Orð og efndir Ingimar Einarsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Á síðustu árum hefur verið fróðlegt að fylgjast með yfirlýsingum stjórnvalda um nauðsyn þess að efla heilbrigðisþjónustuna og byggja upp og styrkja alla meginþætti hennar, einkum og sér í lagi heilsugæslu, öldrunarþjónustu og sjúkrahúsþjónustu. En þrátt fyrir góðan hug virðist, hin síðari ár, sem ráðandi meirihluta hverju sinni sé fyrirmunað að fjármagna og hrinda í framkvæmd aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að byggja upp nútíma heilbrigðiskerfi.Heilbrigðismál í forgang Engu að síður var það mikið gleðiefni þegar spurðist í byrjun árs að ný ríkisstjórn ætlaði að setja heilbrigðismál í forgang. Í stefnuyfirlýsingu hennar er því heitið að örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, skyldi verða forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut skyldi hraðað og byggingu meðferðarkjarna lokið árið 2023, eða eftir sex ár. Það voru þó engin ný tíðindi því í viðtali við Morgunblaðið 27. apríl 2016 hafði Gunnar Svavarsson, stjórnarformaður Nýs Landspítala ohf., lýst því yfir að nýr meðferðarkjarni yrði tilbúinn 2023.Óskhyggja Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem gefnar eru út yfirlýsingar um eflingu heilbrigðiskerfisins á liðnum árum. Í tengslum við gerð kjarasamninga við lækna þann 8. janúar 2015 undirrituðu þrír ráðherrar og forsvarsmenn Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands yfirlýsingu um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Þetta samkomulag nær m.a. til byggingar nýs Landspítala, markvissrar endurnýjunar tækjabúnaðar, aukinna fjárveitinga, meiri skilvirkni, vaxandi samvinnu, markvissari verkaskiptingar og aukinnar samkeppnishæfni íslenska heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið gert, hafa fjárframlög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu nánast staðið í stað frá þeim tíma. Því má spyrja hvort hér hafi óskhyggja ráðið meiru um för en ásetningur um markvissar aðgerðir til að styrkja heilbrigðisþjónustuna.Undirskriftasöfnun Það kom því ekki á óvart að þegar á árinu 2016 skyldu þekktir einstaklingar ráðast í undirskriftasöfnun undir heitinu „Endurreisum heilbrigðiskerfið“. Alls skrifuðu 86.761 manns undir yfirlýsingu þar sem þess var krafist að hlutdeild heilbrigðisþjónustu í landsframleiðslu hækkaði úr 8,7% í 11% eða um 50 milljarða króna og yrði þannig sambærilegt við það sem best gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Í framhaldinu urðu heilbrigðismál síðan aðalmál kosningabaráttunnar haustið 2016. Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun 2017-2021 er þó ekki við því að búast að fjárframlög til heilbrigðisþjónustunnar muni aukast um meira en 30 milljarða á þessu fimm ára tímabili. Í byrjun næsta áratugar mun því miðað við ofangreindar forsendur vanta 20 milljarða króna inn í rekstur heilbrigðiskerfisins.Fjármögnun ekkert vandamál Á sama tíma og öll tormerki eru talin vera á því að ráðast í uppbyggingu eða endurreisn heilbrigðiskerfisins á nokkrum árum, hefur verið bent á skuldabréfafjármögnun sem vænlega leið. Á fundi sem Félag atvinnurekenda stóð fyrir í byrjun ársins 2016 var fullyrt að auðveldlega mætti fjármagna byggingu Landspítalans með skuldabréfaútboði, a.m.k. að hluta til. Skuldastaða ríkisins færi batnandi með niðurgreiðslu lána og þar með lækkaði sömuleiðis vaxtakostnaður og svigrúm til nýrra framkvæmda ykist. Fjármögnun nýs Landspítala væri ekkert vandamál.Stöðugleikaframlag Stöðugleikaskilyrði, stöðugleikaframlag og stöðugleikaskattur hafa mikið verið til umræðu í tengslum við uppgjör við slitabú föllnu viðskiptabankanna og losun gjaldeyrishafta. Sáu flestir fyrir sér að afraksturinn, hvort sem væri í mynd stöðugleikaframlags eða stöðugleikaskatts, yrði nýttur til að styrkja sérstaklega heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og samgöngukerfi landsins. Á haustdögum 2016 kom fram að þær greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna væru um 491 milljarður og gætu farið í 599 milljarða ef virði eigna hækkaði, auk annarra ráðstafana. Stöðugleikaframlag Glitnis er 229 milljarðar, Kaupþings 127 milljarðar og Gamla Landsbankans 23 milljarðar.Ráðstöfun eigna Komið hefur verið á fót einkahlutafélaginu Lindarhvol ehf. sem annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig þessum eignum verður ráðstafað. Danir völdu á sínum tíma að stofna sérstakan sjóð (Kvalitetsfonden) til að fjármagna megnið af uppbyggingu nýs sjúkrahúsakerfis. Íslensk stjórnvöld hafa aftur á móti lagt áherslu á að borga niður skuldir en spurningin er hvort ekki sé nú einnig svigrúm til að styrkja innviði heilbrigðis- og velferðarkerfisins og standa við þau fyrirheit sem allir stjórnmálaflokkar fylktu sér um í kosningabaráttunni haustið 2016. Enn fremur er ekki ólíklegt að draga megi einhverja lærdóma af reynslu Dana og annarra nágrannaþjóða okkar í þessum efnum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið fróðlegt að fylgjast með yfirlýsingum stjórnvalda um nauðsyn þess að efla heilbrigðisþjónustuna og byggja upp og styrkja alla meginþætti hennar, einkum og sér í lagi heilsugæslu, öldrunarþjónustu og sjúkrahúsþjónustu. En þrátt fyrir góðan hug virðist, hin síðari ár, sem ráðandi meirihluta hverju sinni sé fyrirmunað að fjármagna og hrinda í framkvæmd aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að byggja upp nútíma heilbrigðiskerfi.Heilbrigðismál í forgang Engu að síður var það mikið gleðiefni þegar spurðist í byrjun árs að ný ríkisstjórn ætlaði að setja heilbrigðismál í forgang. Í stefnuyfirlýsingu hennar er því heitið að örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, skyldi verða forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut skyldi hraðað og byggingu meðferðarkjarna lokið árið 2023, eða eftir sex ár. Það voru þó engin ný tíðindi því í viðtali við Morgunblaðið 27. apríl 2016 hafði Gunnar Svavarsson, stjórnarformaður Nýs Landspítala ohf., lýst því yfir að nýr meðferðarkjarni yrði tilbúinn 2023.Óskhyggja Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem gefnar eru út yfirlýsingar um eflingu heilbrigðiskerfisins á liðnum árum. Í tengslum við gerð kjarasamninga við lækna þann 8. janúar 2015 undirrituðu þrír ráðherrar og forsvarsmenn Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands yfirlýsingu um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Þetta samkomulag nær m.a. til byggingar nýs Landspítala, markvissrar endurnýjunar tækjabúnaðar, aukinna fjárveitinga, meiri skilvirkni, vaxandi samvinnu, markvissari verkaskiptingar og aukinnar samkeppnishæfni íslenska heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið gert, hafa fjárframlög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu nánast staðið í stað frá þeim tíma. Því má spyrja hvort hér hafi óskhyggja ráðið meiru um för en ásetningur um markvissar aðgerðir til að styrkja heilbrigðisþjónustuna.Undirskriftasöfnun Það kom því ekki á óvart að þegar á árinu 2016 skyldu þekktir einstaklingar ráðast í undirskriftasöfnun undir heitinu „Endurreisum heilbrigðiskerfið“. Alls skrifuðu 86.761 manns undir yfirlýsingu þar sem þess var krafist að hlutdeild heilbrigðisþjónustu í landsframleiðslu hækkaði úr 8,7% í 11% eða um 50 milljarða króna og yrði þannig sambærilegt við það sem best gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Í framhaldinu urðu heilbrigðismál síðan aðalmál kosningabaráttunnar haustið 2016. Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun 2017-2021 er þó ekki við því að búast að fjárframlög til heilbrigðisþjónustunnar muni aukast um meira en 30 milljarða á þessu fimm ára tímabili. Í byrjun næsta áratugar mun því miðað við ofangreindar forsendur vanta 20 milljarða króna inn í rekstur heilbrigðiskerfisins.Fjármögnun ekkert vandamál Á sama tíma og öll tormerki eru talin vera á því að ráðast í uppbyggingu eða endurreisn heilbrigðiskerfisins á nokkrum árum, hefur verið bent á skuldabréfafjármögnun sem vænlega leið. Á fundi sem Félag atvinnurekenda stóð fyrir í byrjun ársins 2016 var fullyrt að auðveldlega mætti fjármagna byggingu Landspítalans með skuldabréfaútboði, a.m.k. að hluta til. Skuldastaða ríkisins færi batnandi með niðurgreiðslu lána og þar með lækkaði sömuleiðis vaxtakostnaður og svigrúm til nýrra framkvæmda ykist. Fjármögnun nýs Landspítala væri ekkert vandamál.Stöðugleikaframlag Stöðugleikaskilyrði, stöðugleikaframlag og stöðugleikaskattur hafa mikið verið til umræðu í tengslum við uppgjör við slitabú föllnu viðskiptabankanna og losun gjaldeyrishafta. Sáu flestir fyrir sér að afraksturinn, hvort sem væri í mynd stöðugleikaframlags eða stöðugleikaskatts, yrði nýttur til að styrkja sérstaklega heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og samgöngukerfi landsins. Á haustdögum 2016 kom fram að þær greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna væru um 491 milljarður og gætu farið í 599 milljarða ef virði eigna hækkaði, auk annarra ráðstafana. Stöðugleikaframlag Glitnis er 229 milljarðar, Kaupþings 127 milljarðar og Gamla Landsbankans 23 milljarðar.Ráðstöfun eigna Komið hefur verið á fót einkahlutafélaginu Lindarhvol ehf. sem annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig þessum eignum verður ráðstafað. Danir völdu á sínum tíma að stofna sérstakan sjóð (Kvalitetsfonden) til að fjármagna megnið af uppbyggingu nýs sjúkrahúsakerfis. Íslensk stjórnvöld hafa aftur á móti lagt áherslu á að borga niður skuldir en spurningin er hvort ekki sé nú einnig svigrúm til að styrkja innviði heilbrigðis- og velferðarkerfisins og standa við þau fyrirheit sem allir stjórnmálaflokkar fylktu sér um í kosningabaráttunni haustið 2016. Enn fremur er ekki ólíklegt að draga megi einhverja lærdóma af reynslu Dana og annarra nágrannaþjóða okkar í þessum efnum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun