Aðeins tveir úr silfurliði Íslands á ÓL í úrvalsliði Íslands í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 08:45 Ísland fagnar silfurverðlaunum á ÓL 2008. Vísir/AFP Fjórir af átta leikmönnum í úrvalsliði handboltasögunnar á Íslandi voru fastamenn í liði Bogdan Kowalczyk á níunda áratugnum. Aðeins tveir úr silfurliðinu frá Peking komst hinsvegar í liðið. Úrvalslið Íslands í handbolta karla frá upphafi handboltans til dagsins í dag hefur verið valið en Morgunblaðið fékk fólk úr handboltahreyfingunni til að velja bestu handboltamenn allra tíma á Íslandi. Kristján Jónsson hélt utan um valið og segir frá úrvalsliðinu í Morgunblaðinu í dag. Framtakið er til fyrirmyndar en í gær var tilkynnt hverjar voru í úrvalsliði kvenna. Það eru aðeins Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson, tveir langmarkahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi, sem komast í úrvalsliðið af leikmönnunum sem komu Íslandi í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Það er ljóst að það er ekkert auðvelt að gera upp á milli margra þeirra frábæru handboltamanna sem spilað hafa fyrir Ísland í gegnum tíðina. Það er nefnilega svo sannarlega nóg að taka. Liðið undir stjórn Bogdan Kowalczyk kom Íslandi aftur í hóp bestu landsliða heims á níunda áratugnum og þeir Alfreð Gíslason. Kristján Árason, Einar Þorvarðarson og Þorgils Óttar Matthiesen voru allir lykilmenn í því liði. Valdimar Grímsson, sem komst einnig í úrvalsliðið, spilaði einnig mikið með Bogdan-liðinu undir það síðasta þótt að blómatími hans með landsliðinu hafi verið eftir að Bogdan hætti. Snorri Steinn Guðjónsson, markahæsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins frá upphafi og fastamaður í liðinu sem vann silfur í Peking og brons á EM í Austurríki virðist hafa verið langt frá því að komast í úrvalsliðið. Snorri Steinn var í úrvalsliði Ólympíuleikanna 2008 og stýrði sóknarleik landsliðsins í um tíu ár. Aron Pálmarsson, sem hefur að mestu spilað sem vinstri skytta með landsliðinu en leikstjórnandi með sínum félagsliðum, er í stöðu leikstjórnanda í úrvalsliðinu og Dagur Sigurðsson og Geir Hallsteinsson voru síðan næstir inn samkvæmt greininni í Morgunblaðinu í dag. Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson eru dæmi um tvo aðra leikmenn úr silfurliðinu sem gerðu tilkall til sætis í úrvalsliðinu en þeir voru frábærir með íslenska landsliðinu á bestu árum þess á milli 2007 og 2012. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fengu reyndar næstum því fullt hús því 41 af 42 álitsgjöfum Morgunblaðsins völdu þá í liðið. Þeir eru glæsilegir fulltrúar silfurliðsins í úrvalsliðinu.Úrvalsliðið: Markvörður: Einar Þorvarðarson Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson Vinstri skytta: Alfreð Gíslason Leikstjórnandi: Aron Pálmarsson Hægri skytta: Ólafur Stefánsson Hægra horn: Valdimar Grímsson Línumaður: Þorgils Óttar Matthiesen Varnarmaður: Kristján ArasonNæstir því að komast inn samkvæmt upptalinu í grein Morgunblaðsins: Dagur Sigurðsson, leikstjórnandi Geir Hallsteinsson, leikstjórnandi eða skytta Alexander Petersson, hægri skytta Geir Sveinsson, línumaður Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00 Kveður eftir 15 ára feril Geir Sveinsson valdi í gær 28 manna hóp sem hefur undirbúning fyrir HM í Frakklandi í lok desember. Róbert Gunnarsson er hættur að spila fyrir Ísland. 13. desember 2016 06:00 Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00 Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Fjórir af átta leikmönnum í úrvalsliði handboltasögunnar á Íslandi voru fastamenn í liði Bogdan Kowalczyk á níunda áratugnum. Aðeins tveir úr silfurliðinu frá Peking komst hinsvegar í liðið. Úrvalslið Íslands í handbolta karla frá upphafi handboltans til dagsins í dag hefur verið valið en Morgunblaðið fékk fólk úr handboltahreyfingunni til að velja bestu handboltamenn allra tíma á Íslandi. Kristján Jónsson hélt utan um valið og segir frá úrvalsliðinu í Morgunblaðinu í dag. Framtakið er til fyrirmyndar en í gær var tilkynnt hverjar voru í úrvalsliði kvenna. Það eru aðeins Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson, tveir langmarkahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi, sem komast í úrvalsliðið af leikmönnunum sem komu Íslandi í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Það er ljóst að það er ekkert auðvelt að gera upp á milli margra þeirra frábæru handboltamanna sem spilað hafa fyrir Ísland í gegnum tíðina. Það er nefnilega svo sannarlega nóg að taka. Liðið undir stjórn Bogdan Kowalczyk kom Íslandi aftur í hóp bestu landsliða heims á níunda áratugnum og þeir Alfreð Gíslason. Kristján Árason, Einar Þorvarðarson og Þorgils Óttar Matthiesen voru allir lykilmenn í því liði. Valdimar Grímsson, sem komst einnig í úrvalsliðið, spilaði einnig mikið með Bogdan-liðinu undir það síðasta þótt að blómatími hans með landsliðinu hafi verið eftir að Bogdan hætti. Snorri Steinn Guðjónsson, markahæsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins frá upphafi og fastamaður í liðinu sem vann silfur í Peking og brons á EM í Austurríki virðist hafa verið langt frá því að komast í úrvalsliðið. Snorri Steinn var í úrvalsliði Ólympíuleikanna 2008 og stýrði sóknarleik landsliðsins í um tíu ár. Aron Pálmarsson, sem hefur að mestu spilað sem vinstri skytta með landsliðinu en leikstjórnandi með sínum félagsliðum, er í stöðu leikstjórnanda í úrvalsliðinu og Dagur Sigurðsson og Geir Hallsteinsson voru síðan næstir inn samkvæmt greininni í Morgunblaðinu í dag. Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson eru dæmi um tvo aðra leikmenn úr silfurliðinu sem gerðu tilkall til sætis í úrvalsliðinu en þeir voru frábærir með íslenska landsliðinu á bestu árum þess á milli 2007 og 2012. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fengu reyndar næstum því fullt hús því 41 af 42 álitsgjöfum Morgunblaðsins völdu þá í liðið. Þeir eru glæsilegir fulltrúar silfurliðsins í úrvalsliðinu.Úrvalsliðið: Markvörður: Einar Þorvarðarson Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson Vinstri skytta: Alfreð Gíslason Leikstjórnandi: Aron Pálmarsson Hægri skytta: Ólafur Stefánsson Hægra horn: Valdimar Grímsson Línumaður: Þorgils Óttar Matthiesen Varnarmaður: Kristján ArasonNæstir því að komast inn samkvæmt upptalinu í grein Morgunblaðsins: Dagur Sigurðsson, leikstjórnandi Geir Hallsteinsson, leikstjórnandi eða skytta Alexander Petersson, hægri skytta Geir Sveinsson, línumaður Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00 Kveður eftir 15 ára feril Geir Sveinsson valdi í gær 28 manna hóp sem hefur undirbúning fyrir HM í Frakklandi í lok desember. Róbert Gunnarsson er hættur að spila fyrir Ísland. 13. desember 2016 06:00 Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00 Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30
Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00
Kveður eftir 15 ára feril Geir Sveinsson valdi í gær 28 manna hóp sem hefur undirbúning fyrir HM í Frakklandi í lok desember. Róbert Gunnarsson er hættur að spila fyrir Ísland. 13. desember 2016 06:00
Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00
Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00
Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn