Byrjað verður að steypa upp byggingar í holunni við Hörpu innan fárra vikna Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2017 19:00 Uppsteypa á byggingum við Hörpu hefst loks innan nokkurra vikna og áætlað að fimm stjörnu Marriott hótel taki þar til starfa í byrjun árs 2019. Þegar framkvæmdum á svæðinu verður að fullu lokið verður byggingarmagnið meira en byggt hefur verið í allri Kvosinni á síðustu hundrað árum, eða um 205 þúsund fermetrar bæði ofan- og neðanjarðar. Nú sér loks fyrir endann á byggingaframkvæmdum í risavaxinni holu fyrir framan Hörpu. En hún hefur verið eins og opið sár í miðborginni frá því fyrir hrun. Þar eru uppi áform um miklar byggingar. „Já, hérna er gert ráð fyrir að verði þegar allt er yfirstaðið 205 þúsund fermetrar ofan- og neðanjarðar. Þar af 110 þúsund fermetrar ofan jarðar með Hörpunni. Það er til samanburðar eitthvað sem við höfum í fortíðinni byggt á hundrað árum í Kvosinni,“ segir Hrólfur Jónsson formaður samstarfshóps um framkvæmdirnar. Útboð vegna uppsteypu fimm stjörnu Marriott hótels og bílakjallara verða opnuð í lok næstu viku. Stefnt er að því að framkvæmdir við það geti hafist strax í næsta mánuði. Hrólfur fór með fréttamanni í holuna stóru og skýrði út hvað stendur til. „Beint fyrir framan okkur mun rísa þetta fimm stjörnu Marriott hótel þar sem gert er ráð fyrir 253 herbergjum. Síðan hér aðeins sunnan við það mun rísa íbúðarhús. Þar verða 76 íbúðir. Hér á bakvið okkur er síðan lóð sem er í eigu Landsbankans. Þar er þá gert ráð fyrir að rísi höfuðstöðvar Landsbankans,“ útskýrir Hrólfur.Þrýstingur eykst á Landsbankann Reiknað er með að hótelið verði opnað á fyrri hluta ársins 2019 en óvissa hefur hins vegar ríkt um áform Landsbankans. Þau einu svör fást frá bankanum að málið sé á könnu bankaráðs sem hafi málið til skoðunar. En Hrólfur segir gríðarlega mikilvægt að uppbygging allra lóðanna haldist í hendur. Enda er til að mynda sambyggður bílakjallari undir öllum byggingunum sem rísa eiga upp úr holunni sem teygi sig alla leið undir Geirsgötuna og húsin á Hafnartorgi. „Þannig að eftir því sem að þessu vindur fram er auðvitað meiri...Þrýstingur á bankann? „Já þörf á því að þessi lóð byggist upp líka,“ segir Hrólfur. Skipulagssvæðið nær einnig til Hafnartorgs hinum megin við Geirsgötuna en þar eru framkvæmdir langt komnar og stefnt að því að starfsemi á neðstu hæðum geti hafist haustið 2018. „Þar munu líka verða tæplega áttatíu íbúðir, verslanir á neðstu tveimur hæðunum og síðan skrifstofuhúsnæði. En Reykjavíkurborg leggur gríðarlega mikið upp úr því að hér séu allar neðstu hæðirnar lifandi til framtíðar. Þannig að þar verði verslanir, veitingastaðir og annað,“ segir Hrólfur. Strax í næstu viku verður Lækjargötu milli Hverfisgötu og Geirsgötu lokað fram eftir sumri til að hægt sé að vinna við bílakjallara undir húsunum við Hafnartorg og á Hörpureit. Hrólfur bendir á norðurenda framkvæmdanna við Hafnartorg sem ná að Geirsgötunni þar sem hún liggur nú til bráðabirgða. „Þegar þessu er lokið, þeir eru langt komnir með að steypa dekkið þarna vestan megin, þá færist þessi gata í áföngum yfir á kjallarann og er þá kominn í endanlega legu.“Þannig að framtíðargatan er í raun og veru yfir þessum framkvæmdum sem við erum að horfa á núna? „Já hún mun koma hér í beinu framhaldi.“ Eigum við að segja 2019, eða um mitt ár 2019, þá verði þetta svona nokkurn veginn komið í endanlega mynd hérna og miðborgin búin að taka á sig allt aðra mynd? „Vonandi,“ segir Hrólfur Jónsson. Skipulag Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Sjá meira
Uppsteypa á byggingum við Hörpu hefst loks innan nokkurra vikna og áætlað að fimm stjörnu Marriott hótel taki þar til starfa í byrjun árs 2019. Þegar framkvæmdum á svæðinu verður að fullu lokið verður byggingarmagnið meira en byggt hefur verið í allri Kvosinni á síðustu hundrað árum, eða um 205 þúsund fermetrar bæði ofan- og neðanjarðar. Nú sér loks fyrir endann á byggingaframkvæmdum í risavaxinni holu fyrir framan Hörpu. En hún hefur verið eins og opið sár í miðborginni frá því fyrir hrun. Þar eru uppi áform um miklar byggingar. „Já, hérna er gert ráð fyrir að verði þegar allt er yfirstaðið 205 þúsund fermetrar ofan- og neðanjarðar. Þar af 110 þúsund fermetrar ofan jarðar með Hörpunni. Það er til samanburðar eitthvað sem við höfum í fortíðinni byggt á hundrað árum í Kvosinni,“ segir Hrólfur Jónsson formaður samstarfshóps um framkvæmdirnar. Útboð vegna uppsteypu fimm stjörnu Marriott hótels og bílakjallara verða opnuð í lok næstu viku. Stefnt er að því að framkvæmdir við það geti hafist strax í næsta mánuði. Hrólfur fór með fréttamanni í holuna stóru og skýrði út hvað stendur til. „Beint fyrir framan okkur mun rísa þetta fimm stjörnu Marriott hótel þar sem gert er ráð fyrir 253 herbergjum. Síðan hér aðeins sunnan við það mun rísa íbúðarhús. Þar verða 76 íbúðir. Hér á bakvið okkur er síðan lóð sem er í eigu Landsbankans. Þar er þá gert ráð fyrir að rísi höfuðstöðvar Landsbankans,“ útskýrir Hrólfur.Þrýstingur eykst á Landsbankann Reiknað er með að hótelið verði opnað á fyrri hluta ársins 2019 en óvissa hefur hins vegar ríkt um áform Landsbankans. Þau einu svör fást frá bankanum að málið sé á könnu bankaráðs sem hafi málið til skoðunar. En Hrólfur segir gríðarlega mikilvægt að uppbygging allra lóðanna haldist í hendur. Enda er til að mynda sambyggður bílakjallari undir öllum byggingunum sem rísa eiga upp úr holunni sem teygi sig alla leið undir Geirsgötuna og húsin á Hafnartorgi. „Þannig að eftir því sem að þessu vindur fram er auðvitað meiri...Þrýstingur á bankann? „Já þörf á því að þessi lóð byggist upp líka,“ segir Hrólfur. Skipulagssvæðið nær einnig til Hafnartorgs hinum megin við Geirsgötuna en þar eru framkvæmdir langt komnar og stefnt að því að starfsemi á neðstu hæðum geti hafist haustið 2018. „Þar munu líka verða tæplega áttatíu íbúðir, verslanir á neðstu tveimur hæðunum og síðan skrifstofuhúsnæði. En Reykjavíkurborg leggur gríðarlega mikið upp úr því að hér séu allar neðstu hæðirnar lifandi til framtíðar. Þannig að þar verði verslanir, veitingastaðir og annað,“ segir Hrólfur. Strax í næstu viku verður Lækjargötu milli Hverfisgötu og Geirsgötu lokað fram eftir sumri til að hægt sé að vinna við bílakjallara undir húsunum við Hafnartorg og á Hörpureit. Hrólfur bendir á norðurenda framkvæmdanna við Hafnartorg sem ná að Geirsgötunni þar sem hún liggur nú til bráðabirgða. „Þegar þessu er lokið, þeir eru langt komnir með að steypa dekkið þarna vestan megin, þá færist þessi gata í áföngum yfir á kjallarann og er þá kominn í endanlega legu.“Þannig að framtíðargatan er í raun og veru yfir þessum framkvæmdum sem við erum að horfa á núna? „Já hún mun koma hér í beinu framhaldi.“ Eigum við að segja 2019, eða um mitt ár 2019, þá verði þetta svona nokkurn veginn komið í endanlega mynd hérna og miðborgin búin að taka á sig allt aðra mynd? „Vonandi,“ segir Hrólfur Jónsson.
Skipulag Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Sjá meira