Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2017 13:42 „Það eru sannarlega blikur á lofti,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikið áhyggjuefni að styrking krónunnar sé að verða til þess að ferðamenn séu farnir að afbóka ferðir til Íslands. Þungt hljóð sé í mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum vegna óstöðugleika og hætta á að þau flytji úr landi með sína starfsemi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því um helmingur þeirra ferða sem ferðaheildsala í Noregi hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir„Það eru sannarlega blikur á lofti, það er í það minnsta mjög þungt hljóð í mörgum, sérstaklega erlendum ferðaþjónustuheildsölum og einkum þeim sem eru að vinna á viðkvæmum mörkuðum eins og Asíu og Mið-Evrópu. Eitthvað hefur verið að berast af afbókunum en ég átta mig ekki alveg á umfangi þess í stóra samhenginu. Eins og staðan er í dag en sannarlega eru blikur á lofti. Eitt er sterk staða íslensku krónunnar eins og hún er í dag. Hitt er gengisþróunin og þessar miklu sveiflur sem hafa orðið í þróun gengisins síðustu misseri.“ Helga benti á að slíkur óstöðugleiki geri ferðaþjónustunni gríðarlega erfitt fyrir hvað varðar bókanir fram í tímann. „Það er sannarlega þungt hljóð í ferðaheildsölunum, við eigum eftir að sjá hvernig þróunin verður til framtíðar litið. Það væri gott ef það væri ein einföld lausn en við höfum talað fyrir því að það sé með afdrifaríkari hætti gengið í að lækka stýrivextina og aðra þætti. Það er engin ein einföld lausn, hins vegar er auðvitað afskaplega mikilvægt að ná ákveðnum stöðugleika, jafnvægis gengis, fyrir útflutningsgreinarnar. Ef það er ekki jafnvægi og þessar ofboðslega miklu sveiflur er einfaldlega hætta á að fyrirtæki ferðaþjónustunni eins og í öðrum útflutningsgreinum, flytji hreinlega úr landi,“ sagði Helga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikið áhyggjuefni að styrking krónunnar sé að verða til þess að ferðamenn séu farnir að afbóka ferðir til Íslands. Þungt hljóð sé í mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum vegna óstöðugleika og hætta á að þau flytji úr landi með sína starfsemi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því um helmingur þeirra ferða sem ferðaheildsala í Noregi hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir„Það eru sannarlega blikur á lofti, það er í það minnsta mjög þungt hljóð í mörgum, sérstaklega erlendum ferðaþjónustuheildsölum og einkum þeim sem eru að vinna á viðkvæmum mörkuðum eins og Asíu og Mið-Evrópu. Eitthvað hefur verið að berast af afbókunum en ég átta mig ekki alveg á umfangi þess í stóra samhenginu. Eins og staðan er í dag en sannarlega eru blikur á lofti. Eitt er sterk staða íslensku krónunnar eins og hún er í dag. Hitt er gengisþróunin og þessar miklu sveiflur sem hafa orðið í þróun gengisins síðustu misseri.“ Helga benti á að slíkur óstöðugleiki geri ferðaþjónustunni gríðarlega erfitt fyrir hvað varðar bókanir fram í tímann. „Það er sannarlega þungt hljóð í ferðaheildsölunum, við eigum eftir að sjá hvernig þróunin verður til framtíðar litið. Það væri gott ef það væri ein einföld lausn en við höfum talað fyrir því að það sé með afdrifaríkari hætti gengið í að lækka stýrivextina og aðra þætti. Það er engin ein einföld lausn, hins vegar er auðvitað afskaplega mikilvægt að ná ákveðnum stöðugleika, jafnvægis gengis, fyrir útflutningsgreinarnar. Ef það er ekki jafnvægi og þessar ofboðslega miklu sveiflur er einfaldlega hætta á að fyrirtæki ferðaþjónustunni eins og í öðrum útflutningsgreinum, flytji hreinlega úr landi,“ sagði Helga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54