Þökk fyrir Gylfa Logi Einarsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Maðurinn er félagsvera og sá magnaði hæfileiki að vinna saman og miðla þekkingu, innan og milli kynslóða, hefur skapað honum einstaka stöðu meðal dýra. Örlög flestra okkar er að leggja aðeins ofurlítið af mörkum. Við hverfum að lokum hljóðlítið á braut og gleymumst fljótt. Aðrir rísa upp úr mannhafinu og marka djúp spor í söguna; gera samfélagið betra og fegurra. Einn þeirra var Gylfi Þ. Gíslason, fv. formaður Alþýðuflokksins. Í dag hefði Gylfi orðið 100 ára en hann fæddist þann 7. febrúar 1917 en lést 18. ágúst árið 2004 tæplega 88 ára gamall. Gylfi hafði mikil áhrif á flest það fólk sem hann hitti og þau mál sem hann fjallaði um. Hann varð snemma baráttumaður fyrir jöfnuði og félagslegum umbótum og sagði fátækt og ömurlegar aðstæður fólks í kreppunni hafa gert hann að jafnaðarmanni. Gylfi var þó vel meðvitaður um það að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og manneskjan þarf líka á andlegri næringu að halda enda sjálfur ágætis tónskáld og píanóleikari. Gylfi var mikilsvirtur skólamaður, fræðimaður, þingmaður í 36 ár og ráðherra í 15 ár. Hann beitti sér fyrir frjálsum viðskiptum og opnari samskiptum við umheiminn, ekki síst með því að hafa forgöngu um afnám hafta og skömmtunarkerfis í Viðreisnarstjórninni. Síðar birtust sömu áherslur í baráttu hans fyrir inngöngu Íslands í EFTA. Á sviði menntamála stóð hann fyrir eflingu allra skólastiga og lögum um tónlistarskóla. Sá gríðarlegi kraftur og gæði sem eru í íslensku tónlistarlífi í dag eru ekki síst honum að þakka. Það væri því viðeigandi ef sönglagið Ég leitaði blárra blóma, eða eitthvað af hans fallegu verkum hljómuðu sem víðast í tónlistarskólum landsins í dag. Fyrir hönd Jafnaðarmannaflokks Íslands, Samfylkingarinnar, þakka ég forsjóninni fyrir að hafa falið Gylfa Þ. Gíslasyni þrotlausa baráttu fyrir betri, fallegri og innihaldsríkari heimi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Maðurinn er félagsvera og sá magnaði hæfileiki að vinna saman og miðla þekkingu, innan og milli kynslóða, hefur skapað honum einstaka stöðu meðal dýra. Örlög flestra okkar er að leggja aðeins ofurlítið af mörkum. Við hverfum að lokum hljóðlítið á braut og gleymumst fljótt. Aðrir rísa upp úr mannhafinu og marka djúp spor í söguna; gera samfélagið betra og fegurra. Einn þeirra var Gylfi Þ. Gíslason, fv. formaður Alþýðuflokksins. Í dag hefði Gylfi orðið 100 ára en hann fæddist þann 7. febrúar 1917 en lést 18. ágúst árið 2004 tæplega 88 ára gamall. Gylfi hafði mikil áhrif á flest það fólk sem hann hitti og þau mál sem hann fjallaði um. Hann varð snemma baráttumaður fyrir jöfnuði og félagslegum umbótum og sagði fátækt og ömurlegar aðstæður fólks í kreppunni hafa gert hann að jafnaðarmanni. Gylfi var þó vel meðvitaður um það að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og manneskjan þarf líka á andlegri næringu að halda enda sjálfur ágætis tónskáld og píanóleikari. Gylfi var mikilsvirtur skólamaður, fræðimaður, þingmaður í 36 ár og ráðherra í 15 ár. Hann beitti sér fyrir frjálsum viðskiptum og opnari samskiptum við umheiminn, ekki síst með því að hafa forgöngu um afnám hafta og skömmtunarkerfis í Viðreisnarstjórninni. Síðar birtust sömu áherslur í baráttu hans fyrir inngöngu Íslands í EFTA. Á sviði menntamála stóð hann fyrir eflingu allra skólastiga og lögum um tónlistarskóla. Sá gríðarlegi kraftur og gæði sem eru í íslensku tónlistarlífi í dag eru ekki síst honum að þakka. Það væri því viðeigandi ef sönglagið Ég leitaði blárra blóma, eða eitthvað af hans fallegu verkum hljómuðu sem víðast í tónlistarskólum landsins í dag. Fyrir hönd Jafnaðarmannaflokks Íslands, Samfylkingarinnar, þakka ég forsjóninni fyrir að hafa falið Gylfa Þ. Gíslasyni þrotlausa baráttu fyrir betri, fallegri og innihaldsríkari heimi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun