Stokkar upp í ráðuneyti fyrir ferðamál 27. febrúar 2017 06:00 Helga Árnadóttir ferðaþjónusta „Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi talað fyrir eflingu vægis ferðaþjónustunnar innan stjórnkerfisins enda miklir hagsmunir undir. Það segir sig sjálft að staðan hefur í raun og veru ekki verið í nokkrum takti við vöxt og mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, greindi frá því í vikunni að innan ráðuneytisins yrði stofnuð sérstök skrifstofa ferðamála og starfsmönnum fjölgað stórlega. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa lengi bent á að í atvinnuvegaráðuneytinu hafi aðeins starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi sinnt málefnum ferðaþjónustunnar sérstaklega hingað til og það á tímum fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna. „Það voru því verulega ánægjuleg tíðindi að ráðherra ætli frá og með næstu mánaðamótum að setja á laggirnar sérstaka skrifstofu ferðamála innan ráðuneytisins sem er ætlað að sinna ferðaþjónustunni sérstaklega með tilheyrandi fjölgun stöðugilda,“ segir Helga. Ráðherra segir að markmiðunum verði fyrst og fremst náð með breyttri forgangsröðun í ráðuneytinu sjálfu. „Frá og með næstu mánaðamótum munu fimm starfsmenn helga sig ferðamálum, auk þess sem bætt verður við einum til tveimur stöðugildum þegar líður á árið. Með þeirri breyttu forgangsröðun gefst betra tækifæri til að sinna þeim brýnu verkefnum sem blasa við okkur með það að markmiði að ráðuneytið verði leiðandi í samvinnu við önnur ráðuneyti og stofnanir um hin krefjandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar sem varð á skömmum tíma undirstöðuatvinnugrein á Íslandi. Því fylgja verkefni,“ sagði ráðherra á Alþingi. Helga segir verkefnin vissulega ærin, en skilvirkt regluverk, uppbygging innviða og skipulag gagnvart greininni séu vafalaust þau verkefni sem sett verða á oddinn. „Að mínu viti er líka mikilvægt að skrifstofan geti eflt skilvirkni þeirra starfa er snúa að fleiri ráðuneytum en einu en eðli greinarinnar kallar á slíkt,“ segir framkvæmdistjóri SAF. – shá vísir/anton brink Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
ferðaþjónusta „Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi talað fyrir eflingu vægis ferðaþjónustunnar innan stjórnkerfisins enda miklir hagsmunir undir. Það segir sig sjálft að staðan hefur í raun og veru ekki verið í nokkrum takti við vöxt og mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, greindi frá því í vikunni að innan ráðuneytisins yrði stofnuð sérstök skrifstofa ferðamála og starfsmönnum fjölgað stórlega. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa lengi bent á að í atvinnuvegaráðuneytinu hafi aðeins starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi sinnt málefnum ferðaþjónustunnar sérstaklega hingað til og það á tímum fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna. „Það voru því verulega ánægjuleg tíðindi að ráðherra ætli frá og með næstu mánaðamótum að setja á laggirnar sérstaka skrifstofu ferðamála innan ráðuneytisins sem er ætlað að sinna ferðaþjónustunni sérstaklega með tilheyrandi fjölgun stöðugilda,“ segir Helga. Ráðherra segir að markmiðunum verði fyrst og fremst náð með breyttri forgangsröðun í ráðuneytinu sjálfu. „Frá og með næstu mánaðamótum munu fimm starfsmenn helga sig ferðamálum, auk þess sem bætt verður við einum til tveimur stöðugildum þegar líður á árið. Með þeirri breyttu forgangsröðun gefst betra tækifæri til að sinna þeim brýnu verkefnum sem blasa við okkur með það að markmiði að ráðuneytið verði leiðandi í samvinnu við önnur ráðuneyti og stofnanir um hin krefjandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar sem varð á skömmum tíma undirstöðuatvinnugrein á Íslandi. Því fylgja verkefni,“ sagði ráðherra á Alþingi. Helga segir verkefnin vissulega ærin, en skilvirkt regluverk, uppbygging innviða og skipulag gagnvart greininni séu vafalaust þau verkefni sem sett verða á oddinn. „Að mínu viti er líka mikilvægt að skrifstofan geti eflt skilvirkni þeirra starfa er snúa að fleiri ráðuneytum en einu en eðli greinarinnar kallar á slíkt,“ segir framkvæmdistjóri SAF. – shá vísir/anton brink
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira