskapur myndist. „Það gefur manni mjög mikið að geta hjálpað og aðstoðað þá sem eru í vanda.“ Hann bendir áhugasömum á að unglingadeildir séu starfandi víða um land þar sem best sé fyrir þá yngri að stíga sín fyrstu skref. Á Blönduósi sé deildin þó svo fámenn að miðað sé við átján ára aldur. „Fyrsta skref er að mæta og láta sjá sig.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30