Körfubolti

Steph Curry var ekki sá eini í fjölskyldunni sem setti niður þrist í nótt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steph Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta undanfarin tvö tímabil, var sjóðheitur þegar Golden State Warriors vann öruggan sigur á Charlotte Hornets í nótt, 126-111.

Curry setti niður 11 þrista í leiknum og skoraði alls 39 stig. Curry var veikur í síðasta leik en mætti heldur betur ferskur til leiks í nótt.

Curry er ekki eina skyttan í ættinni en bróðir hans, Seth Curry, spilar með Dallas Mavericks og Dell Curry, faðir þeirra, var ein besta skytta NBA-deildarinnar á sínum tíma.

Dell var í stúkunni Oracle Arena í nótt og sýndi að hann hefur engu gleymt.

Í upphitun fyrir leikinn kastaði Steph boltanum til föður síns. Sá gamli lyfti sér upp í jakkafötunum og setti niður þrist, spjaldið og ofan í og eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.

Dell Curry spilaði í NBA á árunum 1986-2002. Lengst af lék hann með Charlotte Hornets. Hann var valinn sjötti maður ársins 1994.

Seth Curry lét ekki sitt eftir liggja og setti niður þrjá þrista í sigri Dallas á Philadelphia. Seth Curry skoraði alls 22 stig og var stigahæstur í liði Dallas og á vellinum.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×