Sjö ára uppbygging Fjölnis bar ávöxt: „Þetta var mögnuð tilfinning“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2017 19:00 Sjö ára langt verkefni karlaliðs Fjölnis í handbolta bar ávöxt um helgina þegar liðið komst í fyrsta sinn undir eigin merkjum upp í efstu deild. Eftir tap í oddaleik í umspili um sæti í Olís-deildinni undanfarin tvö tímabil er Fjölnir loks komið, í fyrsta sinn í sögu félagsins, upp í efstu deild. Liðið er búið að vinna alla 17 leiki tímabilsins og er með ellefu stiga forskot þegar tíu stig eru eftir í pottinum. Sveinn Þorgeirsson hefur í níu ár verið yfirþjálfari Fjölnis og sinnt því samhliða að spila með Víkingi og Haukum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Hann sneri alfarið aftur heim fyrir þremur árum síðan og fór með uppeldisfélagi sínu upp um deild á laugardaginn. „Þetta var mögnuð tilfinning en pínu óvænt því við áttum von á að þurfa að bíða aðeins lengur eftir að fagna þessum titli. Þetta var virkilega sætt og kærkomið,“ segir Sveinn við íþróttadeild. Ferlið hefur verið langt hjá Fjölni. Liðið skráði meistaraflokk karla aftur til leiks árið 2009 og vann ekki nema fimmtán leiki fyrstu sex tímabilin. Ungum og uppöldum strákum, aðeins 15 og 16 ára gömlum, var hent í djúpu laugina og þeim leyft að vaxa og dafna. Uppskeran er úrvalsdeildarlið með 80 prósent heimamenn. „Við settum af stað verkefni sem heitir Fjölnir 2014. Það fór í rauninni af stað um 2010. Þá náðist að mynda samstöðu á milli leikmanna - sem voru mjög ungir - og foreldra þeirra um umgjörðina í Fjölni. Þetta var langtímaverkefni sem myndi taka tíma og þakklæti mitt í garð þessa hóps, bæði leikmanna og umgjarðarinnar, er bara óendanlegt,“ segir Sveinn. Þolinmæðin hefur verið mikil og starfið gott í Dalhúsum, svo ekki sé talað um alla efnilegu strákana sem héldu tryggð við félagið. „Þetta er búið að vera rúmlega sjö ára ferli og vinnan sem hefur verið lögð á sig hér innanhús er ekki lítil. Þessi hollusta og þolinmæði gagnvart verkefninu hefur verið með eindæmum.“ Sveinn hefur komið með beinum hætti að uppgangi Fjölnis ásamt mörgum öðrum bæði sem þjálfari, yfirþjálfari og leikmaður. Hann viðurkennir að laugardaginn var sérstakur fyrir hann persónulega. „Hann var það vissulega og í raun hálfóraunverulegur. Ég vil nú meina að ég hafi bara verið til staðar því það sem tókst vel var að fá ótrúlega öflugt fólk og ég segi bara takk við það fólk. Þið vitið hver þið eruð,“ segir Sveinn Þorgeirsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um uppganginn hjá Fjölni má sjá í spilaranum efst í fréttinni en nér að neðan má sjá allt viðtalið við Svein Þorgeirsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Sjö ára langt verkefni karlaliðs Fjölnis í handbolta bar ávöxt um helgina þegar liðið komst í fyrsta sinn undir eigin merkjum upp í efstu deild. Eftir tap í oddaleik í umspili um sæti í Olís-deildinni undanfarin tvö tímabil er Fjölnir loks komið, í fyrsta sinn í sögu félagsins, upp í efstu deild. Liðið er búið að vinna alla 17 leiki tímabilsins og er með ellefu stiga forskot þegar tíu stig eru eftir í pottinum. Sveinn Þorgeirsson hefur í níu ár verið yfirþjálfari Fjölnis og sinnt því samhliða að spila með Víkingi og Haukum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Hann sneri alfarið aftur heim fyrir þremur árum síðan og fór með uppeldisfélagi sínu upp um deild á laugardaginn. „Þetta var mögnuð tilfinning en pínu óvænt því við áttum von á að þurfa að bíða aðeins lengur eftir að fagna þessum titli. Þetta var virkilega sætt og kærkomið,“ segir Sveinn við íþróttadeild. Ferlið hefur verið langt hjá Fjölni. Liðið skráði meistaraflokk karla aftur til leiks árið 2009 og vann ekki nema fimmtán leiki fyrstu sex tímabilin. Ungum og uppöldum strákum, aðeins 15 og 16 ára gömlum, var hent í djúpu laugina og þeim leyft að vaxa og dafna. Uppskeran er úrvalsdeildarlið með 80 prósent heimamenn. „Við settum af stað verkefni sem heitir Fjölnir 2014. Það fór í rauninni af stað um 2010. Þá náðist að mynda samstöðu á milli leikmanna - sem voru mjög ungir - og foreldra þeirra um umgjörðina í Fjölni. Þetta var langtímaverkefni sem myndi taka tíma og þakklæti mitt í garð þessa hóps, bæði leikmanna og umgjarðarinnar, er bara óendanlegt,“ segir Sveinn. Þolinmæðin hefur verið mikil og starfið gott í Dalhúsum, svo ekki sé talað um alla efnilegu strákana sem héldu tryggð við félagið. „Þetta er búið að vera rúmlega sjö ára ferli og vinnan sem hefur verið lögð á sig hér innanhús er ekki lítil. Þessi hollusta og þolinmæði gagnvart verkefninu hefur verið með eindæmum.“ Sveinn hefur komið með beinum hætti að uppgangi Fjölnis ásamt mörgum öðrum bæði sem þjálfari, yfirþjálfari og leikmaður. Hann viðurkennir að laugardaginn var sérstakur fyrir hann persónulega. „Hann var það vissulega og í raun hálfóraunverulegur. Ég vil nú meina að ég hafi bara verið til staðar því það sem tókst vel var að fá ótrúlega öflugt fólk og ég segi bara takk við það fólk. Þið vitið hver þið eruð,“ segir Sveinn Þorgeirsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um uppganginn hjá Fjölni má sjá í spilaranum efst í fréttinni en nér að neðan má sjá allt viðtalið við Svein Þorgeirsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn