Golden State aftur á sigurbraut | Korver með átta þrista Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 07:30 Korver fagnar með Tristan Thompson í nótt. Vísir/AP Golden State Warriors hafði í nótt betur gegn Chicago Bulls, 123-92, og komst þar með aftur á sigurbraut eftir óvænt tap gegn Sacramento um helgina. Golden State hefur náð að spila 138 leiki í röð í deildarkeppninni án þess að tapa tveimur í röð. Síðast gerðist það í apríl árið 2015. Kevin Durant átti slakan leik um helgina en hann bætti úr því með því að skora 22 stig í nótt, taka tíu fráköst, gefa sjö stoðsendingar og stela boltanum þrívegis. Klay Thompson skoraði 28 stig og setti niður sex þriggja stiga körfur en hann hélt upp á 27 ára afmælið sitt í gær. Robin Lopez skoraði sautján stig og var með tíu fráköst þar að auki fyrir Chicago. New York vann LA Clippers, 119-115. Blake Grivvin skoraði 32 stig fyrir Clippers og DeAndre Jordan 28 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. New York var þó með tíu stiga forystu í fjórða leikhluta en glutraði henni niður. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir New York og fékk tækifæri að jafna leikinn undir lokin er hann klikkaði á þriggja stiga skoti. Minnesota vann Toronto, 112-109, þar sem Andrew Wiggins var stigahæstur með 31 stig fyrir Minnesota en hann er uppalinn í Toronto. Tyus Jones skoraði sigurkörfu Minnesota í leiknum en Kyle Lowry fékk tækifæri til að jafna metin um leið og leiktíminn rann út. Skot hans geigaði. Cleveland hafði betur gegn Indiana, 132-117. Kyle Korver skoraði 29 stig en hann ssetti alls átta þriggja stiga körfur niður í leiknum í nótt. Allt annað er að sjá til Cleveland þessa dagana en liðið hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum eftir erfiðan janúarmánuð. LeBron James var með 25 stig, sex fráköst og níu stoðsendingar í leiknum í nótt. Kyrie Irving átti einnig góðan leik og skoraði 29 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt og má sjá úrslitin hér fyrir neðan. Cleveland og Boston eru í efstu tveimur sætum austurdeildarinnar en í vestrinu tróna sem fyrr Golden State og San Antonio á toppnum.Úrslit næturinnar: Philadelphia - San Antonio 103-111 Indiana - Cleveland 117-132 Brooklyn - Washington 110-114 Atlanta - Denver 117-106 Detroit - LA Lakers 121-102 Milwaukee - Miami 88-106 Memphis - Phoenix 110-91 New Orleans - Utah 94-127 Minnesota - Toronto 112-109 New York - LA Clippers 115-119 Golden State - Chicago 123-92 Sacramento - Boston 108-92 NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Golden State Warriors hafði í nótt betur gegn Chicago Bulls, 123-92, og komst þar með aftur á sigurbraut eftir óvænt tap gegn Sacramento um helgina. Golden State hefur náð að spila 138 leiki í röð í deildarkeppninni án þess að tapa tveimur í röð. Síðast gerðist það í apríl árið 2015. Kevin Durant átti slakan leik um helgina en hann bætti úr því með því að skora 22 stig í nótt, taka tíu fráköst, gefa sjö stoðsendingar og stela boltanum þrívegis. Klay Thompson skoraði 28 stig og setti niður sex þriggja stiga körfur en hann hélt upp á 27 ára afmælið sitt í gær. Robin Lopez skoraði sautján stig og var með tíu fráköst þar að auki fyrir Chicago. New York vann LA Clippers, 119-115. Blake Grivvin skoraði 32 stig fyrir Clippers og DeAndre Jordan 28 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. New York var þó með tíu stiga forystu í fjórða leikhluta en glutraði henni niður. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir New York og fékk tækifæri að jafna leikinn undir lokin er hann klikkaði á þriggja stiga skoti. Minnesota vann Toronto, 112-109, þar sem Andrew Wiggins var stigahæstur með 31 stig fyrir Minnesota en hann er uppalinn í Toronto. Tyus Jones skoraði sigurkörfu Minnesota í leiknum en Kyle Lowry fékk tækifæri til að jafna metin um leið og leiktíminn rann út. Skot hans geigaði. Cleveland hafði betur gegn Indiana, 132-117. Kyle Korver skoraði 29 stig en hann ssetti alls átta þriggja stiga körfur niður í leiknum í nótt. Allt annað er að sjá til Cleveland þessa dagana en liðið hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum eftir erfiðan janúarmánuð. LeBron James var með 25 stig, sex fráköst og níu stoðsendingar í leiknum í nótt. Kyrie Irving átti einnig góðan leik og skoraði 29 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt og má sjá úrslitin hér fyrir neðan. Cleveland og Boston eru í efstu tveimur sætum austurdeildarinnar en í vestrinu tróna sem fyrr Golden State og San Antonio á toppnum.Úrslit næturinnar: Philadelphia - San Antonio 103-111 Indiana - Cleveland 117-132 Brooklyn - Washington 110-114 Atlanta - Denver 117-106 Detroit - LA Lakers 121-102 Milwaukee - Miami 88-106 Memphis - Phoenix 110-91 New Orleans - Utah 94-127 Minnesota - Toronto 112-109 New York - LA Clippers 115-119 Golden State - Chicago 123-92 Sacramento - Boston 108-92
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira