Sport

Eitthvað nýtt í gangi

Telma Tómasson skrifar
Meistaradeildin hefur göngu sína að nýju í kvöld.
Meistaradeildin hefur göngu sína að nýju í kvöld.
„Ég hef mikla trú á þessum hesti og þarna sé eitthvað nýtt í gangi. Vonandi sýnir hann svipaða takta og undanfarna daga. Ég hef ekki kynnst svona fjórgangshesti,“ segir einn afreksknapi um hest sinn, sem hann teflir fram í fjórgangskeppni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum sem hefst á Stöð 2 Sport í kvöld.

Til leiks eru skráðir 24 knapar með gríðarlega sterka hesta á fyrsta keppniskvöldi Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum, úrslitahestar frá Íslandsmóti í hestaíþróttum í bland við óreynda en mjög efnilega fjórgangara. Nokkrir umtalaðir hestar mæta í braut sem eru með litla eða enga keppnisreynslu, hugsanlega nýjar stjörnur sem spennandi verður að fylgjast með.

Bein útsending er frá mótinu á Stöð 2 Sport og einnig á netinu. Ísólfur Líndal Þórisson reiðkennari og afreksknapi er sérfræðingur með Telmu Tómasson, umsjónarmanni þáttanna, en þau lýsa fjórgangskeppninni, reiðmennsku og öðru því sem máli skiptir.

Unnt er að nálgast áskrift á 365.is og áskrift á netinu eða einstökum mótum á livesports.is.

Hér fyrir neðan má heyra spjall um Meistaradeildina úr Bítinu á Bylgjunni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×