Segja drög að frumvarpi um rafrettur illa undirbúin og skorta rök Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. mars 2017 21:58 "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um drög að frumvarpi um rafrettur. Vísir/Getty „Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um drög að frumvarpi um rafrettur. Félagið telur skorta rök fyrir „viðurhlutamiklu inngripi í athafnafrelsi fólks, sem felist í banni við notkun rafretta á tilteknum stöðum.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. FA hefur sent velferðarráðuneytinu umsögn um drögin. Þar bendir félagið á að með frumvarpinu eigi að innleiða hluta af tilskipun Evrópusambandsins. „Engin greinargerð fylgi hins vegar frumvarpsdrögunum og því sé engin leið að sjá hvaða greinar frumvarpsins eigi rætur að rekja til Evróputilskipunar. Félagið rifjar upp og tekur undir nýlega gagnrýni ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur, sem átelur að við samningu lagafrumvarpa sem varða regluverk atvinnulífsins sé greiningu á hugsanlegum íþyngjandi áhrifum reglna mjög ábótavant.“ Í öðru lagi segir félagið að mjög skiptar skoðanir séu um rafsígarettur, meðal annars meðal lækna. „Telur FA að afstaða ráðuneytisins verði að byggja á haldbærum rökum þar sem vísindaleg gögn um rafsígarettur og áhrif þeirra eru lögð til grundvallar,“ segir í umsögninni. „Lýðheilsurök eru fyrir því að notkun rafsígarettna afstýri heilsutjóni, með því að reykingamenn hætti að reykja og færi sig yfir í notkun þeirra í staðinn. Jafnframt eru rök fyrir því að það kunni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu að ungt fólk sem byrjar að fikta við rafsígarettur leiðist síðar út í tóbaksreykingar. Ekkert hefur komið fram um það hvernig þessi rök voru vegin saman áður en ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu sem fram kemur í frumvarpinu.“ Þá gagnrýnir félagið að lagt sé til að sömu takmarkanir verði á notkun rafsígaretta og reyktóbaks og óheimilt að nota þær á tilteknum stöðum. „Bann á tiltekinni háttsemi er viðurhlutamikið inngrip í athafnafrelsi manna sem verður að byggja á fullnægjandi gögnum. Varla er ástæða til að banna notkun rafsígaretta í tilteknum rýmum nema sýnt sé fram á að hún valdi fólki í rýminu sambærilegum skaða og tóbaksreykingar. Þá má velta því upp hvaða rök standi til þess að hindra sýnileika rafsígaretta og áfyllingaríláta í verslunum, eins og lagt er til í 5. gr. frumvarpsins, meðan t.d. nikótíntyggjó, sem gegnir sama hlutverki þ.e. að aðstoða fólk við að hætta að reykja, er sýnilegt viðskiptavinum. Hér líkt og í öðrum málum verður að gæta jafnræðis og meðalhófs.“ Loks fer FA fram á að verði frumvarpsdrögin að lögum verði gefinn mun lengri aðlögunartími fyrir innflytjendur og seljendur rafsígaretta en þar er gert ráð fyrir, svo fyrirtækin geti gert áætlanir í samræmi við nýtt regluverk. Rafrettur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
„Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um drög að frumvarpi um rafrettur. Félagið telur skorta rök fyrir „viðurhlutamiklu inngripi í athafnafrelsi fólks, sem felist í banni við notkun rafretta á tilteknum stöðum.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. FA hefur sent velferðarráðuneytinu umsögn um drögin. Þar bendir félagið á að með frumvarpinu eigi að innleiða hluta af tilskipun Evrópusambandsins. „Engin greinargerð fylgi hins vegar frumvarpsdrögunum og því sé engin leið að sjá hvaða greinar frumvarpsins eigi rætur að rekja til Evróputilskipunar. Félagið rifjar upp og tekur undir nýlega gagnrýni ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur, sem átelur að við samningu lagafrumvarpa sem varða regluverk atvinnulífsins sé greiningu á hugsanlegum íþyngjandi áhrifum reglna mjög ábótavant.“ Í öðru lagi segir félagið að mjög skiptar skoðanir séu um rafsígarettur, meðal annars meðal lækna. „Telur FA að afstaða ráðuneytisins verði að byggja á haldbærum rökum þar sem vísindaleg gögn um rafsígarettur og áhrif þeirra eru lögð til grundvallar,“ segir í umsögninni. „Lýðheilsurök eru fyrir því að notkun rafsígarettna afstýri heilsutjóni, með því að reykingamenn hætti að reykja og færi sig yfir í notkun þeirra í staðinn. Jafnframt eru rök fyrir því að það kunni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu að ungt fólk sem byrjar að fikta við rafsígarettur leiðist síðar út í tóbaksreykingar. Ekkert hefur komið fram um það hvernig þessi rök voru vegin saman áður en ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu sem fram kemur í frumvarpinu.“ Þá gagnrýnir félagið að lagt sé til að sömu takmarkanir verði á notkun rafsígaretta og reyktóbaks og óheimilt að nota þær á tilteknum stöðum. „Bann á tiltekinni háttsemi er viðurhlutamikið inngrip í athafnafrelsi manna sem verður að byggja á fullnægjandi gögnum. Varla er ástæða til að banna notkun rafsígaretta í tilteknum rýmum nema sýnt sé fram á að hún valdi fólki í rýminu sambærilegum skaða og tóbaksreykingar. Þá má velta því upp hvaða rök standi til þess að hindra sýnileika rafsígaretta og áfyllingaríláta í verslunum, eins og lagt er til í 5. gr. frumvarpsins, meðan t.d. nikótíntyggjó, sem gegnir sama hlutverki þ.e. að aðstoða fólk við að hætta að reykja, er sýnilegt viðskiptavinum. Hér líkt og í öðrum málum verður að gæta jafnræðis og meðalhófs.“ Loks fer FA fram á að verði frumvarpsdrögin að lögum verði gefinn mun lengri aðlögunartími fyrir innflytjendur og seljendur rafsígaretta en þar er gert ráð fyrir, svo fyrirtækin geti gert áætlanir í samræmi við nýtt regluverk.
Rafrettur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira