Isaiah Thomas er bara 175 sentímetrar á hæð og er því með minnstu leikmönnum NBA-deildarinnar þar sem stærsti hluti leikmanna eru tveir metrar eða hærri.
Isaiah Thomas nýtir sér sentímetraleysið og lágan þyngdarpunkt á snilldarhátt og það hraði hans og sprengikraftur hans kemur flestum leikmönnum í vandræði.
Isaiah Thomas hefur skorað 29,4 stig að meðaltali í fyrstu 44 leikjum sínum á þessu tímabili sem er mun meira en í fyrra þegar hann skoraði 22,2 stig í leik. Þrátt fyrir að hækka sig um sjö stig í leik þá er hann einnig að gefa fleiri stoðsendingar eða 6,4 í leik á móti 6,2 í fyrra.
Tölfræðin sem hefur þó vakið mesta athygli er stigaskor hans í fjórða leikhlutanum, leikhlutanum þar sem úrslitin vanalega ráðast.
Isaiah Thomas hefur nefnilega skorað 10,3 stig að meðaltali í leik í lokaleikhlutanum og getur orðið fyrsti maðurinn á síðustu tuttugu árum sem nær að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta.
Isaiah Thomas hefur fjórum sinnum skorað meira en 20 stig í fjórða leikhluta en enginn leikmaður hefur náð því oftar en einu sinni. Thomas hefur ennfremur níu sinnum skorað fimmtán stig eða meira í fjórða leikhluta.
Isaiah Thomas er með hærri meðalskor í fjórða leikhluta en þegar Kobe Bryant og LeBron James voru upp á sitt besta. Kobe og LeBron voru þekktir fyrir að taka leikina yfir í lokin en þeir náðu þó aldrei að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta.
Reyndar eru tveir leikmenn á þessu tímabili meðal fjögurra efstu því Russell Westbrook er þar í 3. sætinu.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða fjórir leikmenn hafa skorað flest stig að meðaltali í fjórða leikhluta á einu tímabili á undanförnum tuttugu árum.
Flest stig að meðaltali á einu tímabili í fjórða leikhluta:
(Undanfarin tuttugu ár)
1. Isaiah Thomas - 10,3 stig í leik (2016/17)
2. Kobe Bryant - 9,5 (2005/06)
3. Russell Westbrook - 9,4 (2016/17)
4. LeBron James - 9,1 20
Frammistaða Isaiah Thomas í janúar var líka söguleg því hann komst þar í hóp þeirra sem hafa skorað flest stig að meðaltali í leik í einum mánuði. Aðeins Paul Pierce (1 sinni) og Larry Bird (2 sinnum) hafa skorað fleiri stig að meðaltali í einum mánuði en það má sjá topplistann hér fyrir neðan.
Isaiah Thomas averaged 32.9 PPG in January, the fourth-most in a month in @celtics history. pic.twitter.com/L8kDmXAXhS
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 31, 2017