Nei, Bill Gates, vélmenni munu ekki auka atvinnuleysi Lars Christensen skrifar 1. mars 2017 13:00 Ef maður lítur til baka á hagsögu heimsins þá hafa stjórnmálamenn annað slagið fundið fyrir undarlegum ótta um að ný tækni muni gera alla atvinnulausa. Að vélarnar taki yfir öll störfin. Og ef það eru ekki vélar sem koma og taka störfin þá eru það „vondu innflytjendurnir“. Upp á síðkastið hefur þessi ótti birst aftur. Þannig lagði Bill Gates, stofnandi Microsoft, nýlega til að tekinn yrði upp skattur á vélmenni. En sannleikurinn er sá að þessi ótti er aðallega útbreiddur á meðal þeirra sem eru ekki hagfræðingar. Það er nánast ómögulegt að finna hagfræðing nokkurs staðar í heiminum sem lýsir áhyggjum af því að tækniþróun (eða innflytjendur) valdi atvinnuleysi. Þvert á móti vitum við, sem hagfræðingar, að framleiðniaukning vegna tækniframfara og starfsgreinaskiptingar er grunnurinn að launahækkunum.Lögmál Says Hagfræðingar vita að það er ekkert tækniatvinnuleysi af því við skiljum það sem kallast lögmál Says sem nefnt er eftir franska hagfræðingnum Jean-Baptiste Say. Yfirleitt segjum við að lögmál Says snúist um að „framboð skapi sína eigin eftirspurn“. Þetta þýðir að þegar eitthvað er framleitt skapi það í sjálfu sér tekjur fyrir þá sem framleiða vöruna (hluthafa og starfsmenn) og að þær tekjur séu notaðar í eftirspurn eftir því sem einhver annar framleiðir. Hvað varðar tæknina þá þýðir þetta að ef tækniframfarir auka framleiðni þá leiðir það til meiri tekna sem í sjálfu sér skapar eftirspurn. Þetta þýðir líka að við getum sjálfsagt ímyndað okkur að hægt verði að skipta út leigubílstjóra með sjálfkeyrandi bíl, en það er ekki það sama og að segja að heildaratvinnuleysi muni aukast. Ef verðið á leigubílaferðum lækkar um helming þá skapar það tekjuaukningu fyrir viðskiptavininn. Þennan tekjuauka getur hann notað til að kaupa aðrar vörur og það skapar sambærileg störf.Heimskuleg hugmynd Svo ef tæknin kemur í stað starfs þá skapar hún annað. Við vitum ekki hvers konar starf það er en ef við lítum á söguna þá hefur orðið gríðarleg tækniþróun án þess að atvinnuleysi hafi aukist. Tökum Bandaríkin sem dæmi. Árið 1960 var bandarískt vinnuafl 60 milljónir manna. Í dag er það 160 milljónir. Á sama tíma hefur framleiðni aukist um 2-3% að meðaltali á ári. En hvað hefur átt sér stað varðandi hlutfall atvinnuleysis? Árið 1950 var atvinnuleysið 5,2%. Núna er það 4,9%. Svo, nei, hvorki fólksfjölgun né framleiðniaukning veldur atvinnuleysi. Þvert á móti skapar þetta velmegun. Þannig er vélmennaskattur Bills Gates bara önnur heimskuleg hugmynd sem gæti gert okkur öll fátækari. Og að lokum má geta þess að við höfum nú þegar vélmennaskatt – hann er kallaður tekjuskattur fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ef maður lítur til baka á hagsögu heimsins þá hafa stjórnmálamenn annað slagið fundið fyrir undarlegum ótta um að ný tækni muni gera alla atvinnulausa. Að vélarnar taki yfir öll störfin. Og ef það eru ekki vélar sem koma og taka störfin þá eru það „vondu innflytjendurnir“. Upp á síðkastið hefur þessi ótti birst aftur. Þannig lagði Bill Gates, stofnandi Microsoft, nýlega til að tekinn yrði upp skattur á vélmenni. En sannleikurinn er sá að þessi ótti er aðallega útbreiddur á meðal þeirra sem eru ekki hagfræðingar. Það er nánast ómögulegt að finna hagfræðing nokkurs staðar í heiminum sem lýsir áhyggjum af því að tækniþróun (eða innflytjendur) valdi atvinnuleysi. Þvert á móti vitum við, sem hagfræðingar, að framleiðniaukning vegna tækniframfara og starfsgreinaskiptingar er grunnurinn að launahækkunum.Lögmál Says Hagfræðingar vita að það er ekkert tækniatvinnuleysi af því við skiljum það sem kallast lögmál Says sem nefnt er eftir franska hagfræðingnum Jean-Baptiste Say. Yfirleitt segjum við að lögmál Says snúist um að „framboð skapi sína eigin eftirspurn“. Þetta þýðir að þegar eitthvað er framleitt skapi það í sjálfu sér tekjur fyrir þá sem framleiða vöruna (hluthafa og starfsmenn) og að þær tekjur séu notaðar í eftirspurn eftir því sem einhver annar framleiðir. Hvað varðar tæknina þá þýðir þetta að ef tækniframfarir auka framleiðni þá leiðir það til meiri tekna sem í sjálfu sér skapar eftirspurn. Þetta þýðir líka að við getum sjálfsagt ímyndað okkur að hægt verði að skipta út leigubílstjóra með sjálfkeyrandi bíl, en það er ekki það sama og að segja að heildaratvinnuleysi muni aukast. Ef verðið á leigubílaferðum lækkar um helming þá skapar það tekjuaukningu fyrir viðskiptavininn. Þennan tekjuauka getur hann notað til að kaupa aðrar vörur og það skapar sambærileg störf.Heimskuleg hugmynd Svo ef tæknin kemur í stað starfs þá skapar hún annað. Við vitum ekki hvers konar starf það er en ef við lítum á söguna þá hefur orðið gríðarleg tækniþróun án þess að atvinnuleysi hafi aukist. Tökum Bandaríkin sem dæmi. Árið 1960 var bandarískt vinnuafl 60 milljónir manna. Í dag er það 160 milljónir. Á sama tíma hefur framleiðni aukist um 2-3% að meðaltali á ári. En hvað hefur átt sér stað varðandi hlutfall atvinnuleysis? Árið 1950 var atvinnuleysið 5,2%. Núna er það 4,9%. Svo, nei, hvorki fólksfjölgun né framleiðniaukning veldur atvinnuleysi. Þvert á móti skapar þetta velmegun. Þannig er vélmennaskattur Bills Gates bara önnur heimskuleg hugmynd sem gæti gert okkur öll fátækari. Og að lokum má geta þess að við höfum nú þegar vélmennaskatt – hann er kallaður tekjuskattur fyrirtækja.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun