Sá litli er að gera hluti sem hafa ekki sést áður hjá Boston Celtics Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 14:45 Isaiah Thomas er ekki hár í loftinu. Hér er hann að reyna að stoppa Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Isaiah Thomas bætti tvö eldgömul met hjá Boston Celtics í nótt en þessi snaggaralegi bakvörður hefur farið á kostum með sigursælasta NBA-liði sögunnar. Eftir sautján meistaratitla og endalaust af mögnuðum körfuboltamönnum í gegnum tíðina er það morgunljóst að það er ekkert auðvelt að slá félagsmet hjá Boston liðinu. Frammistaða Isaiah Thomas í vetur er hinsvegar orðinn söguleg hjá þessu sögulega félagi. Isaiah Thomas skoraði 29 stig í nótt og var þetta 41. tuttugu stiga leikur hans í röð. Hann sló þar með met John Havlicek frá 1971-72 tímabilinu. Havlicek átti því metið í 45 ár. Isaiah Thomas tók líka annað met af John Havlicek í gær. Thomas er með 29,9 stig að meðaltali nú þegar deildin er komin í stutt frí vegna Stjörnuleikshátíðarinnar. Havlicek skoraði 29,2 stig að meðaltali í leikjum sínum með Boston Celtic fyrir Stjörnuleikinn 1971. Larry Bird komst næst því að bæta það tímabilið 1987-88 þegar hann skoraði 28,6 stig að meðaltali í leikjum Boston Celtics fyrir Stjörnuleikinn. Isaiah Thomas er 28 ára gamall en hann var valinn sextugasti af Sacramento Kings í nýliðavalinu 2011. Það þýðir liðin sem völdu á undan Sacramento álitu að 59 leikmenn væru betri en hann í þessu nýliðavali. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Það var hæðin, 175 sentímetrar, sem var örugglega að trufla marga. Thomas kom til Boston í febrúar 2015 eftir skipti við Phoenix Suns. Það var ljóst frá byrjun að þarna var hann kominn í lið sem hentaði honum vel. Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skorað fleiri stig en nokkur annar leikmaður NBA-deildarinnar.Isaiah Thomas has the highest scoring average at the All-Star break by a Celtics player in team history pic.twitter.com/zSjmQ4JGsI— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017 Move over, John Havlicek, Isaiah Thomas has the longest 20-point streak in Celtics history (via @EliasSports) pic.twitter.com/TJQNdegSQM— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017 NBA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira
Isaiah Thomas bætti tvö eldgömul met hjá Boston Celtics í nótt en þessi snaggaralegi bakvörður hefur farið á kostum með sigursælasta NBA-liði sögunnar. Eftir sautján meistaratitla og endalaust af mögnuðum körfuboltamönnum í gegnum tíðina er það morgunljóst að það er ekkert auðvelt að slá félagsmet hjá Boston liðinu. Frammistaða Isaiah Thomas í vetur er hinsvegar orðinn söguleg hjá þessu sögulega félagi. Isaiah Thomas skoraði 29 stig í nótt og var þetta 41. tuttugu stiga leikur hans í röð. Hann sló þar með met John Havlicek frá 1971-72 tímabilinu. Havlicek átti því metið í 45 ár. Isaiah Thomas tók líka annað met af John Havlicek í gær. Thomas er með 29,9 stig að meðaltali nú þegar deildin er komin í stutt frí vegna Stjörnuleikshátíðarinnar. Havlicek skoraði 29,2 stig að meðaltali í leikjum sínum með Boston Celtic fyrir Stjörnuleikinn 1971. Larry Bird komst næst því að bæta það tímabilið 1987-88 þegar hann skoraði 28,6 stig að meðaltali í leikjum Boston Celtics fyrir Stjörnuleikinn. Isaiah Thomas er 28 ára gamall en hann var valinn sextugasti af Sacramento Kings í nýliðavalinu 2011. Það þýðir liðin sem völdu á undan Sacramento álitu að 59 leikmenn væru betri en hann í þessu nýliðavali. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Það var hæðin, 175 sentímetrar, sem var örugglega að trufla marga. Thomas kom til Boston í febrúar 2015 eftir skipti við Phoenix Suns. Það var ljóst frá byrjun að þarna var hann kominn í lið sem hentaði honum vel. Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skorað fleiri stig en nokkur annar leikmaður NBA-deildarinnar.Isaiah Thomas has the highest scoring average at the All-Star break by a Celtics player in team history pic.twitter.com/zSjmQ4JGsI— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017 Move over, John Havlicek, Isaiah Thomas has the longest 20-point streak in Celtics history (via @EliasSports) pic.twitter.com/TJQNdegSQM— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017
NBA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira