Konur með legslímuflakk falinn hópur í þjóðfélaginu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2017 20:15 Endómetríósa eða legslímuflakk er sjúkdómur sem konur bera ekki utan á sér en greiningum hjá Landspítalanum hefur fjölgað á undanförnum árum. Sérfræðingur í kvensjúkdómum segir verkjalyf ekki lausnina þegar sjúkdómurinn með meðhöndlaður. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af frumum úr innra lagi legsins og finnst á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegum kringumstæðum ættu þessar frumur að fara úr líkamanum við blæðingar en þær frumur sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærum og mynda þar legslímuflakk sem veldur bólgum og blöðrumyndun. Hluti einkenna kvenna með legslímuflakk eru meðal annast; mikill sársauki fyrir eða við blæðingar, sársauki við egglos, verkir við samfarir og þvaglát. Uppblásinn magi, ófrjósemi og síþeyta. Sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítalans segir að tilfellum kvenna með legslímuflakk sé að fjölg. „Það er stór hluti af endómetríósu-sjúklingum sem við erum að greina vegna aukinnar aðgerðartækni. Við sjáum betur og þekkjum betur sjúkdóminn,“ segir Anna Smith, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Erfðafræði getur haft áhrif á það hvort kona sé með legslímuflakk en hluti þeirra sem greinast þarf ekki að finna fyrir einkennum. „Það er aftur á móti hinar þessi fáa prósenta sem verður virkilega slæm sem við viljum alls ekki missa af,“ segir Auður. Auður segir að gott sé að langt líði á milli blæðinga hjá konum sem hafa einkenni legslímuflakks. „Aðal málið er að greina þær og ná þeim út úr hópnum sem hafa til dæmis ættarsögu. Eru með miklar blæðingar eða mikla túrverki sem er að trufla þeirra lífsgæði. Það dugar ekki að taka panodíl eða íbúfen. Auður segir að heppilegasta aðferðin sé inntaka getnaðarvarnapillunnar en fyrir konur sem eru í barneignahugleiðingum þá þurfa þær að fá greiningu á sjúkdómnum sem fyrst og halda honum niðri fram að barneignum sem þarf að skipuleggja vel. „Það er að segja, konur með endómetríósu eru á blæðingastoppandi meðferð þar til þær eru tilbúnar og reyna þá, því það er talsverður hópur kvenna með endómetríósu sem þurfa aðstoð við þungun,“ segir Auður. Auður segir þær konur sem takist á við legslímuflakk sé falinn hópur í þjóðfélaginu en fjórða mars síðast liðinn hófst vika endómetríósu á Íslandi. Á miðvikudag verður haldið málþing á Landspítalanum um sjúkdóminn þar sem meðal annars sérfræðingar koma fram og ræða lífsgæði með meðferðarúrræði við legslímuflakki Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Endómetríósa eða legslímuflakk er sjúkdómur sem konur bera ekki utan á sér en greiningum hjá Landspítalanum hefur fjölgað á undanförnum árum. Sérfræðingur í kvensjúkdómum segir verkjalyf ekki lausnina þegar sjúkdómurinn með meðhöndlaður. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af frumum úr innra lagi legsins og finnst á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegum kringumstæðum ættu þessar frumur að fara úr líkamanum við blæðingar en þær frumur sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærum og mynda þar legslímuflakk sem veldur bólgum og blöðrumyndun. Hluti einkenna kvenna með legslímuflakk eru meðal annast; mikill sársauki fyrir eða við blæðingar, sársauki við egglos, verkir við samfarir og þvaglát. Uppblásinn magi, ófrjósemi og síþeyta. Sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítalans segir að tilfellum kvenna með legslímuflakk sé að fjölg. „Það er stór hluti af endómetríósu-sjúklingum sem við erum að greina vegna aukinnar aðgerðartækni. Við sjáum betur og þekkjum betur sjúkdóminn,“ segir Anna Smith, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Erfðafræði getur haft áhrif á það hvort kona sé með legslímuflakk en hluti þeirra sem greinast þarf ekki að finna fyrir einkennum. „Það er aftur á móti hinar þessi fáa prósenta sem verður virkilega slæm sem við viljum alls ekki missa af,“ segir Auður. Auður segir að gott sé að langt líði á milli blæðinga hjá konum sem hafa einkenni legslímuflakks. „Aðal málið er að greina þær og ná þeim út úr hópnum sem hafa til dæmis ættarsögu. Eru með miklar blæðingar eða mikla túrverki sem er að trufla þeirra lífsgæði. Það dugar ekki að taka panodíl eða íbúfen. Auður segir að heppilegasta aðferðin sé inntaka getnaðarvarnapillunnar en fyrir konur sem eru í barneignahugleiðingum þá þurfa þær að fá greiningu á sjúkdómnum sem fyrst og halda honum niðri fram að barneignum sem þarf að skipuleggja vel. „Það er að segja, konur með endómetríósu eru á blæðingastoppandi meðferð þar til þær eru tilbúnar og reyna þá, því það er talsverður hópur kvenna með endómetríósu sem þurfa aðstoð við þungun,“ segir Auður. Auður segir þær konur sem takist á við legslímuflakk sé falinn hópur í þjóðfélaginu en fjórða mars síðast liðinn hófst vika endómetríósu á Íslandi. Á miðvikudag verður haldið málþing á Landspítalanum um sjúkdóminn þar sem meðal annars sérfræðingar koma fram og ræða lífsgæði með meðferðarúrræði við legslímuflakki
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira