Butler og Wade frábærir í sigri á Cavaliers Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. febrúar 2017 11:00 Wade var einu frákasti frá þrefaldri tvennu í nótt. Vísir/Getty Jimmy Butler og Dwyane Wade áttu báðir frábæra leiki í öruggum 117-99 sigri Chicago Bulls á LeBron James-lausum Cleveland Cavaliers mönnum í Cleveland í gær en Wade var aðeins einu frákasti frá því að vera með þrefalda tvennu eins og Butler. LeBron gat ekki tekið þátt í leiknum vegna veikinda og saknaði Cleveland því tveggja stórstjarna í leiknum en Kevin Love er enn frá vegna meiðsla. Jafnræði var með liðunum framan af og var Cleveland með eins stiga forskot í hálfleik en gestirnir frá Chicago komu mun sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðu um tíma tuttugu stiga forskoti í öruggum sigri. Butler var með þrefalda tvennu með 18 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar en Wade var með 20 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar í leiknum. Í liði Cleveland var það Kyrie Irving sem var atkvæðamestur í fjarveru James og Love með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Í Houston heldu heimamenn áfram að einfaldlega byggja á þeirri hugmyndafræði að skora meira en gestirnir en þrátt fyrir að fá á sig 130 stig á heimavelli unnu Rockets menn tólf stiga sigur á Minnesota Timberwolves 142-130. Houston leiddi allt frá fyrstu mínútu og náði þegar mest var tuttugu stiga forskoti en tröllatvenna Karl-Anthony Towns með 37 stig og 22 fráköst hélt Úlfunum frá því að fá rassskellingu. Í New York setti Carmelo Anthony niður sigurkörfuna þegar þrjú sekúndubrot voru eftir í sigri Knicks á Philadelphia 76ers. Knicks léku án Kristaps Porziņģis í nótt og þurfti Carmelo því að taka meiri ábyrgð í sóknarleiknum. Var hann með 37 stig í leiknum og hitti úr 15/25 skotum sínum ásamt því að setja niður fimm af sjö vítaskotum sínum. Þá töpuðu Pelíkanarnir frá New Orleans öðrum leik sínum í röð með vandræðagemsann DeMarcus Cousins innanborðs gegn Dallas Mavericks í nótt en Cousins hafði hægt um sig í leiknum með 12 stig og 15 fráköst.Úrslit kvöldsins: Sacramento Kings 85-99 Charlotte Hornets Orlando Magic 105-86 Atlanta Hawks New York Knicks 110-109 Philadelphia 76ers Miami Heat 113-95 Indiana Pacers Dallas Mavericks 96-83 New Orleans Pelicans Cleveland Cavaliers 99-117 Chicago Bulls Houston Rockets 142-130 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 112-95 Brooklyn NetsBestu tilþrifin: Einvígi Harden og Towns í Houston: Anthony reyndist drjúgur á lokasprettinum: NBA Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Jimmy Butler og Dwyane Wade áttu báðir frábæra leiki í öruggum 117-99 sigri Chicago Bulls á LeBron James-lausum Cleveland Cavaliers mönnum í Cleveland í gær en Wade var aðeins einu frákasti frá því að vera með þrefalda tvennu eins og Butler. LeBron gat ekki tekið þátt í leiknum vegna veikinda og saknaði Cleveland því tveggja stórstjarna í leiknum en Kevin Love er enn frá vegna meiðsla. Jafnræði var með liðunum framan af og var Cleveland með eins stiga forskot í hálfleik en gestirnir frá Chicago komu mun sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðu um tíma tuttugu stiga forskoti í öruggum sigri. Butler var með þrefalda tvennu með 18 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar en Wade var með 20 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar í leiknum. Í liði Cleveland var það Kyrie Irving sem var atkvæðamestur í fjarveru James og Love með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Í Houston heldu heimamenn áfram að einfaldlega byggja á þeirri hugmyndafræði að skora meira en gestirnir en þrátt fyrir að fá á sig 130 stig á heimavelli unnu Rockets menn tólf stiga sigur á Minnesota Timberwolves 142-130. Houston leiddi allt frá fyrstu mínútu og náði þegar mest var tuttugu stiga forskoti en tröllatvenna Karl-Anthony Towns með 37 stig og 22 fráköst hélt Úlfunum frá því að fá rassskellingu. Í New York setti Carmelo Anthony niður sigurkörfuna þegar þrjú sekúndubrot voru eftir í sigri Knicks á Philadelphia 76ers. Knicks léku án Kristaps Porziņģis í nótt og þurfti Carmelo því að taka meiri ábyrgð í sóknarleiknum. Var hann með 37 stig í leiknum og hitti úr 15/25 skotum sínum ásamt því að setja niður fimm af sjö vítaskotum sínum. Þá töpuðu Pelíkanarnir frá New Orleans öðrum leik sínum í röð með vandræðagemsann DeMarcus Cousins innanborðs gegn Dallas Mavericks í nótt en Cousins hafði hægt um sig í leiknum með 12 stig og 15 fráköst.Úrslit kvöldsins: Sacramento Kings 85-99 Charlotte Hornets Orlando Magic 105-86 Atlanta Hawks New York Knicks 110-109 Philadelphia 76ers Miami Heat 113-95 Indiana Pacers Dallas Mavericks 96-83 New Orleans Pelicans Cleveland Cavaliers 99-117 Chicago Bulls Houston Rockets 142-130 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 112-95 Brooklyn NetsBestu tilþrifin: Einvígi Harden og Towns í Houston: Anthony reyndist drjúgur á lokasprettinum:
NBA Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira