Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Vísir/Eyþór
Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Þá er fólk hvatt til að fara ekki af stað sökum veðurs sé það ekki vel búið og ætti frekar að bíða af sér veðrið. Börnin séu óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Um er að ræða börn yngri en 12 ára.