Urðu að aflýsa keppninni af því að hjólreiðafólkið fór að fjúka aftur á bak | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 07:00 Það var ekkert grín fyrir keppendur í Cape Town City Cycle Tour að komast áfram með hjólin sín. Vísir/EPA Það tókst ekki að krýna sigurvegara í heimsþekktri hjólreiðakeppni í Suður-Afríku um helgina og ástæðan var að keppendur voru hættir að komast eitthvað áfram vegna aðstæðnanna í Höfðaborg. Mótshaldarar tóku þá ákvörðun að flauta keppnina af þegar vindurinn var orðinn svo mikill að hjólreiðafólkið var hætt að komast áfram. Þeir hefðu kannski betur tekið þessa ákvörðun fyrr því án efa settu þeir keppendur í mikla hættu. Þetta var í fertugasta skiptið sem „Cape Town City Cycle Tour“ keppnin er haldin og mótshaldarar þrjóskuðust við að fresta keppninni þrátt fyrir slæma spá. „Cape Town City Cycle Tour“ er fjölmennasta einstaklingshjólreiðakeppni í heimi og það voru því margir erlendir hjólreiðakappar mættir til leiks í Höfðaborg. Alls ætluðu 35 þúsund hjólreiðakappar að taka þátt en aðeins 700 þeirra voru komnir af stað þegar ljóst var að keppnisaðstæðurnar voru orðnar stórhættulegar. Fyrstu menn voru ræstir hálf sjö um morguninn að staðartíma. Því var tekin sú ákvörðun að aflýsa keppninni og kannski sem betur fer. Forráðamenn „Cape Town City Cycle Tour“ keppninnar hafa í framhaldinu gefið það út að þeir eru núna alveg hættir við keppnina í ár og allir sem voru mættir til Höfðaborg komu því í fýluferð. Hjólreiðafólkið fær hvorki aðra keppni né þátttökugjöldin sín endurgreidd. Margir tóku upp vandræði hjólreiðamannanna og það leynir sér ekkert á þeim myndböndum, sem mörg hver má sjá hér fyrir neðan, að það var alvöru rok í Höfðaborginni þennan sunnudag. Watse wind? #capetowncycletour A post shared by ??? (@burgerstorm) on Mar 11, 2017 at 10:30pm PST Aðrar íþróttir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Sjá meira
Það tókst ekki að krýna sigurvegara í heimsþekktri hjólreiðakeppni í Suður-Afríku um helgina og ástæðan var að keppendur voru hættir að komast eitthvað áfram vegna aðstæðnanna í Höfðaborg. Mótshaldarar tóku þá ákvörðun að flauta keppnina af þegar vindurinn var orðinn svo mikill að hjólreiðafólkið var hætt að komast áfram. Þeir hefðu kannski betur tekið þessa ákvörðun fyrr því án efa settu þeir keppendur í mikla hættu. Þetta var í fertugasta skiptið sem „Cape Town City Cycle Tour“ keppnin er haldin og mótshaldarar þrjóskuðust við að fresta keppninni þrátt fyrir slæma spá. „Cape Town City Cycle Tour“ er fjölmennasta einstaklingshjólreiðakeppni í heimi og það voru því margir erlendir hjólreiðakappar mættir til leiks í Höfðaborg. Alls ætluðu 35 þúsund hjólreiðakappar að taka þátt en aðeins 700 þeirra voru komnir af stað þegar ljóst var að keppnisaðstæðurnar voru orðnar stórhættulegar. Fyrstu menn voru ræstir hálf sjö um morguninn að staðartíma. Því var tekin sú ákvörðun að aflýsa keppninni og kannski sem betur fer. Forráðamenn „Cape Town City Cycle Tour“ keppninnar hafa í framhaldinu gefið það út að þeir eru núna alveg hættir við keppnina í ár og allir sem voru mættir til Höfðaborg komu því í fýluferð. Hjólreiðafólkið fær hvorki aðra keppni né þátttökugjöldin sín endurgreidd. Margir tóku upp vandræði hjólreiðamannanna og það leynir sér ekkert á þeim myndböndum, sem mörg hver má sjá hér fyrir neðan, að það var alvöru rok í Höfðaborginni þennan sunnudag. Watse wind? #capetowncycletour A post shared by ??? (@burgerstorm) on Mar 11, 2017 at 10:30pm PST
Aðrar íþróttir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Sjá meira