Juncker spyr hvert Evrópa vilji fara: Kynnti fimm sviðsmyndir um framtíð ESB 1. mars 2017 23:30 Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vísir/AFP „Hvert viljið þið, Evrópa,“ spurði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hann kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. Í hvítbókinni voru útlistaðar fimm ólíkar sviðsmyndir um hvernig framtíð sambandsins gæti þróast, en það er nú leiðtoga aðildarríkjanna að taka afstöðu til þess hvert skuli stefna. „Nú þegar við höldum áfram og ritum nýjan kafla í sögu okkar er kominn tími til að við leitum nýrra svara við spurningu sem er jafn krefjandi og sambandið er ungt: Quo vadis, Europa?“ sagði Juncker. Mikið hefur verið rætt um hvert Evrópusambandið skuli stefna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með útgöngu landsins úr sambandinu. Þurfa þau 27 aðildarríki sem eftir verða að ákveða hvert skuli stefna.Fimm sviðsmyndirÍ hvítbókinni má finna fimm ólíkar sviðsmyndir um framtíð sambandsins. Titlar þeirra segja í raun mikið um innihaldið.Halda áfram líkt og áður – einungis með smærri breytingum á sambandinu í kjölfar útgöngu Bretlands.Einungis innri markaðurinn – áhersla lögð á fá hið frjálsa flæði vara og fjármagns til að virka almennilega, en hverfa frá samstarfi á öðrum sviðum, allt frá innflytjendamálum til umhverfismála.Þeir sem vilja meira gera meira – viljug aðildarríki auka samstarf sitt á ólíkum sviðum, til dæmis á sviði vinnumarkaðsmála, löggæslumála eða eftirliti með farartækjum.Gera minna en vera skilvirkari – aukinn áhersla skuli lögð á að vera samstíga þegar kemur að viðskiptum, öryggi, innflytjendamálum og varnarmálum, en aðrir málaflokkar – til að mynda lýðheilsumál, neytendavernd, umhverfismál og vinnumarkaðsmál – verði á könnu einstakra aðildarríkja.Gera mun meira saman – til að mynda með því að stofna til varnarbandalags, auka miðstýringu þegar kemur að málefnum flóttafólks og að sambandið taki upp eigin skattheimtu. Vill skapa umræðuHugmyndin er þó ekki að leiðtogar aðildarríkjanna velji einn af kostunum fimm, heldur frekar að skapa umræðu um þær sviðsmyndir sem mest heilla. Ætlunin er sem sagt að koma af stað umræðu og í haust mun framkvæmdastjórnin svo leggja fram sína skoðun. Hugmyndir um aukna samvinnu og dýpri samruna hafa víða mætt talsverðri andstöðu, sér í lagi í hópi aðildarríkja austarlega í álfunni, svo sem Póllandi og Ungverjalandi. Óttast margir að þau gætu orðið að afgangsstærð í Evrópusamstarfinu ef Frakkar og Þjóðverjar þrýsta á frekari samruna þar sem fleiri málaflokkar myndu falla undir yfirþjóðlegt vald stofnana Evrópusambandsins. Þannig eru ólíkar hugmyndir um framtíð sambandsins og hafa heyrst æ háværari raddir um að réttast sé að aðildarríkjum verði boðið upp á að ákveða sjálf að hve miklu leyti og á hvaða hraða þau taki þátt í Evrópusamstarfinu. Brexit Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira
„Hvert viljið þið, Evrópa,“ spurði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hann kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. Í hvítbókinni voru útlistaðar fimm ólíkar sviðsmyndir um hvernig framtíð sambandsins gæti þróast, en það er nú leiðtoga aðildarríkjanna að taka afstöðu til þess hvert skuli stefna. „Nú þegar við höldum áfram og ritum nýjan kafla í sögu okkar er kominn tími til að við leitum nýrra svara við spurningu sem er jafn krefjandi og sambandið er ungt: Quo vadis, Europa?“ sagði Juncker. Mikið hefur verið rætt um hvert Evrópusambandið skuli stefna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með útgöngu landsins úr sambandinu. Þurfa þau 27 aðildarríki sem eftir verða að ákveða hvert skuli stefna.Fimm sviðsmyndirÍ hvítbókinni má finna fimm ólíkar sviðsmyndir um framtíð sambandsins. Titlar þeirra segja í raun mikið um innihaldið.Halda áfram líkt og áður – einungis með smærri breytingum á sambandinu í kjölfar útgöngu Bretlands.Einungis innri markaðurinn – áhersla lögð á fá hið frjálsa flæði vara og fjármagns til að virka almennilega, en hverfa frá samstarfi á öðrum sviðum, allt frá innflytjendamálum til umhverfismála.Þeir sem vilja meira gera meira – viljug aðildarríki auka samstarf sitt á ólíkum sviðum, til dæmis á sviði vinnumarkaðsmála, löggæslumála eða eftirliti með farartækjum.Gera minna en vera skilvirkari – aukinn áhersla skuli lögð á að vera samstíga þegar kemur að viðskiptum, öryggi, innflytjendamálum og varnarmálum, en aðrir málaflokkar – til að mynda lýðheilsumál, neytendavernd, umhverfismál og vinnumarkaðsmál – verði á könnu einstakra aðildarríkja.Gera mun meira saman – til að mynda með því að stofna til varnarbandalags, auka miðstýringu þegar kemur að málefnum flóttafólks og að sambandið taki upp eigin skattheimtu. Vill skapa umræðuHugmyndin er þó ekki að leiðtogar aðildarríkjanna velji einn af kostunum fimm, heldur frekar að skapa umræðu um þær sviðsmyndir sem mest heilla. Ætlunin er sem sagt að koma af stað umræðu og í haust mun framkvæmdastjórnin svo leggja fram sína skoðun. Hugmyndir um aukna samvinnu og dýpri samruna hafa víða mætt talsverðri andstöðu, sér í lagi í hópi aðildarríkja austarlega í álfunni, svo sem Póllandi og Ungverjalandi. Óttast margir að þau gætu orðið að afgangsstærð í Evrópusamstarfinu ef Frakkar og Þjóðverjar þrýsta á frekari samruna þar sem fleiri málaflokkar myndu falla undir yfirþjóðlegt vald stofnana Evrópusambandsins. Þannig eru ólíkar hugmyndir um framtíð sambandsins og hafa heyrst æ háværari raddir um að réttast sé að aðildarríkjum verði boðið upp á að ákveða sjálf að hve miklu leyti og á hvaða hraða þau taki þátt í Evrópusamstarfinu.
Brexit Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira