Enginn í NBA-sögunni hefur grillað gömlu félagana eins og KD Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 09:30 Kevin Durant. Vísir/AP Kevin Durant lék með liði Oklahoma City Thunder í níu NBA-tímabil og afrekaði næstum því allt með liðinu nema að verða NBA-meistari. Nú hefur hann endurskrifað NBA-söguna með framgöngu sinni í leikjum á móti Oklahoma City Thunder. Hann varð fjórum sinnum stigakóngur NBA-deildinnar sem leikmaður Oklahoma City Thunder, valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 2013-14, komst fjórum sinnum í úrslit Vesturdeildarinnar og einu sinni alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Síðasta sumar ákvað Durant hinsvegar að yfirgefa félagið og semja við Golden State Warriors við litlar vinsældir hjá íbúum Oklahoma City og stuðningsmönnum Thunder-liðsins. Þeir brenndu búninginn hans og hafa púað á hann við hvert tækifæri. Nú er Kevin Durant búinn að mæta sínum gömlu félögum í Oklahoma City Thunder þrisvar sinnum á tímabilinu og með frábærri frammistöðu sinni hefur hann afrekað eitthvað sem engum NBA-leikmanni hafði tekist áður á móti sínu gamla félagi. Kevin Durant hefur skorað 39, 40 og 34 stig í leikjunum þremur og Golden State Warriors hefur unnið þá með 26, 21 og 26 stigum. Hann er sá fyrsti í sögu NBA-deildarinnar til að skora 30 stig eða meira og fagna sigri í þremur fyrstu leikjum sínum á móti sínu gamla félagi. Kareem Abdul-Jabbar (1975-1976) og Allen Iverson (2007-2008) skoruðu báðir yfir 30 stig í fyrstu þremur leikjum sínum á móti sínu gamla félagi en fögnuðu ekki sigri í þeim öllum. Abdul-Jabbar var þar að spila með Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks (30 stig, 30 stig, 35 stig - 2 sigrar, 1 tap) en Allen Iverson gerði þetta með Denver Nuggets á móti D (30 stig, 38 stig, 32 stig - 1 sigurr, 2 töp). Kevin Durant hefur skorað 37,7 stig að meðaltali á 32,6 mínútum á móti sínu gamla félagi í vetur og hann hefur hitt úr 66 prósent skota sinna utan af velli og 90 prósent vítanna. Gamli liðsfélagi hans, Russell Westbrook, er vissulega með þrennu að meðaltali í þessum þremur leikjum (31,3 stig, 10,7 fráköst og 10,3 stoðsendingar) en hefur aðeins hitt úr 41 prósent skota sinna og 30 prósent þriggja stiga skotanna. Hann er líka með 9 tapaða bolta að meðaltali og hefur auðvitað tapað öllum þremur leikjunum. Leikir Kevin Durant á móti Oklahoma City Thunder í vetur3. nóvember - Golden State Warriors vann með 26 stigum (122-96) 39 stig á 31 mínútu 7 fráköst, 1 stoðsending Hitti úr 63 prósent skota (15 af 24) Hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum18. janúar - Golden State Warriors vann með 21 stigi (121-100) 40 stig á 34 mínútum 12 fráköst, 4 stoðsending Hitti úr 81 prósent skota (13 af 1624) Hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum11. febrúar - Golden State Warriors vann með 26 stigum (130-114) 34 stig á 33 mínútum 9 fráköst, 3 stoðsendingar Hitti úr 57 prósent skota (12 af 21) Hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotumMeðaltöl Kevin Durant í leikjunum þremur: 37,7 stig í leik 32,6 mínútur í leik 9,3 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik66 prósent skotnýting (40 af 61)63 prósent þriggja stiga skotnýting (15 af 24)90 prósent vítanýting (18 af 20) NBA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira
Kevin Durant lék með liði Oklahoma City Thunder í níu NBA-tímabil og afrekaði næstum því allt með liðinu nema að verða NBA-meistari. Nú hefur hann endurskrifað NBA-söguna með framgöngu sinni í leikjum á móti Oklahoma City Thunder. Hann varð fjórum sinnum stigakóngur NBA-deildinnar sem leikmaður Oklahoma City Thunder, valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 2013-14, komst fjórum sinnum í úrslit Vesturdeildarinnar og einu sinni alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Síðasta sumar ákvað Durant hinsvegar að yfirgefa félagið og semja við Golden State Warriors við litlar vinsældir hjá íbúum Oklahoma City og stuðningsmönnum Thunder-liðsins. Þeir brenndu búninginn hans og hafa púað á hann við hvert tækifæri. Nú er Kevin Durant búinn að mæta sínum gömlu félögum í Oklahoma City Thunder þrisvar sinnum á tímabilinu og með frábærri frammistöðu sinni hefur hann afrekað eitthvað sem engum NBA-leikmanni hafði tekist áður á móti sínu gamla félagi. Kevin Durant hefur skorað 39, 40 og 34 stig í leikjunum þremur og Golden State Warriors hefur unnið þá með 26, 21 og 26 stigum. Hann er sá fyrsti í sögu NBA-deildarinnar til að skora 30 stig eða meira og fagna sigri í þremur fyrstu leikjum sínum á móti sínu gamla félagi. Kareem Abdul-Jabbar (1975-1976) og Allen Iverson (2007-2008) skoruðu báðir yfir 30 stig í fyrstu þremur leikjum sínum á móti sínu gamla félagi en fögnuðu ekki sigri í þeim öllum. Abdul-Jabbar var þar að spila með Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks (30 stig, 30 stig, 35 stig - 2 sigrar, 1 tap) en Allen Iverson gerði þetta með Denver Nuggets á móti D (30 stig, 38 stig, 32 stig - 1 sigurr, 2 töp). Kevin Durant hefur skorað 37,7 stig að meðaltali á 32,6 mínútum á móti sínu gamla félagi í vetur og hann hefur hitt úr 66 prósent skota sinna utan af velli og 90 prósent vítanna. Gamli liðsfélagi hans, Russell Westbrook, er vissulega með þrennu að meðaltali í þessum þremur leikjum (31,3 stig, 10,7 fráköst og 10,3 stoðsendingar) en hefur aðeins hitt úr 41 prósent skota sinna og 30 prósent þriggja stiga skotanna. Hann er líka með 9 tapaða bolta að meðaltali og hefur auðvitað tapað öllum þremur leikjunum. Leikir Kevin Durant á móti Oklahoma City Thunder í vetur3. nóvember - Golden State Warriors vann með 26 stigum (122-96) 39 stig á 31 mínútu 7 fráköst, 1 stoðsending Hitti úr 63 prósent skota (15 af 24) Hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum18. janúar - Golden State Warriors vann með 21 stigi (121-100) 40 stig á 34 mínútum 12 fráköst, 4 stoðsending Hitti úr 81 prósent skota (13 af 1624) Hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum11. febrúar - Golden State Warriors vann með 26 stigum (130-114) 34 stig á 33 mínútum 9 fráköst, 3 stoðsendingar Hitti úr 57 prósent skota (12 af 21) Hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotumMeðaltöl Kevin Durant í leikjunum þremur: 37,7 stig í leik 32,6 mínútur í leik 9,3 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik66 prósent skotnýting (40 af 61)63 prósent þriggja stiga skotnýting (15 af 24)90 prósent vítanýting (18 af 20)
NBA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira