Erlent

Vill takmarka veiðiheimildir skipa sem notuð eru til fíkniefnasmygls

atli ísleifsson skrifar
Hans Enoksen, sjávarútvegsráðherra Grænlands, er hér fyrir miðju.
Hans Enoksen, sjávarútvegsráðherra Grænlands, er hér fyrir miðju. Vísir/AFP
Hans Enoksen, sjávarútvegsráðherra Grænlands, vill að grænlenska þingið kanni hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notið til eiturlyfjasmygls.

Frá þessu greinir KNR sem vísar í yfirlýsingu frá ráðherranum.

Lögregla fann á dögunum um 20 kíló af hassi um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq eftir leit um borð í skipinu í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Áætlað er að verðmæti efnanna sé milli 10 til 12 milljónir danskra króna, milli 163 til 196 milljónir íslenskra króna.

Skipverji var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við málið en honum var sleppt á laugardag.

Haft er eftir Enoksen að hann hvetji útgerðirnar til að leggja áherslu á við áhöfn skipa sinna að fíkniefnasmygl sé ekki heimilt og verði ekki liðið. Verði skip áfram notuð til að smygla fíkniefnum til landsins eigi grænlenska þingið að íhuga að takmarka kvóta og heimildir skipa til veiða í framtíðinni.

Samtök atvinnulífsins á Grænlandi segir skoðun ráðherrans koma á óvart og ekki halda vatni. Óásættanlegt sé að útgerðum sé ógnað vegna brota einstakra skipverja – brota sem ekki tengjast útgerðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×