Ívar: Bara hlegið og öskrað í Körfuboltakvöldi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 09:00 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að halda uppi vörnum fyrir sjálfan sig í gær eftir skíðaferðina frægu sem hann fór í er Haukar spiluðu mikilvægasta leik tímabilsins fyrir síðustu helgi. Ívar kom svo heim á laugardag og stýrði Haukaliðinu til sigurs gegn Stjörnunni í gær. Sá sigur dugði til þess að tryggja veru Hauka í efstu deild á næsta tímabili þar sem Skallagrímur tapaði á sama tíma og féll. Ívar viðurkenndi að það væri fréttnæmt að hann hefði farið í skíðaferðina en kvartaði samt yfir umfjölluninni sem var bæði í Körfuboltakvöldi sem og á Vísi. „Það er fréttnæmt en það er kannski ekki eðlilegt að eyða tveimur vikum í það,“ sagði Ívar en ofanritaður benti Ívari á að það hefði nú enginn eytt neinum tveimur vikum í að gagnrýna ferðina. „Það var samt þannig.“ Ívar skrifaði á Facebook, eftir að hann hélt í ferðina frægu, að honum hafi fundist það ótrúlegt að umræða um hann hefði „næstum fyllt heilan þátt að körfuboltakvöldi í stað þess að fjalla um leikina sjálfa“. Blaðamaður benti Ívari góðfúslega á að í þessu tilviki hefði verið rætt um hans mál í fjórar mínútur í 106 mínútna þætti. Er það heill þáttur? „Mikið til því hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og skautaði svo yfir í aðra sálma. Hann sagði Haukaliðið hafa rætt saman áður en hann fór út og hann hefði verið langt kominn með að hætta við að fara í ferðina. Hann segir að með því að fara í ferðina hefði pressan farið á hann og af leikmönnunum. Það hafi verið fínt þó svo hann virkaði nú ekki beint yfir sig hamingjusamur með það. „Nei, nei. Ég vissi alveg að það yrði rætt um þetta. Það er eðlilegt en menn þurfa að gera það kannski á vitrænan hátt,“ segir Ívar en getur hann fært rök fyrir því að það hafi verið gert á óvitrænan hátt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ sagði Ívar og rökstuddi mál sitt ekki frekar. Þjálfarinn segir að eftir á að hyggja hafi sú ákvörðun hans að fara á skíði á míðju tímabili verið það besta sem hafi getað komið fyrir liðið. „Það held ég. Við erum búnir að vera mjög góðir eftir að ég fór.“ Sjá má viðtalið við Ívar frá því í gær hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að halda uppi vörnum fyrir sjálfan sig í gær eftir skíðaferðina frægu sem hann fór í er Haukar spiluðu mikilvægasta leik tímabilsins fyrir síðustu helgi. Ívar kom svo heim á laugardag og stýrði Haukaliðinu til sigurs gegn Stjörnunni í gær. Sá sigur dugði til þess að tryggja veru Hauka í efstu deild á næsta tímabili þar sem Skallagrímur tapaði á sama tíma og féll. Ívar viðurkenndi að það væri fréttnæmt að hann hefði farið í skíðaferðina en kvartaði samt yfir umfjölluninni sem var bæði í Körfuboltakvöldi sem og á Vísi. „Það er fréttnæmt en það er kannski ekki eðlilegt að eyða tveimur vikum í það,“ sagði Ívar en ofanritaður benti Ívari á að það hefði nú enginn eytt neinum tveimur vikum í að gagnrýna ferðina. „Það var samt þannig.“ Ívar skrifaði á Facebook, eftir að hann hélt í ferðina frægu, að honum hafi fundist það ótrúlegt að umræða um hann hefði „næstum fyllt heilan þátt að körfuboltakvöldi í stað þess að fjalla um leikina sjálfa“. Blaðamaður benti Ívari góðfúslega á að í þessu tilviki hefði verið rætt um hans mál í fjórar mínútur í 106 mínútna þætti. Er það heill þáttur? „Mikið til því hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og skautaði svo yfir í aðra sálma. Hann sagði Haukaliðið hafa rætt saman áður en hann fór út og hann hefði verið langt kominn með að hætta við að fara í ferðina. Hann segir að með því að fara í ferðina hefði pressan farið á hann og af leikmönnunum. Það hafi verið fínt þó svo hann virkaði nú ekki beint yfir sig hamingjusamur með það. „Nei, nei. Ég vissi alveg að það yrði rætt um þetta. Það er eðlilegt en menn þurfa að gera það kannski á vitrænan hátt,“ segir Ívar en getur hann fært rök fyrir því að það hafi verið gert á óvitrænan hátt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ sagði Ívar og rökstuddi mál sitt ekki frekar. Þjálfarinn segir að eftir á að hyggja hafi sú ákvörðun hans að fara á skíði á míðju tímabili verið það besta sem hafi getað komið fyrir liðið. „Það held ég. Við erum búnir að vera mjög góðir eftir að ég fór.“ Sjá má viðtalið við Ívar frá því í gær hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00