Íslensku fótboltalandsliðin á fámennum lista meðal milljónaþjóða Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Vísir/Samsett Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bætti eigið met á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. Strákarnir okkar eru komnir upp í 20. sæti listans og hafa aldrei verið ofar. Þeir komust áður hæst í 21. sæti í nóvember en þeir skutust í 22. sætið eftir frábært gengi á EM í Frakklandi síðasta sumar. Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu eru einnig í 20. sæti á FIFA-listanum en ekki hefur verið gefinn út listi hjá konunum síðan í desember. Þær féllu um fjögur sæti á síðasta lista en héldu sér inni á topp 20 þangað sem strákarnir eru nú komnir í fyrsta skipti. Ísland er nú á meðal margra milljónaþjóða sem eru með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Sumar þessara þjóða eru margfaldir heimsmeistarar þannig að þetta er svo sannarlega ekki ónýtur listi sem fótboltafólkið er á.Íslensku stelpurnar fagna sæti á EM 2017.Vísir/AntonÁ meðal þeirra átta fræknuEins og staðan er núna, eftir að karlalistinn var birtur í gær, eru átta þjóðir með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Þetta eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England, Ítalía og Ísland. Brassarnir, Þjóðverjarnir og Frakkarnir eru einu þrjár þjóðirnar með lið á topp tíu á báðum listum. Þetta eru engar smáþjóðir í fótboltaheiminum í gegnum söguna.Karlaliðin hafa samtals unnið 16 heimsmeistaratitla af þeim 20 sem í boði hafa verið og kvennamegin er Þýskaland algjört stórveldi með tíu sigra samtals frá heimsmeistara- og Evrópumótum. Árangur íslenska liðsins er ævintýralegur ef horft er til íbúafjölda landanna. Mestur er munurinn á Brasilíu á toppnum og Íslandi á botninum. Í Brasilíu búa 260 milljónir en aðeins 330 þúsund á Íslandi. Samt er Ísland með lið í karla- og kvennaflokki á topp 20. Meðalíbúafjöldi hinna landanna sjö er 81 milljón og ef við tökum út fjölmennustu og fámennustu þjóðirnar af hinum sjö, Brasilíu og Sviss, er meðalíbúafjöldi hinna fimm 52 milljónir. Þaðan er langur vegur í ríflega 330 þúsundin sem búa hér.Grafík/Birgitta Rún SveinbjörnsdóttirFrábær árangur á síðasta áriÁrið 2016 var besta fótboltaár í sögu Íslands eins og flestir þekkja. Strákarnir okkar heilluðu heiminn og komust í átta liða úrslit EM í Frakklandi á meðan stelpurnar okkar gerðu grín að sínum riðli í undankeppni EM 2017. Þar unnu þær alla leiki nema einn, skoruðu 34 mörk og fengu aðeins á sig tvö. Karlalandsliðið hélt svo áfram í undankeppni HM 2018 og fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum leikjunum. Karlalandsliðið er sem fyrr langefst af öllum Norðurlandaþjóðunum og svo sannarlega konungur norðursins en næsta þjóð er Svíar sem eru í 44. sæti, heilum 24 sætum á eftir litla Íslandi. Stelpurnar eru ofar á Evrópulistanum en strákarnir. Þær eru í ellefta sæti Evrópuþjóða en strákarnir eru komnir upp í tólfta sætið. Það yrði stórt fyrir karlalandsliðið að halda sér þar því eins og staðan er núna eru strákarnir inni í A-riðli Þjóðardeildarinnar sem fer af stað haustið 2018. Stóra markmið stelpnanna í ár er að bæta eigin árangur á EM 2017 í Hollandi en strákarnir berjast um að komast á HM 2018. Stóra markmiðið í íslenska fótboltanum gæti svo verið að koma þessum tveimur mögnuðu landsliðum á topp tíu á heimslistanum.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bætti eigið met á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. Strákarnir okkar eru komnir upp í 20. sæti listans og hafa aldrei verið ofar. Þeir komust áður hæst í 21. sæti í nóvember en þeir skutust í 22. sætið eftir frábært gengi á EM í Frakklandi síðasta sumar. Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu eru einnig í 20. sæti á FIFA-listanum en ekki hefur verið gefinn út listi hjá konunum síðan í desember. Þær féllu um fjögur sæti á síðasta lista en héldu sér inni á topp 20 þangað sem strákarnir eru nú komnir í fyrsta skipti. Ísland er nú á meðal margra milljónaþjóða sem eru með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Sumar þessara þjóða eru margfaldir heimsmeistarar þannig að þetta er svo sannarlega ekki ónýtur listi sem fótboltafólkið er á.Íslensku stelpurnar fagna sæti á EM 2017.Vísir/AntonÁ meðal þeirra átta fræknuEins og staðan er núna, eftir að karlalistinn var birtur í gær, eru átta þjóðir með karla- og kvennalandslið á topp 20 á heimslistanum. Þetta eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England, Ítalía og Ísland. Brassarnir, Þjóðverjarnir og Frakkarnir eru einu þrjár þjóðirnar með lið á topp tíu á báðum listum. Þetta eru engar smáþjóðir í fótboltaheiminum í gegnum söguna.Karlaliðin hafa samtals unnið 16 heimsmeistaratitla af þeim 20 sem í boði hafa verið og kvennamegin er Þýskaland algjört stórveldi með tíu sigra samtals frá heimsmeistara- og Evrópumótum. Árangur íslenska liðsins er ævintýralegur ef horft er til íbúafjölda landanna. Mestur er munurinn á Brasilíu á toppnum og Íslandi á botninum. Í Brasilíu búa 260 milljónir en aðeins 330 þúsund á Íslandi. Samt er Ísland með lið í karla- og kvennaflokki á topp 20. Meðalíbúafjöldi hinna landanna sjö er 81 milljón og ef við tökum út fjölmennustu og fámennustu þjóðirnar af hinum sjö, Brasilíu og Sviss, er meðalíbúafjöldi hinna fimm 52 milljónir. Þaðan er langur vegur í ríflega 330 þúsundin sem búa hér.Grafík/Birgitta Rún SveinbjörnsdóttirFrábær árangur á síðasta áriÁrið 2016 var besta fótboltaár í sögu Íslands eins og flestir þekkja. Strákarnir okkar heilluðu heiminn og komust í átta liða úrslit EM í Frakklandi á meðan stelpurnar okkar gerðu grín að sínum riðli í undankeppni EM 2017. Þar unnu þær alla leiki nema einn, skoruðu 34 mörk og fengu aðeins á sig tvö. Karlalandsliðið hélt svo áfram í undankeppni HM 2018 og fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum leikjunum. Karlalandsliðið er sem fyrr langefst af öllum Norðurlandaþjóðunum og svo sannarlega konungur norðursins en næsta þjóð er Svíar sem eru í 44. sæti, heilum 24 sætum á eftir litla Íslandi. Stelpurnar eru ofar á Evrópulistanum en strákarnir. Þær eru í ellefta sæti Evrópuþjóða en strákarnir eru komnir upp í tólfta sætið. Það yrði stórt fyrir karlalandsliðið að halda sér þar því eins og staðan er núna eru strákarnir inni í A-riðli Þjóðardeildarinnar sem fer af stað haustið 2018. Stóra markmið stelpnanna í ár er að bæta eigin árangur á EM 2017 í Hollandi en strákarnir berjast um að komast á HM 2018. Stóra markmiðið í íslenska fótboltanum gæti svo verið að koma þessum tveimur mögnuðu landsliðum á topp tíu á heimslistanum.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira