Sport

Aníta upptekin í Póllandi en fimm keppa fyrir hönd Íslands á NM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Stefanía Guðmundsdóttir er einn af fulltrúum Íslands á NM í ár.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir er einn af fulltrúum Íslands á NM í ár. Vísir/Hanna
Ísland mun eiga fimm keppendur á Norðurlandameistaramóti í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer á morgun í Tampere í Finnlandi.

Frjálsíþróttasamband Íslands og Danmerkur tefla eins og áður fram sameiginlegu liði á Norðurlandameistaramótinu og nú er búið að velja í liðin.

Íslensku íþróttamennirnir eru fimm, en nokkrir gáfu ekki kost á sér, m.a. Aníta Hinriksdóttir sem keppir í Póllandi um helgina.

FH-ingar eiga fjóra af þessum fimm keppendum en sá fimmti kemur úr ÍR. Þrír karlar og tvær konur eru í íslenska liðinu.

Sameiginlegt lið Íslendinga og Dana keppir á móti liðum Norðmanna, Svía og Finna. Farastjóri og þjálfari í ferðinni er Ragnheiður Ólafsdóttir.



Íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu í ár eru:

Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH

 (400 metra hlaup og 4x300 m boðhlaup)

Ari Bragi Kárason FH

(200 metra hlaup og aukahlaup í 60 metrum)

Ívar Kristinn Jasonarson ÍR

(400 metra hlaup og 4x300 metra boðhlaup)

María Rún Gunnlaugsdóttir FH

(Langstökk og aukahlaup í 60 metrum)

Trausti Stefánsson FH

(4x300 metra boðhlaup og aukahlaup í 60 metrum)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×