Áhætta á kostnað almennings Oddný G. Harðardóttir skrifar 6. mars 2017 07:00 Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins liggja drög að endurskoðaðri eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnunni er ekkert rætt um breytt skipulag bankakerfisins til hagsbóta fyrir almenning. Þó er tækifæri til þess einmitt nú þegar ríkið á stærsta hluta bankakerfisins. Allt á að selja nema minnihluta (34-40%) í Landsbankanum. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að allar fjármálastofnanirnar verði óbreyttar og haldi áfram í sömu mynd og þær eru í dag og engin merki um að ríkið leggi áherslu á breytta menningu eða siðferði innan kerfisins frá því sem var fyrir hrun. Við horfum á nánast sama bankakerfið og fyrir hrun og sömu áhættu á herðum almennings. Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Ríkið á þvert á móti að beita eigendaáhrifum sínum í bönkunum til þess að stuðla að heppilegri þróun á fjármálamarkaði og það á að fara í þá vinnu strax. Nú eru vogunarsjóðir líklega að eignast fyrsta eignarhlutinn sem er seldur í banka eftir að samið var við kröfuhafa. Hverjir eru eigendur þessara vogunarsjóða? Er það virkilega stefna nýrrar ríkisstjórnar að hér verði nánast sama bankakerfi og fyrir hrun með vogunarsjóði í broddi fylkingar? Á að endurtaka sömu mistök og við síðustu einkavæðingu? Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hagur almennings er best varinn með því að fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning. Við eigum alls ekki að selja bankana frá okkur núna í óbreyttri mynd, heldur nýta tækifærið til að bæta bankakerfið til hagsbóta fyrir almenning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins liggja drög að endurskoðaðri eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnunni er ekkert rætt um breytt skipulag bankakerfisins til hagsbóta fyrir almenning. Þó er tækifæri til þess einmitt nú þegar ríkið á stærsta hluta bankakerfisins. Allt á að selja nema minnihluta (34-40%) í Landsbankanum. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að allar fjármálastofnanirnar verði óbreyttar og haldi áfram í sömu mynd og þær eru í dag og engin merki um að ríkið leggi áherslu á breytta menningu eða siðferði innan kerfisins frá því sem var fyrir hrun. Við horfum á nánast sama bankakerfið og fyrir hrun og sömu áhættu á herðum almennings. Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Ríkið á þvert á móti að beita eigendaáhrifum sínum í bönkunum til þess að stuðla að heppilegri þróun á fjármálamarkaði og það á að fara í þá vinnu strax. Nú eru vogunarsjóðir líklega að eignast fyrsta eignarhlutinn sem er seldur í banka eftir að samið var við kröfuhafa. Hverjir eru eigendur þessara vogunarsjóða? Er það virkilega stefna nýrrar ríkisstjórnar að hér verði nánast sama bankakerfi og fyrir hrun með vogunarsjóði í broddi fylkingar? Á að endurtaka sömu mistök og við síðustu einkavæðingu? Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hagur almennings er best varinn með því að fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning. Við eigum alls ekki að selja bankana frá okkur núna í óbreyttri mynd, heldur nýta tækifærið til að bæta bankakerfið til hagsbóta fyrir almenning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun