Sport

Þrír Rússar fá að keppa sem hlutlausir íþróttamenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sidirova getur hætt að gráta og tekið gleði sína á ný því hún er komin með keppnisleyfi.
Sidirova getur hætt að gráta og tekið gleði sína á ný því hún er komin með keppnisleyfi. vísir/getty
Lyfjanefnd Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hefur gefið þremur rússneskum frjálsíþróttamönnum leyfi til þess að keppa á mótum á vegum sambandsins.

Íþróttamennirnir munu þó ekki fá að keppa fyrir hönd Rússa þar sem Rússar eru enn í banni frá öllum alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. Þeir munu því keppa sem hlutlausir íþróttamenn.

Íþróttamennirnir þrír þurftu að gangast undir ströng próf og uppfylla ansi margar kröfur til þess að fá að keppa á ný.

Þetta eru stangarstökkvarinn Anzhelika Sidirova, hlaupakonan Kristina Sivkova og sleggjukastarinn Aleksei Sokirskii.

Það eru engu að síður skipuleggjendur hvers móts sem taka endanlega ákvörðun um hvort þrímenningarnir fá að keppa eður ei. Þeir hafa þó fengið grænt ljós frá stóra sambandinu.

EM innanhúss fer fram í Belgrad í upphafi næsta mánaðar og líklegt að þríeykið mæti þar til leiks gefi Serbarnir þeim leyfi til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×