Mikill viðbúnaðar var á Keflavíkurflugvelli á þriðja tímanum í dag þegar lenda þurfti skyndilega lítilli kennslu flugvél. Tveir voru í vélinni sem höfðu fundið reykjarlykt á meðan þeir voru á flugi yfir Garðskaga.
Vélinni var lent stuttu síðar, klukkan 14:17, heilu á höldnu. Við skoðun á vélinni eftir lendingu fannst ekkert athugavert við vélina og var allt neyðarástand afturkallað. Öryggisins vegna voru þó brunavarnir Suðurnesja kallaðar til.
Mikill viðbúnaður þegar lítilli kennsluflugvél var lent skyndilega
Birgir Olgeirsson skrifar