Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. mars 2017 18:37 Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana hjá Landspítalanum varða börn 6 ára og yngri. Forstjóri Lyfjastofnunar segir þetta áhyggjuefni en á morgun setur stofnunin á fót átak til þess að taka á vandanum. Könnunin var framkvæmd af Lyfjastofnun í nóvember á síðasta ári og eru niðurstöðurnar sláandi en þær eru í takt við fjölda fyrirspurna vegna lyfjaeitrunartilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans. „Þetta er verkefni sem við kynntumst hjá norsku lyfjastofnuninni og vakti strax athylgi okkar og við skoðuðum hvort það væri raunverulega ástæða til þess að fara í þetta hérna,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunnar. Spurningarnar voru þrjár. „Hvar eru lyf geymd á heimilinu þínu?“ „Veistu hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf?“ og „Hvernig losar þú þig oftast við útrunnin eða ónotuð lyf?“ Einungis sjö prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og þriðjungur geymir lyf heimilisins á ekki á öruggan hátt. Þá kom í ljós að rétt rúm þrjátíu prósent hafa þekkingu eða upplýsingar um hvernig heppilegast sé að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf. Þriðjungur svarenda, helst ungt fólk, hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.70% telja sig vita hvernig á að losa sig við lyf Þrátt fyrir að tæp 70% telji sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf eru einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika. „Fólk er ekki að geyma lyf rétt heima hjá sér. Það er algjörlega ljóst og hópurinn sem var minnst upplýstur um það hvernig átti að geyma lyf var ungt fólk frá 25 ára til 34 ára,“ segur Rúna. Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans og hefur þessi fjöldi nánast staðið í stað síðustu ár. Fjórðungur fyrirspurna varðaði börn 6 ára og yngri. Á morgun mun Lyfjastofnun hefja átakið „Lyfjaskil - Taktu til“ og miðar það að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á heimilum. „Apótek eiga að taka á móti lyfjum til förgunar. Við erum líka að fara af stað með þetta verkefni núna og við mundum nota samfélagsmiðlana og við verðum með sérstaka heimasíðu sem heitir www.lyfjaskil.is. Við erum líka með facebooksíðu það sem við munum vekja sérstaka athygli á þessu, hvað fólk á að gera. Fara yfir lyfin sín. Skoða fyrningar og fara með lyf sem það ekki er að nota eða eru gömul í Apótek til eyðingar,“ segir Rúna. Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana hjá Landspítalanum varða börn 6 ára og yngri. Forstjóri Lyfjastofnunar segir þetta áhyggjuefni en á morgun setur stofnunin á fót átak til þess að taka á vandanum. Könnunin var framkvæmd af Lyfjastofnun í nóvember á síðasta ári og eru niðurstöðurnar sláandi en þær eru í takt við fjölda fyrirspurna vegna lyfjaeitrunartilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans. „Þetta er verkefni sem við kynntumst hjá norsku lyfjastofnuninni og vakti strax athylgi okkar og við skoðuðum hvort það væri raunverulega ástæða til þess að fara í þetta hérna,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunnar. Spurningarnar voru þrjár. „Hvar eru lyf geymd á heimilinu þínu?“ „Veistu hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf?“ og „Hvernig losar þú þig oftast við útrunnin eða ónotuð lyf?“ Einungis sjö prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og þriðjungur geymir lyf heimilisins á ekki á öruggan hátt. Þá kom í ljós að rétt rúm þrjátíu prósent hafa þekkingu eða upplýsingar um hvernig heppilegast sé að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf. Þriðjungur svarenda, helst ungt fólk, hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.70% telja sig vita hvernig á að losa sig við lyf Þrátt fyrir að tæp 70% telji sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf eru einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika. „Fólk er ekki að geyma lyf rétt heima hjá sér. Það er algjörlega ljóst og hópurinn sem var minnst upplýstur um það hvernig átti að geyma lyf var ungt fólk frá 25 ára til 34 ára,“ segur Rúna. Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans og hefur þessi fjöldi nánast staðið í stað síðustu ár. Fjórðungur fyrirspurna varðaði börn 6 ára og yngri. Á morgun mun Lyfjastofnun hefja átakið „Lyfjaskil - Taktu til“ og miðar það að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á heimilum. „Apótek eiga að taka á móti lyfjum til förgunar. Við erum líka að fara af stað með þetta verkefni núna og við mundum nota samfélagsmiðlana og við verðum með sérstaka heimasíðu sem heitir www.lyfjaskil.is. Við erum líka með facebooksíðu það sem við munum vekja sérstaka athygli á þessu, hvað fólk á að gera. Fara yfir lyfin sín. Skoða fyrningar og fara með lyf sem það ekki er að nota eða eru gömul í Apótek til eyðingar,“ segir Rúna.
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira