Flugmenn WOW í klandri eftir daður í háloftunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2017 16:15 Fjör í fluginu. Mynd/ Penelope Louis Flugmenn í flugi WOW-air frá San Francisco til Keflavíkur þann 23. febrúar eiga von á tiltali eftir að þeir skiptust á myndum við tvo farþega vélarinnar meðan á fluginu stóð. WOW segir að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum en að hegðun flugmannanna hafi þó ekki verið til eftirbreytni. Farþegarnir, hin breska Penelope Louis og Bandaríkjamaðurinn Nicole Villagran, ákváðu að stytta sér stundir í fluginu langa með því að taka af sér sjálfsmynd á síma annarrar þeirra og deila henni áfram með svokölluðu „Airdrop“ sem reiðir sig á Bluetooth-tækni símans. Þar sem ekki er boðið upp á þráðlaust net í vélum WOW gátu einungis þeir sem einnig höfðu kveikt á Bluetooth í símum sínum nálgast myndina. Í þessu tilfelli voru það flugmenn vélarinnar sem svöruðu þeim Louise og Villagran með sjálfsmynd úr flugstjórnarklefanum.„Alltaf fjör frammí,“ skrifuðu flugmennirnir með myndinni sem reyndist upphafið á fjörugu samtali þeirra á milli sem netverjar hafa sett stórt spurningarmerki við. „Ættu flugmennirnir ekki að fylgjast með því sem þeir eru að gera?“ spyr einn við færslu Louise sem heldur úti ferðabloggsíðunni Flyaway Girl á meðan einn kaldhæðinn segir að „augljóst sé að það að fljúga vélinni sé ekkert sérstaklega mikilvægt.“ Einn óhress á Facebook bætir við: „Það veitir mér mikla öryggistilfinningu að vita til þess að áhöfnin sé að taka sjálfsmyndir í flugstjórnarklefanum. Fjandinn hafi það!“ Flestir þeirra sem bregðast við færslunni eru þó á því að lítil hætta hafi verið á ferðum og að uppátæki flugmannanna hafi verið saklaust og skemmtilegt. Þeirra á meðal er flugfélagið sjálft sem deildi færslu Louise á síðum sínum á Twitter á Facebook. WOW hefur nú hins vegar fjarlægt færslurnar.WOW air deildi færslu Nicole en hefur nú eytt deilingunni.Sjálfstýringin sá um málið Í svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, að flugfélagið telji að öryggi farþega hafi ekki verið ógnað í þessu flugi. „Flugvélar nú til dags eru búnar háþróuðum sjálfstýringum (auto pilot) sem leyfa það að flugmenn þurfa ekki að halda um stýri og handfljúga langar leiðir á meðan vélin er í flughæð. Sem dæmi tala bæði ICAO og EASA um „Controlled Rest“ sem leið fyrir flugmenn (einn hvílist í einu) til að leggja sig þurfi flugmenn á því að halda. Í þessu tilfelli áttu þessi samskipti sér stað í hvíld á flugi frá San Francisco á leið til Keflavíkur.“ WOW air mæli þó ekki með því að flugmenn séu í samskiptum við farþega með „AirDrop" í gegnum farsíma eða önnur tæki á meðan á flugi stendur. Notkun raftækja svo sem Ipad í stjórnklefa er mjög algeng hjá flugfélögum að sögn Svanhvítar þar sem að flest flugfélög vilja síður nota kort og pappír eins og áður fyrr en það sparar til dæmis eldsneyti og pappír. Málið verði rannsakað nánar og rætt verður við flugstjórana. WOW Air Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Flugmenn í flugi WOW-air frá San Francisco til Keflavíkur þann 23. febrúar eiga von á tiltali eftir að þeir skiptust á myndum við tvo farþega vélarinnar meðan á fluginu stóð. WOW segir að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum en að hegðun flugmannanna hafi þó ekki verið til eftirbreytni. Farþegarnir, hin breska Penelope Louis og Bandaríkjamaðurinn Nicole Villagran, ákváðu að stytta sér stundir í fluginu langa með því að taka af sér sjálfsmynd á síma annarrar þeirra og deila henni áfram með svokölluðu „Airdrop“ sem reiðir sig á Bluetooth-tækni símans. Þar sem ekki er boðið upp á þráðlaust net í vélum WOW gátu einungis þeir sem einnig höfðu kveikt á Bluetooth í símum sínum nálgast myndina. Í þessu tilfelli voru það flugmenn vélarinnar sem svöruðu þeim Louise og Villagran með sjálfsmynd úr flugstjórnarklefanum.„Alltaf fjör frammí,“ skrifuðu flugmennirnir með myndinni sem reyndist upphafið á fjörugu samtali þeirra á milli sem netverjar hafa sett stórt spurningarmerki við. „Ættu flugmennirnir ekki að fylgjast með því sem þeir eru að gera?“ spyr einn við færslu Louise sem heldur úti ferðabloggsíðunni Flyaway Girl á meðan einn kaldhæðinn segir að „augljóst sé að það að fljúga vélinni sé ekkert sérstaklega mikilvægt.“ Einn óhress á Facebook bætir við: „Það veitir mér mikla öryggistilfinningu að vita til þess að áhöfnin sé að taka sjálfsmyndir í flugstjórnarklefanum. Fjandinn hafi það!“ Flestir þeirra sem bregðast við færslunni eru þó á því að lítil hætta hafi verið á ferðum og að uppátæki flugmannanna hafi verið saklaust og skemmtilegt. Þeirra á meðal er flugfélagið sjálft sem deildi færslu Louise á síðum sínum á Twitter á Facebook. WOW hefur nú hins vegar fjarlægt færslurnar.WOW air deildi færslu Nicole en hefur nú eytt deilingunni.Sjálfstýringin sá um málið Í svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, að flugfélagið telji að öryggi farþega hafi ekki verið ógnað í þessu flugi. „Flugvélar nú til dags eru búnar háþróuðum sjálfstýringum (auto pilot) sem leyfa það að flugmenn þurfa ekki að halda um stýri og handfljúga langar leiðir á meðan vélin er í flughæð. Sem dæmi tala bæði ICAO og EASA um „Controlled Rest“ sem leið fyrir flugmenn (einn hvílist í einu) til að leggja sig þurfi flugmenn á því að halda. Í þessu tilfelli áttu þessi samskipti sér stað í hvíld á flugi frá San Francisco á leið til Keflavíkur.“ WOW air mæli þó ekki með því að flugmenn séu í samskiptum við farþega með „AirDrop" í gegnum farsíma eða önnur tæki á meðan á flugi stendur. Notkun raftækja svo sem Ipad í stjórnklefa er mjög algeng hjá flugfélögum að sögn Svanhvítar þar sem að flest flugfélög vilja síður nota kort og pappír eins og áður fyrr en það sparar til dæmis eldsneyti og pappír. Málið verði rannsakað nánar og rætt verður við flugstjórana.
WOW Air Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira