Sýrlensku flóttafólki vegnar vel Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Langþreyttir flóttamenn hvíldu lúin bein við komuna til Íslands fyrir ári. vísir/stefán Sýrlensku flóttamönnunum 56 sem komu til Íslands í fyrra vegnar vel, að mati verkefnisstjóra sveitarfélaganna sem þeir komu til. Börnin sem voru 32 eru öll í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum en af þeim fullorðnu sem voru 24 eru fjórir komnir í fasta vinnu. Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri og ráðgjafi flóttamanna hjá Kópavogsbæ, segir fjórtán sýrlenska flóttamenn hafa komið til Kópavogs í fyrra, sex fullorðna og átta börn. „Það er enginn í fastri vinnu eins og er en nokkrir hafa farið í starfsþjálfun samhliða íslenskunámi. Það er bara einn sem talar ensku. Hann er með BA-próf í enskum bókmenntum. Skólaganga hinna er mislöng. Það er mjög erfitt að fá nám sem er ekki sambærilegt og hjá okkur metið og það er hvorki auðvelt fyrir þá sem tala bara arabísku að fara að vinna né vinnustaði að taka á móti þeim.“Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri hjá KópavogsbæÍslenskunámið gengur misvel hjá þeim fullorðnu. „Slíkt er mjög algengt þegar fólk hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þá er það ekki alveg móttækilegt fyrir nýju tungumáli. Börnunum gengur hins vegar vel að læra íslensku, þau hafa aðlagast vel og eignast vini,“ segir Margrét sem kveður foreldrana almennt tala um að þeir væru að koma til Íslands fyrir börnin sín. „Þeir vilja betra líf fyrir þau. Það skiptir þá máli að sjá að börnunum líður vel. Þeim þykir auðvitað vænt um landið sitt og væru örugglega þar ef ekki hefði komið stríð.“ Í fyrra komu 19 sýrlenskir flóttamenn til Hafnarfjarðar, níu fullorðnir og tíu börn. „Það er einn kominn í vinnu og annar er á leiðinni í vinnu. Við metum það svo að þetta hafi gengið vonum framar. Samvinnan við fólkið hefur verið góð. Flóttamennirnir hafa tekið þátt í aðlögunarferlinu og þeirri erfiðu vinnu sem felst í því að takast á við komuna hingað,“ segir Karen Theódórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Helga bætir því við að eðlilega séu þeir sem komu í október ekki komnir á vinnumarkað. Sýrlensku flóttamennirnir sem komu til Akureyrar í fyrra voru 23, þar af voru níu fullorðnir. Þrír þeirra eru komnir með fasta vinnu, að sögn Kristínar Sóleyjar Sigursveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Akureyrarbæ. Hún segir að tveir vinni við svipuð störf og þeir fengust við heima í Sýrlandi, það er við rafvirkjun og pípulagnir. „Ein kvennanna er í meistaranámi og önnur í vinnustaðaþjálfun. Í heildina vegnar flóttamönnunum vel en þetta gengur mishratt. Það hefur hver sinn hátt á að takast á við þetta. Krökkunum vegnar vel í skóla og þeir eru í tómstundum sem hefur mikið að segja.“ Kristín getur þess að þrír flóttamannanna tali þokkalega ensku en þeir sem eru eingöngu arabískumælandi hafi fyrstir fengið vinnu. „Þrír flóttamannanna eru með háskólamenntun og það er alþekkt að háskólamenntuðum gengur verr að fá vinnu við sitt hæfi þar sem menntun og reynsla er metin að fullu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira
Sýrlensku flóttamönnunum 56 sem komu til Íslands í fyrra vegnar vel, að mati verkefnisstjóra sveitarfélaganna sem þeir komu til. Börnin sem voru 32 eru öll í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum en af þeim fullorðnu sem voru 24 eru fjórir komnir í fasta vinnu. Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri og ráðgjafi flóttamanna hjá Kópavogsbæ, segir fjórtán sýrlenska flóttamenn hafa komið til Kópavogs í fyrra, sex fullorðna og átta börn. „Það er enginn í fastri vinnu eins og er en nokkrir hafa farið í starfsþjálfun samhliða íslenskunámi. Það er bara einn sem talar ensku. Hann er með BA-próf í enskum bókmenntum. Skólaganga hinna er mislöng. Það er mjög erfitt að fá nám sem er ekki sambærilegt og hjá okkur metið og það er hvorki auðvelt fyrir þá sem tala bara arabísku að fara að vinna né vinnustaði að taka á móti þeim.“Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri hjá KópavogsbæÍslenskunámið gengur misvel hjá þeim fullorðnu. „Slíkt er mjög algengt þegar fólk hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þá er það ekki alveg móttækilegt fyrir nýju tungumáli. Börnunum gengur hins vegar vel að læra íslensku, þau hafa aðlagast vel og eignast vini,“ segir Margrét sem kveður foreldrana almennt tala um að þeir væru að koma til Íslands fyrir börnin sín. „Þeir vilja betra líf fyrir þau. Það skiptir þá máli að sjá að börnunum líður vel. Þeim þykir auðvitað vænt um landið sitt og væru örugglega þar ef ekki hefði komið stríð.“ Í fyrra komu 19 sýrlenskir flóttamenn til Hafnarfjarðar, níu fullorðnir og tíu börn. „Það er einn kominn í vinnu og annar er á leiðinni í vinnu. Við metum það svo að þetta hafi gengið vonum framar. Samvinnan við fólkið hefur verið góð. Flóttamennirnir hafa tekið þátt í aðlögunarferlinu og þeirri erfiðu vinnu sem felst í því að takast á við komuna hingað,“ segir Karen Theódórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Helga bætir því við að eðlilega séu þeir sem komu í október ekki komnir á vinnumarkað. Sýrlensku flóttamennirnir sem komu til Akureyrar í fyrra voru 23, þar af voru níu fullorðnir. Þrír þeirra eru komnir með fasta vinnu, að sögn Kristínar Sóleyjar Sigursveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Akureyrarbæ. Hún segir að tveir vinni við svipuð störf og þeir fengust við heima í Sýrlandi, það er við rafvirkjun og pípulagnir. „Ein kvennanna er í meistaranámi og önnur í vinnustaðaþjálfun. Í heildina vegnar flóttamönnunum vel en þetta gengur mishratt. Það hefur hver sinn hátt á að takast á við þetta. Krökkunum vegnar vel í skóla og þeir eru í tómstundum sem hefur mikið að segja.“ Kristín getur þess að þrír flóttamannanna tali þokkalega ensku en þeir sem eru eingöngu arabískumælandi hafi fyrstir fengið vinnu. „Þrír flóttamannanna eru með háskólamenntun og það er alþekkt að háskólamenntuðum gengur verr að fá vinnu við sitt hæfi þar sem menntun og reynsla er metin að fullu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira