Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Snæfell 89-62 | Þórsarar örugglega í úrslitakeppnina Arnar Geir Halldórsson í Höllinni á Akureyri skrifar 9. mars 2017 22:30 Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. vísir/eyþór Nýliðar Þórs frá Akureyri komust í fyrstu tilraun í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar með 89-62 sigri á Snæfelli í lokaumferðinni í kvöld en Snæfell fellur því úr deild þeirra bestu án stiga eftir erfiðan vetur. Örlög Þórsarar voru í eigin höndum fyrir lokaumferðina þrátt fyrir að vera í þéttum pakka um miðja deild. Tækist þeim að sigra Snæfell í kvöld væri sæti þeirra í úrslitakeppninni öruggt. Eins og oft áður í vetur börðust gestirnir úr Stykkishólmi af krafti og héldu í við Þórsara framan af en staðan var 40-35 í hálfleik, Þórsurum í vil. Í þriðja leikhluta gerðu Þórsarar út um leikinn og náðu átján stiga forskoti en sigurinn var í raun í höfn fyrir lokaleikhlutann.Afhverju vann Þór? Þórsarar eru einfaldlega með töluvert betra lið en Snæfellingar og það sýndi sig þegar á leið þó Þórsarar hafi verið afar lengi að koma sér í gang. Fyrri hálfleikur var afar lélegur hjá báðum liðum en Þórsarar lögðu grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta en þá fyrst sást almennilega hver getumunurinn á þessum liðum er. Þrátt fyrir að Þór hafi spilað á minni spámönnum stærstan hluta fjórða leikhluta héldu þeir góðri forystu út leikinn og unnu að lokum afar öruggan sigur.Bestu menn vallarins? Sindri Davíðsson var valinn maður leiksins í Höllinni og er auðvelt að taka undir það val. Sindri skilaði öllum fjórum skotum sínum niður, þar af þrjár þriggja stiga körfur, auk þess sem hann gaf fjórar stoðsendingar og skilaði varnarleiknum eins og hann gerir alltaf. George Beamon var hinsvegar langstigahæstur í liði Þórs með 30 stig en skotnýting hans var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Tryggvi Snær reif niður 13 fráköst og varði fjögur skot auk þess að setja niður 11 stig. Það mæddi mikið á Árna Elmari Hrafnssyni hjá gestunum og stóð hann sig með ágætum oft á tíðum.Tölfræði sem vakti athygli Sóknarleikur Þórsara rúllaði ágætlega þegar leið á leikinn og það sést í fjölda stoðsendinga sem voru alls 26 og er það talsvert meira en oftast í vetur. Þær dreifðust vel á liðið en Ragnar Helgi Friðriksson var með flestar, sjö talsins.Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur var með því verra sem undirritaður hefur séð í deildinni í vetur. Bæði lið spiluðu afar vondan körfubolta. Eina ástæðan fyrir því að Þórsarar voru yfir í leikhléi var sú að Bandaríkjamennirnir í liði Þórs voru að skila einhverjum stigum á töfluna á meðan Christian Covile var algjörlega fjarverandi í liði Snæfells og skoraði aðeins fimm stig.Þór Ak.-Snæfell 89-62 (20-14, 20-21, 28-15, 21-12)Þór Ak.: George Beamon 30/8 fráköst, Sindri Davíðsson 13, Tryggvi Snær Hlinason 11/13 fráköst/4 varin skot, Darrel Keith Lewis 10/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 6/6 fráköst/7 stoðsendingar, Einar Ómar Eyjólfsson 3, Arnór Jónsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Júlíus Orri Ágústsson 2, Jón Ágúst Eyjólfsson 0, Svavar Sigurður Sigurðarson 0/7 fráköst.Snæfell: Árni Elmar Hrafnsson 15, Christian David Covile 14/6 fráköst/5 stolnir, Sveinn Arnar Davíðsson 10/8 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 7, Þorbergur Helgi Sæþórsson 5, Jón Páll Gunnarsson 4, Maciej Klimaszewski 4/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 2/6 fráköst, Andrée Fares Michelsson 1.Benedikt: Einn efnilegasti leikstjórnandi sem við eigum Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var ekkert hoppandi kátur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir stórsigur. „Fyrri hálfleikur var glataður en þetta var töluvert betra í seinni hálfleik. Þetta var langt frá því að vera góður leikur og ég er ekkert sérstaklega hress.“ Þórsliðið endar deildarkeppnina í áttunda sæti sem þýðir að nýliðarnir verða með í úrslitakeppninni. „Þetta var markmiðið hjá okkur, að komast í úrslitakeppnina og þar getur bara allt gerst. Það breytir voðalega litlu hvað af þessum toppliðum maður fær. Við erum bara ánægðir með að fá að vera með í þessu áfram,“ segir Benedikt sem vonaðist eftir að fá Tindastól en segir þó litlu skipta hvert af toppliðunum verði á vegi Þórs í 8-liða úrslitum. „Ég held það skipti engu hvað af þessum þremur toppliðum við hefðum fengið, körfuboltalega séð. Það hefði verið skemmtilegra upp á körfuboltann á Norðurlandi ef við hefðum mætt Stólunum. Við erum orðnir þreyttir á ferðalögunum suður og það hefði verið frábær stemning, bæði á Króknum og hérna. Stuðningsmenn beggja liða hefðu getað komið á leiki hjá hvort öðru. En KR, við tökum bara því verkefni, við eigum innbyrðis á þá ef því er að skipta,“ sagði Benedikt glettinn en hann trúir því að lið sitt geti slegið þrefalda Íslandsmeistara KR úr leik í 8-liða úrslitum. „Já við teljum okkur geta slegið hvaða lið sem er út og þó KR sé meistari síðustu þriggja ára þá höfum við trú á okkur og ætlum bara að láta vaða.“ Júlíus Orri Ágústsson hlaut eldskírn sína með meistaraflokki í kvöld en þessi 15 ára gamli leikstjórnandi lék síðustu þrjár mínútur leiksins. Benedikt þykir mikið til hans koma. „Án þess að ég vilji setja of mikla pressu á strákinn þá er þetta fyrir mér einn efnilegasti leikstjórnandi sem við eigum í íslensku körfuboltahreyfingunni. Hann er með þann eiginleika að geta spilað menn uppi. Oft eigum við mikla skorara en þarna erum við með strák sem getur bæði skorað og dælt stoðsendingum. Hann hefur gríðarlegan leikskilning,“ sagði Benedikt. „Ég hefði viljað fá hann fyrr inn í liðið í vetur en hann hefur mörg verkefni og er ungur enn svo það lá ekkert á. Hann er klárlega nógu góður til að spila fyrir meistaraflokk Þórs. Hann verður mjög líklega í hópnum hjá okkur í úrslitakeppninni. Við eigum frábæran 2001 árgang sem Ágúst Guðmundsson er búinn að ala upp og ég er með tvo stráka þaðan í æfingahópnum hjá mér. Þeir hafa staðið sig mjög vel.“Ingi Þór: Hoppa ekki frá borði þó illa gangi Snæfellsliðið var löngu fallið þegar kom að leik kvöldsins en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ætlaði sér stærri hluti í kvöld. „Mér fannst við gera ágætlega, baráttulega í fyrri í hálfleik. Í seinni hálfleik náðum ekki að stjórna einu né einu og vorum okkur sjálfum verstir. Við töpuðum mörgum boltum og vorum langt undir í frákastabaráttunni svo þetta var bara spurning hvenær Þórsararnir myndu nýta sér það,“ segir Ingi Þór. Snæfell yfirgefur því Dominos-deildina að sinni og það án þess að innbyrða eitt einasta stig. Er það ekki skandall? „Nei,nei það er enginn skandall. Við erum ekki fyrsta liðið sem gerir það. Þetta er spurning um nálgunina. Ég hugsa að við séum ekkert svekktari með tímabilið okkar heldur en Haukar til dæmis þar sem þeir ætluðu sér að gera betur en í fyrra. Okkar nálgun var að verða betri í körfubolta og við vissum fyrir tímabilið að það yrði erfitt fyrir okkur að vinna leiki og halda okkur í deildinni,“ sagði Ingi Þór. „Ég er ánægður með hvernig liðið hefur spilað í vetur þó við höfum endað tímabilið á skelfilegan hátt hérna í kvöld. Á allt annan hátt en við ætluðum okkur að gera. Það er margt sem við getum tekið út úr þessu tímabili. Það eru margir ungir menn búnir að fá að kljást við toppleikmenn í erfiðum leikjum og hafa fengið að taka ábyrgð. Það þarf að byggja á því og þetta er upphafið að einhverju nýju hjá Snæfelli. Við erum í 1000 manna bæjarfélagi og það er ekki hægt að ætlast til þess að við séum alltaf með í toppdeildum í karla og kvennaflokki,“ segir Ingi Þór ákveðinn. Ingi Þór mun halda áfram að þjálfa Snæfell og verður því með liðinu í 1.deild næsta vetur. „Já ég verð það. Ég hef aldrei þjálfað lið í 1.deild og á eitt ár eftir af samningi í Stykkishólmi. Ég er ekki þannig gerður að ég hoppi frá borði þó illa gangi. Það er klárt mál að ég verð áfram í Stykkishólmi, þar er gott að vera og frábært fólk til að vinna með. Leikmennirnir leggja sig fram og maður biður ekki um meira,” segir Ingi að lokum.Júlíus Orri: Þetta var mjög gaman Hinn fimmtán ára gamli Júlíus Orri Ágústsson lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Þór í vetur en hann er lykilmaður í öflugum 2001 árgangi hjá félaginu. „Þetta var bara mjög gaman og gott að vinna þennan sigur til að tryggja sætið í úrslitakeppninni.“ „Mér leið bara vel og leist mjög vel á þetta. Ég er búinn að æfa vel í vetur og var undirbúinn fyrir þetta. Ég hef verið að æfa með meistaraflokknum undanfarnar tvær eða þrjár vikur,“ segir Júlíus. Hann spilaði síðustu þrjár mínútur leiksins og var hvergi banginn á stóra sviðinu. Á þessum þrem mínútum tókst þessum 15 ára leikstjórnanda að skora tvö stig, gefa tvær stoðsendingar, taka eitt frákast og stela einum bolta. Alls sex framlagspunktar. „Það er mikill munur á yngri flokkum og meistaraflokki en ég var búinn að venjast því ágætlega af því að ég hef æft með meistaraflokki síðustu vikur.“ Nú tekur við ærið verkefni hjá Þórsurum þar sem þeir mæta þreföldum Íslandsmeisturum KR í 8-liða úrslitum. Blaðamaður spurði Júlíus hvort hann ætlaði ekki að taka úrslitakeppnina með trompi. „Jú það er vonandi,“ sagði Júlíus Orri að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Nýliðar Þórs frá Akureyri komust í fyrstu tilraun í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar með 89-62 sigri á Snæfelli í lokaumferðinni í kvöld en Snæfell fellur því úr deild þeirra bestu án stiga eftir erfiðan vetur. Örlög Þórsarar voru í eigin höndum fyrir lokaumferðina þrátt fyrir að vera í þéttum pakka um miðja deild. Tækist þeim að sigra Snæfell í kvöld væri sæti þeirra í úrslitakeppninni öruggt. Eins og oft áður í vetur börðust gestirnir úr Stykkishólmi af krafti og héldu í við Þórsara framan af en staðan var 40-35 í hálfleik, Þórsurum í vil. Í þriðja leikhluta gerðu Þórsarar út um leikinn og náðu átján stiga forskoti en sigurinn var í raun í höfn fyrir lokaleikhlutann.Afhverju vann Þór? Þórsarar eru einfaldlega með töluvert betra lið en Snæfellingar og það sýndi sig þegar á leið þó Þórsarar hafi verið afar lengi að koma sér í gang. Fyrri hálfleikur var afar lélegur hjá báðum liðum en Þórsarar lögðu grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta en þá fyrst sást almennilega hver getumunurinn á þessum liðum er. Þrátt fyrir að Þór hafi spilað á minni spámönnum stærstan hluta fjórða leikhluta héldu þeir góðri forystu út leikinn og unnu að lokum afar öruggan sigur.Bestu menn vallarins? Sindri Davíðsson var valinn maður leiksins í Höllinni og er auðvelt að taka undir það val. Sindri skilaði öllum fjórum skotum sínum niður, þar af þrjár þriggja stiga körfur, auk þess sem hann gaf fjórar stoðsendingar og skilaði varnarleiknum eins og hann gerir alltaf. George Beamon var hinsvegar langstigahæstur í liði Þórs með 30 stig en skotnýting hans var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Tryggvi Snær reif niður 13 fráköst og varði fjögur skot auk þess að setja niður 11 stig. Það mæddi mikið á Árna Elmari Hrafnssyni hjá gestunum og stóð hann sig með ágætum oft á tíðum.Tölfræði sem vakti athygli Sóknarleikur Þórsara rúllaði ágætlega þegar leið á leikinn og það sést í fjölda stoðsendinga sem voru alls 26 og er það talsvert meira en oftast í vetur. Þær dreifðust vel á liðið en Ragnar Helgi Friðriksson var með flestar, sjö talsins.Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur var með því verra sem undirritaður hefur séð í deildinni í vetur. Bæði lið spiluðu afar vondan körfubolta. Eina ástæðan fyrir því að Þórsarar voru yfir í leikhléi var sú að Bandaríkjamennirnir í liði Þórs voru að skila einhverjum stigum á töfluna á meðan Christian Covile var algjörlega fjarverandi í liði Snæfells og skoraði aðeins fimm stig.Þór Ak.-Snæfell 89-62 (20-14, 20-21, 28-15, 21-12)Þór Ak.: George Beamon 30/8 fráköst, Sindri Davíðsson 13, Tryggvi Snær Hlinason 11/13 fráköst/4 varin skot, Darrel Keith Lewis 10/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 6/6 fráköst/7 stoðsendingar, Einar Ómar Eyjólfsson 3, Arnór Jónsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Júlíus Orri Ágústsson 2, Jón Ágúst Eyjólfsson 0, Svavar Sigurður Sigurðarson 0/7 fráköst.Snæfell: Árni Elmar Hrafnsson 15, Christian David Covile 14/6 fráköst/5 stolnir, Sveinn Arnar Davíðsson 10/8 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 7, Þorbergur Helgi Sæþórsson 5, Jón Páll Gunnarsson 4, Maciej Klimaszewski 4/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 2/6 fráköst, Andrée Fares Michelsson 1.Benedikt: Einn efnilegasti leikstjórnandi sem við eigum Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var ekkert hoppandi kátur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir stórsigur. „Fyrri hálfleikur var glataður en þetta var töluvert betra í seinni hálfleik. Þetta var langt frá því að vera góður leikur og ég er ekkert sérstaklega hress.“ Þórsliðið endar deildarkeppnina í áttunda sæti sem þýðir að nýliðarnir verða með í úrslitakeppninni. „Þetta var markmiðið hjá okkur, að komast í úrslitakeppnina og þar getur bara allt gerst. Það breytir voðalega litlu hvað af þessum toppliðum maður fær. Við erum bara ánægðir með að fá að vera með í þessu áfram,“ segir Benedikt sem vonaðist eftir að fá Tindastól en segir þó litlu skipta hvert af toppliðunum verði á vegi Þórs í 8-liða úrslitum. „Ég held það skipti engu hvað af þessum þremur toppliðum við hefðum fengið, körfuboltalega séð. Það hefði verið skemmtilegra upp á körfuboltann á Norðurlandi ef við hefðum mætt Stólunum. Við erum orðnir þreyttir á ferðalögunum suður og það hefði verið frábær stemning, bæði á Króknum og hérna. Stuðningsmenn beggja liða hefðu getað komið á leiki hjá hvort öðru. En KR, við tökum bara því verkefni, við eigum innbyrðis á þá ef því er að skipta,“ sagði Benedikt glettinn en hann trúir því að lið sitt geti slegið þrefalda Íslandsmeistara KR úr leik í 8-liða úrslitum. „Já við teljum okkur geta slegið hvaða lið sem er út og þó KR sé meistari síðustu þriggja ára þá höfum við trú á okkur og ætlum bara að láta vaða.“ Júlíus Orri Ágústsson hlaut eldskírn sína með meistaraflokki í kvöld en þessi 15 ára gamli leikstjórnandi lék síðustu þrjár mínútur leiksins. Benedikt þykir mikið til hans koma. „Án þess að ég vilji setja of mikla pressu á strákinn þá er þetta fyrir mér einn efnilegasti leikstjórnandi sem við eigum í íslensku körfuboltahreyfingunni. Hann er með þann eiginleika að geta spilað menn uppi. Oft eigum við mikla skorara en þarna erum við með strák sem getur bæði skorað og dælt stoðsendingum. Hann hefur gríðarlegan leikskilning,“ sagði Benedikt. „Ég hefði viljað fá hann fyrr inn í liðið í vetur en hann hefur mörg verkefni og er ungur enn svo það lá ekkert á. Hann er klárlega nógu góður til að spila fyrir meistaraflokk Þórs. Hann verður mjög líklega í hópnum hjá okkur í úrslitakeppninni. Við eigum frábæran 2001 árgang sem Ágúst Guðmundsson er búinn að ala upp og ég er með tvo stráka þaðan í æfingahópnum hjá mér. Þeir hafa staðið sig mjög vel.“Ingi Þór: Hoppa ekki frá borði þó illa gangi Snæfellsliðið var löngu fallið þegar kom að leik kvöldsins en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ætlaði sér stærri hluti í kvöld. „Mér fannst við gera ágætlega, baráttulega í fyrri í hálfleik. Í seinni hálfleik náðum ekki að stjórna einu né einu og vorum okkur sjálfum verstir. Við töpuðum mörgum boltum og vorum langt undir í frákastabaráttunni svo þetta var bara spurning hvenær Þórsararnir myndu nýta sér það,“ segir Ingi Þór. Snæfell yfirgefur því Dominos-deildina að sinni og það án þess að innbyrða eitt einasta stig. Er það ekki skandall? „Nei,nei það er enginn skandall. Við erum ekki fyrsta liðið sem gerir það. Þetta er spurning um nálgunina. Ég hugsa að við séum ekkert svekktari með tímabilið okkar heldur en Haukar til dæmis þar sem þeir ætluðu sér að gera betur en í fyrra. Okkar nálgun var að verða betri í körfubolta og við vissum fyrir tímabilið að það yrði erfitt fyrir okkur að vinna leiki og halda okkur í deildinni,“ sagði Ingi Þór. „Ég er ánægður með hvernig liðið hefur spilað í vetur þó við höfum endað tímabilið á skelfilegan hátt hérna í kvöld. Á allt annan hátt en við ætluðum okkur að gera. Það er margt sem við getum tekið út úr þessu tímabili. Það eru margir ungir menn búnir að fá að kljást við toppleikmenn í erfiðum leikjum og hafa fengið að taka ábyrgð. Það þarf að byggja á því og þetta er upphafið að einhverju nýju hjá Snæfelli. Við erum í 1000 manna bæjarfélagi og það er ekki hægt að ætlast til þess að við séum alltaf með í toppdeildum í karla og kvennaflokki,“ segir Ingi Þór ákveðinn. Ingi Þór mun halda áfram að þjálfa Snæfell og verður því með liðinu í 1.deild næsta vetur. „Já ég verð það. Ég hef aldrei þjálfað lið í 1.deild og á eitt ár eftir af samningi í Stykkishólmi. Ég er ekki þannig gerður að ég hoppi frá borði þó illa gangi. Það er klárt mál að ég verð áfram í Stykkishólmi, þar er gott að vera og frábært fólk til að vinna með. Leikmennirnir leggja sig fram og maður biður ekki um meira,” segir Ingi að lokum.Júlíus Orri: Þetta var mjög gaman Hinn fimmtán ára gamli Júlíus Orri Ágústsson lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Þór í vetur en hann er lykilmaður í öflugum 2001 árgangi hjá félaginu. „Þetta var bara mjög gaman og gott að vinna þennan sigur til að tryggja sætið í úrslitakeppninni.“ „Mér leið bara vel og leist mjög vel á þetta. Ég er búinn að æfa vel í vetur og var undirbúinn fyrir þetta. Ég hef verið að æfa með meistaraflokknum undanfarnar tvær eða þrjár vikur,“ segir Júlíus. Hann spilaði síðustu þrjár mínútur leiksins og var hvergi banginn á stóra sviðinu. Á þessum þrem mínútum tókst þessum 15 ára leikstjórnanda að skora tvö stig, gefa tvær stoðsendingar, taka eitt frákast og stela einum bolta. Alls sex framlagspunktar. „Það er mikill munur á yngri flokkum og meistaraflokki en ég var búinn að venjast því ágætlega af því að ég hef æft með meistaraflokki síðustu vikur.“ Nú tekur við ærið verkefni hjá Þórsurum þar sem þeir mæta þreföldum Íslandsmeisturum KR í 8-liða úrslitum. Blaðamaður spurði Júlíus hvort hann ætlaði ekki að taka úrslitakeppnina með trompi. „Jú það er vonandi,“ sagði Júlíus Orri að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira