Sjáðu svakalegt rothögg hjá Jouban Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 12:45 Jouban fagnar sigri á Richard Walsh fyrir tveimur árum. Vísir/AFP Alan Jouban verður næsti andstæðingur Gunnars Nelson eins og tilkynnt var í gær en þessi 35 ára Bandaríkjamaður er margreyndur bardagakappi. „Hann er í grunninn Thai-boxari og með brúnt belti í jiu jitsu. Hann er mjög góður og hefur unnið síðustu þrjá bardaga. Það er ekki hægt að líta framhjá svona manni,“ sagði Gunnar í samtali við íþróttadeild í gær um andstæðing sinn. Gunnar segir að sérfræðingar telja sjálfsagt að hann eigi að vinna sigur á Jouban en Gunnar ítrekar að hann beri virðingu fyrir öllum andstæðingum. „Allir bardagamenn eru hættulegir á sinn hátt og hafa sína sérstöðu. Það kemur svo bara í ljós hvernig það verður þegar maður stígur inn í hringinn.“ Jouban gerðist atvinnumaður í MMA árið 2010, þá 29 ára. Hann fór í gegnum nokkur minni bardagasambönd áður en hann fékk samning hjá UFC árið 2014. Hann byrjaði með stæl, vann Seth Baczynski á rothöggi í fyrstu lotu og fékk verðlaun fyrir besta bardaga kvöldsins. Jouban tapaði næsta bardaga, fyrir Warlley Alves á dómaraúrskurði en hefur síðan þá unnið fimm af sex UFC-bardögum sínum. Eina tapið kom gegn Rússanum Albert Tumenov á UFC 192 árið 2015 á tæknilegu rothöggi. Gunnar vann einmitt sigur á Tumenov í síðasta bardaga sínum, þegar þeir mættust í Rotterdam í maí á síðasta ári. Það er því afar óvenjulegt að Gunnar skuli nú berjast við mann sem tapaði fyrir síðasta andstæðingi hans en eins og Gunnar útskýrði sjálfur þá tókst ekki að fá bardaga gegn manni sem er á meðal tíu bestu á styrkleikalista UFC í veltivigt. Sjá einnig: Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Jouban hefur sjaldan verið í sviðsljósinu og mun í fyrsta sinn eiga einn aðalbardaga kvöldsins þegar hann mætir Gunnari í Lundúnum í næsta mánuði. Fyrir tveimur árum vann hann Richard Walsh á rothöggi í fyrstu umferð á UFC 184 í Los Angeles og má sjá upptöku af þeim bardaga hér fyrir neðan, í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45 Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00 Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Alan Jouban verður næsti andstæðingur Gunnars Nelson eins og tilkynnt var í gær en þessi 35 ára Bandaríkjamaður er margreyndur bardagakappi. „Hann er í grunninn Thai-boxari og með brúnt belti í jiu jitsu. Hann er mjög góður og hefur unnið síðustu þrjá bardaga. Það er ekki hægt að líta framhjá svona manni,“ sagði Gunnar í samtali við íþróttadeild í gær um andstæðing sinn. Gunnar segir að sérfræðingar telja sjálfsagt að hann eigi að vinna sigur á Jouban en Gunnar ítrekar að hann beri virðingu fyrir öllum andstæðingum. „Allir bardagamenn eru hættulegir á sinn hátt og hafa sína sérstöðu. Það kemur svo bara í ljós hvernig það verður þegar maður stígur inn í hringinn.“ Jouban gerðist atvinnumaður í MMA árið 2010, þá 29 ára. Hann fór í gegnum nokkur minni bardagasambönd áður en hann fékk samning hjá UFC árið 2014. Hann byrjaði með stæl, vann Seth Baczynski á rothöggi í fyrstu lotu og fékk verðlaun fyrir besta bardaga kvöldsins. Jouban tapaði næsta bardaga, fyrir Warlley Alves á dómaraúrskurði en hefur síðan þá unnið fimm af sex UFC-bardögum sínum. Eina tapið kom gegn Rússanum Albert Tumenov á UFC 192 árið 2015 á tæknilegu rothöggi. Gunnar vann einmitt sigur á Tumenov í síðasta bardaga sínum, þegar þeir mættust í Rotterdam í maí á síðasta ári. Það er því afar óvenjulegt að Gunnar skuli nú berjast við mann sem tapaði fyrir síðasta andstæðingi hans en eins og Gunnar útskýrði sjálfur þá tókst ekki að fá bardaga gegn manni sem er á meðal tíu bestu á styrkleikalista UFC í veltivigt. Sjá einnig: Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Jouban hefur sjaldan verið í sviðsljósinu og mun í fyrsta sinn eiga einn aðalbardaga kvöldsins þegar hann mætir Gunnari í Lundúnum í næsta mánuði. Fyrir tveimur árum vann hann Richard Walsh á rothöggi í fyrstu umferð á UFC 184 í Los Angeles og má sjá upptöku af þeim bardaga hér fyrir neðan, í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45 Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00 Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20
Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45
Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00
Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00