Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - KR 64-81 | KR í kjörstöðu Arnar Geir Halldórsson í Höllinni skrifar 18. mars 2017 18:45 Brynjar Þór skoraði 18 stig. vísir/anton KR vann öruggan sigur á Þór Akureyri 81-64 á Akureyri í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum úrslitakeppni Dominos deildar karla í körfubolta.Af hverju vann KR? Gæði KR liðsins eru óumdeild og þau skinu í gegn þegar á leið leikinn. Þórsarar mættu afar vel stemmdir til leiks og voru betra liðið á vellinum allan fyrri hálfleikinn. Þó þeim hafi tekist að stuða KR-ingana aðeins héldu KR-ingar haus í gegnum mótlætið og komu svo tvíefldir til leiks í síðari hálfleik. Þá var í raun aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lendaBestu menn vallarins: Góð liðsframmistaða KR í síðari hálfleik en fremstir í broddi fylkingar voru þeir Jón Arnór Stefánsson og Brynjar Þór Björnsson. Brynjar snögghitnaði í síðari hálfleik og raðaði niður þristum á meðan Jón Arnór var maðurinn sem KR-ingar leituðu til í vandræðum. Jón Arnór lenti í villuvandræðum snemma leiks og kom lítið við sögu í fyrri hálfleik. Hann sýndi svo sparihliðarnar í síðari hálfleik og það réðu Þórsarar ekki við. Í liði Þórs var Tryggvi Snær Hlinason langbestur og má jafnvel segja að stóra sýningin hafi verið maður leiksins. Þórsarar leituðu mikið að Tryggva og hann svaraði kallinu svo sannarlega. Endar leikinn með 20 stig og áttu KR-ingar í vandræðum með að finna leið framhjá honum, þá sérstaklega í fyrri hálfleik.Tölfræði sem vakti athygli Þriggja stiga nýting Þórsara í síðari hálfleik var afar vond. Liðin voru í svipuðum málum fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik röðuðu KR-ingar niður þristum á meðan ekkert fór ofaní hjá Þór. Í kjölfarið tóku KR-ingar yfirhöndina og keyrðu yfir heimamenn. Þórsarar 4/19 (21%) í þristum en KR-ingar 11/29 (37%).Hvað gekk illa? Þegar KR-ingar settu í fluggír í síðari hálfleik gekk Þórsurum afar illa að halda boltanum sem sést á því að Þórsliðið endar leikinn með yfir 20 tapaða bolta. KR-ingum gekk illa að keyra á körfuna á löngum stundum í leiknum og munaði þar aðallega um Tryggva Snæ.Þór Ak.-KR 64-81 (18-16, 18-16, 15-25, 13-24)Þór Ak.: Tryggvi Snær Hlinason 20/5 fráköst, Darrel Keith Lewis 19/5 fráköst, George Beamon 15/12 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 6/5 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 4, Sindri Davíðsson 0/4 fráköst.KR: Jón Arnór Stefánsson 18/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 18, Pavel Ermolinskij 10/12 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Darri Hilmarsson 9/6 fráköst, Philip Alawoya 9/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 4, Snorri Hrafnkelsson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 2.Finnur Freyr: Menn svöruðu kallinu í síðari hálfleik Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var virkilega ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir vandræði framan af. „Ég var mjög ánægður hvernig menn svöruðu í síðari hálfleik. Mér fannst við hafa öll tækifæri í fyrri hálfleik til að taka af skarið og komast yfir en góður kafli í þriðja leikhluta bjó til muninn og við náðum að fylgja því eftir í fjórða leikhluta,“ sagði Finnur. KR-ingar steinlágu fyrir Þórsurum síðast þegar þeir heimsóttu Akureyri. Var farið að fara um Finn í fyrri hálfleik í ljósi þess að Þórsarar leiddu leikinn? „Nei það fór ekki um mig. Mér fannst það vera í spilunum að við gætum stigið inn og tekið yfirhöndina. Það var smá doði yfir okkur í fyrri hálfleik en virkilega sterk innkoma í seinni. Við náðum að setja saman vörnina og skotin fóru að detta,“ sagði Finnur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, kvartaði yfir meðferðinni sem Tryggvi Snær Hlinason hefur fengið í vetur eftir fyrsta leik liðanna. KR-ingar tóku harkalega á Tryggva í dag en Finnur segist skilja umræðuna að vissu leyti. „Við fengum helmingi fleiri villur á okkur en þeir í fyrsta leiknum og við fáum fleiri villur á okkur í dag. Tryggvi er stór strákur. Við vorum með stóran strák í Craion í fyrra sem okkur fannst stundum fá lítið. Ég held að það sé ekki bara Tryggvi heldur fullt af leikmönnum. Ég skil þá vel en ég held að þetta sé ekki að hafa mikil áhrif,“ sagði Finnur. Finnur nýtti svo tækifærið og hrósaði ungum KR-ingum sem leigðu sér rútu til að mæta norður og styðja við bakið á liðinu. Finnur krefst þess að liðið verðlauni þessa drengi með því að klára einvígið á heimavelli næstkomandi þriðjudag. „Ég krefst þess af mínum mönnum að við mætum vel einbeittir í næsta leik. Sérstaklega í ljósi þess að við erum með fullt af ungum flottum KR-ingum sem að höfðu fyrir því að koma alla leið til Akureyrar til að hvetja okkur. Þeir leigðu sér rútu fimmtán saman og við verðum að svara kallinu og mæta af alvöru í næsta leik,“ segir Finnur.Benedikt: Ætlum að fá einn heimaleik í viðbót Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var vonsvikinn í leikslok en var nokkuð sáttur með framlag sinna manna. Betra liðið hafi einfaldlega unnið í dag. „Við gáfum allt í þetta en það bara dugði ekki. Þeir voru bara betri. Við gerðum allt sem við gátum og það gekk framan af. Svo komu bara gæðin þeirra í ljós í síðari hálfleik,“ sagði Benedikt. „Þriðji leikhluti hefur oft reynst okkur erfiður vetur. Við vorum samt ennþá yfir um miðjan þriðja leikhluta. Þeir ná að taka okkur út úr okkar leik. Þeir eru hraðir og sterkari í öllum stöðum. Það var virkilega erfitt að sækja á þá og ég var bara nokkuð ánægður með varnarleikinn okkar. Til að vinna KR þurfum við bara fleiri stig frá fleiri mönnum,“ sagði Benedikt. Hann sá sig knúinn til að hrósa dómarateyminu eftir að hafa skotið föstum skotum á dómarastéttina eftir síðasta leik. „Ég skaut aðeins á dómarastéttina eftir síðasta leik og ég má til með hrósa þessu teymi hér í dag. Við fengum tvo FIBA dómara og þessi leikur var rosalega vel dæmdur. Menn fengu ekki að hanga í Tryggva eða ýta honum eins og hefur verið þessi tvö ár sem ég hef verið með hann,“ sagði þjálfarinn. KR-ingar leiða nú einvígið 2-0 en Benedikt er staðráðinn í að færa Akureyringum meiri körfubolta í vetur. Hann hrósaði stuðningsmönnum félagsins en áhorfendur voru á milli 700-800 í Höllinni í dag og stemningin afar góð. „Við erum ekki hættir. Við ætlum að fá einn heimaleik í viðbót. Ég neita að þetta sé síðasti heimaleikurinn okkar. Við trúum því að við getum náð fleiri leikjum en þrem. Það myndi gefa félaginu mikið og við viljum að áhorfendurnir fái annan leik í vetur. Við ætlum að gera allt til að KR-ingar þurfi að koma aftur hingað norður,“ sagði Benedikt. „Mjölnismenn voru frábærir. Stuðningurinn í vetur hefur komið mér mikið á óvart. Það er greinilega áhugi fyrir körfubolta á Akureyri. Þetta var ekki svona. Liðið var að spila í Síðuskóla fyrir framan 50 manns í mesta lagi fyrir tveimur árum.“Bein lýsing: Þór Ak. - KR Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Þór Akureyri 81-64 á Akureyri í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum úrslitakeppni Dominos deildar karla í körfubolta.Af hverju vann KR? Gæði KR liðsins eru óumdeild og þau skinu í gegn þegar á leið leikinn. Þórsarar mættu afar vel stemmdir til leiks og voru betra liðið á vellinum allan fyrri hálfleikinn. Þó þeim hafi tekist að stuða KR-ingana aðeins héldu KR-ingar haus í gegnum mótlætið og komu svo tvíefldir til leiks í síðari hálfleik. Þá var í raun aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lendaBestu menn vallarins: Góð liðsframmistaða KR í síðari hálfleik en fremstir í broddi fylkingar voru þeir Jón Arnór Stefánsson og Brynjar Þór Björnsson. Brynjar snögghitnaði í síðari hálfleik og raðaði niður þristum á meðan Jón Arnór var maðurinn sem KR-ingar leituðu til í vandræðum. Jón Arnór lenti í villuvandræðum snemma leiks og kom lítið við sögu í fyrri hálfleik. Hann sýndi svo sparihliðarnar í síðari hálfleik og það réðu Þórsarar ekki við. Í liði Þórs var Tryggvi Snær Hlinason langbestur og má jafnvel segja að stóra sýningin hafi verið maður leiksins. Þórsarar leituðu mikið að Tryggva og hann svaraði kallinu svo sannarlega. Endar leikinn með 20 stig og áttu KR-ingar í vandræðum með að finna leið framhjá honum, þá sérstaklega í fyrri hálfleik.Tölfræði sem vakti athygli Þriggja stiga nýting Þórsara í síðari hálfleik var afar vond. Liðin voru í svipuðum málum fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik röðuðu KR-ingar niður þristum á meðan ekkert fór ofaní hjá Þór. Í kjölfarið tóku KR-ingar yfirhöndina og keyrðu yfir heimamenn. Þórsarar 4/19 (21%) í þristum en KR-ingar 11/29 (37%).Hvað gekk illa? Þegar KR-ingar settu í fluggír í síðari hálfleik gekk Þórsurum afar illa að halda boltanum sem sést á því að Þórsliðið endar leikinn með yfir 20 tapaða bolta. KR-ingum gekk illa að keyra á körfuna á löngum stundum í leiknum og munaði þar aðallega um Tryggva Snæ.Þór Ak.-KR 64-81 (18-16, 18-16, 15-25, 13-24)Þór Ak.: Tryggvi Snær Hlinason 20/5 fráköst, Darrel Keith Lewis 19/5 fráköst, George Beamon 15/12 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 6/5 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 4, Sindri Davíðsson 0/4 fráköst.KR: Jón Arnór Stefánsson 18/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 18, Pavel Ermolinskij 10/12 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Darri Hilmarsson 9/6 fráköst, Philip Alawoya 9/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 4, Snorri Hrafnkelsson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 2.Finnur Freyr: Menn svöruðu kallinu í síðari hálfleik Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var virkilega ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir vandræði framan af. „Ég var mjög ánægður hvernig menn svöruðu í síðari hálfleik. Mér fannst við hafa öll tækifæri í fyrri hálfleik til að taka af skarið og komast yfir en góður kafli í þriðja leikhluta bjó til muninn og við náðum að fylgja því eftir í fjórða leikhluta,“ sagði Finnur. KR-ingar steinlágu fyrir Þórsurum síðast þegar þeir heimsóttu Akureyri. Var farið að fara um Finn í fyrri hálfleik í ljósi þess að Þórsarar leiddu leikinn? „Nei það fór ekki um mig. Mér fannst það vera í spilunum að við gætum stigið inn og tekið yfirhöndina. Það var smá doði yfir okkur í fyrri hálfleik en virkilega sterk innkoma í seinni. Við náðum að setja saman vörnina og skotin fóru að detta,“ sagði Finnur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, kvartaði yfir meðferðinni sem Tryggvi Snær Hlinason hefur fengið í vetur eftir fyrsta leik liðanna. KR-ingar tóku harkalega á Tryggva í dag en Finnur segist skilja umræðuna að vissu leyti. „Við fengum helmingi fleiri villur á okkur en þeir í fyrsta leiknum og við fáum fleiri villur á okkur í dag. Tryggvi er stór strákur. Við vorum með stóran strák í Craion í fyrra sem okkur fannst stundum fá lítið. Ég held að það sé ekki bara Tryggvi heldur fullt af leikmönnum. Ég skil þá vel en ég held að þetta sé ekki að hafa mikil áhrif,“ sagði Finnur. Finnur nýtti svo tækifærið og hrósaði ungum KR-ingum sem leigðu sér rútu til að mæta norður og styðja við bakið á liðinu. Finnur krefst þess að liðið verðlauni þessa drengi með því að klára einvígið á heimavelli næstkomandi þriðjudag. „Ég krefst þess af mínum mönnum að við mætum vel einbeittir í næsta leik. Sérstaklega í ljósi þess að við erum með fullt af ungum flottum KR-ingum sem að höfðu fyrir því að koma alla leið til Akureyrar til að hvetja okkur. Þeir leigðu sér rútu fimmtán saman og við verðum að svara kallinu og mæta af alvöru í næsta leik,“ segir Finnur.Benedikt: Ætlum að fá einn heimaleik í viðbót Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var vonsvikinn í leikslok en var nokkuð sáttur með framlag sinna manna. Betra liðið hafi einfaldlega unnið í dag. „Við gáfum allt í þetta en það bara dugði ekki. Þeir voru bara betri. Við gerðum allt sem við gátum og það gekk framan af. Svo komu bara gæðin þeirra í ljós í síðari hálfleik,“ sagði Benedikt. „Þriðji leikhluti hefur oft reynst okkur erfiður vetur. Við vorum samt ennþá yfir um miðjan þriðja leikhluta. Þeir ná að taka okkur út úr okkar leik. Þeir eru hraðir og sterkari í öllum stöðum. Það var virkilega erfitt að sækja á þá og ég var bara nokkuð ánægður með varnarleikinn okkar. Til að vinna KR þurfum við bara fleiri stig frá fleiri mönnum,“ sagði Benedikt. Hann sá sig knúinn til að hrósa dómarateyminu eftir að hafa skotið föstum skotum á dómarastéttina eftir síðasta leik. „Ég skaut aðeins á dómarastéttina eftir síðasta leik og ég má til með hrósa þessu teymi hér í dag. Við fengum tvo FIBA dómara og þessi leikur var rosalega vel dæmdur. Menn fengu ekki að hanga í Tryggva eða ýta honum eins og hefur verið þessi tvö ár sem ég hef verið með hann,“ sagði þjálfarinn. KR-ingar leiða nú einvígið 2-0 en Benedikt er staðráðinn í að færa Akureyringum meiri körfubolta í vetur. Hann hrósaði stuðningsmönnum félagsins en áhorfendur voru á milli 700-800 í Höllinni í dag og stemningin afar góð. „Við erum ekki hættir. Við ætlum að fá einn heimaleik í viðbót. Ég neita að þetta sé síðasti heimaleikurinn okkar. Við trúum því að við getum náð fleiri leikjum en þrem. Það myndi gefa félaginu mikið og við viljum að áhorfendurnir fái annan leik í vetur. Við ætlum að gera allt til að KR-ingar þurfi að koma aftur hingað norður,“ sagði Benedikt. „Mjölnismenn voru frábærir. Stuðningurinn í vetur hefur komið mér mikið á óvart. Það er greinilega áhugi fyrir körfubolta á Akureyri. Þetta var ekki svona. Liðið var að spila í Síðuskóla fyrir framan 50 manns í mesta lagi fyrir tveimur árum.“Bein lýsing: Þór Ak. - KR
Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira