Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni Svavar Hávarðsson skrifar 23. janúar 2017 07:00 Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Tilgangur þeirra er að meta veðuraðstæður í aðflugi að ímynduðum flugvelli í hrauninu. Þetta kemur fram í skrifum Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, en Samgöngustofa hefur sent sveitarfélögum á svæðinu upplýsingar um áformin. Kemur fram að hannaðir hafa verið flugferlar að þremur flugbrautum, sem Icelandair hyggst fljúga aðflug að. Í þessum flugprófunum felst að flogið verður allt niður í 500 feta hæð sem samsvarar um 152 metra hæð yfir jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu verður flugið framkvæmt í fullu samræmi við gildandi flugreglur en ljóst að þotum Icelandair verður flogið lægra en vant er á þessu svæði. Það var niðurstaða svokallaðrar Rögnunefndar að flugvöllur í Hvassahrauni væri vænlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, kæmi til þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði aflagður í núverandi mynd. Nefndin skoðaði fjóra kosti fyrir þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Taldi nefndin alla staðina geta rúmað flugvöllinn en Hólmsheiðin var talin einna sísti valkosturinn. Hinir voru Bessastaðanes, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eðli málsins samkvæmt hafi verið leitað allra nauðsynlegra heimilda til þess að framkvæma rannsóknirnar og forsvarsmenn sveitarfélaga í nágrenninu því upplýstir. „Það er því af okkar hálfu ekkert nýtt að gerast. Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tímasetningar, það fer eftir veðri, stöðu flugvéla, flugmanna og svo framvegis,“ segir Guðjón og vísar til fréttatilkynningar frá því í nóvember. Þar sagði frá áformum félagsins um að gera veðurfarsrannsóknir við Hvassahraun, en Rögnunefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að „flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum …“ Flugprófanirnar fara þannig fram að flugvélum frá Icelandair, sem ekki eru í áætlunarflugi, verður flogið eftir þeim aðflugsferlum sem eru fyrirséðir á nýju mögulegu flugvallarstæði. Tækjabúnaður um borð í vélunum mun nema og skrá mismunandi veðuraðstæður á svæðinu. Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið, og tekur þá við úrvinnsla úr rannsóknarvinnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Tilgangur þeirra er að meta veðuraðstæður í aðflugi að ímynduðum flugvelli í hrauninu. Þetta kemur fram í skrifum Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, en Samgöngustofa hefur sent sveitarfélögum á svæðinu upplýsingar um áformin. Kemur fram að hannaðir hafa verið flugferlar að þremur flugbrautum, sem Icelandair hyggst fljúga aðflug að. Í þessum flugprófunum felst að flogið verður allt niður í 500 feta hæð sem samsvarar um 152 metra hæð yfir jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu verður flugið framkvæmt í fullu samræmi við gildandi flugreglur en ljóst að þotum Icelandair verður flogið lægra en vant er á þessu svæði. Það var niðurstaða svokallaðrar Rögnunefndar að flugvöllur í Hvassahrauni væri vænlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, kæmi til þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði aflagður í núverandi mynd. Nefndin skoðaði fjóra kosti fyrir þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Taldi nefndin alla staðina geta rúmað flugvöllinn en Hólmsheiðin var talin einna sísti valkosturinn. Hinir voru Bessastaðanes, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eðli málsins samkvæmt hafi verið leitað allra nauðsynlegra heimilda til þess að framkvæma rannsóknirnar og forsvarsmenn sveitarfélaga í nágrenninu því upplýstir. „Það er því af okkar hálfu ekkert nýtt að gerast. Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tímasetningar, það fer eftir veðri, stöðu flugvéla, flugmanna og svo framvegis,“ segir Guðjón og vísar til fréttatilkynningar frá því í nóvember. Þar sagði frá áformum félagsins um að gera veðurfarsrannsóknir við Hvassahraun, en Rögnunefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að „flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum …“ Flugprófanirnar fara þannig fram að flugvélum frá Icelandair, sem ekki eru í áætlunarflugi, verður flogið eftir þeim aðflugsferlum sem eru fyrirséðir á nýju mögulegu flugvallarstæði. Tækjabúnaður um borð í vélunum mun nema og skrá mismunandi veðuraðstæður á svæðinu. Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið, og tekur þá við úrvinnsla úr rannsóknarvinnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira