Styrkur koltvísýrings setur áfram met Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2017 12:15 Sólin skín yfir Mauna Loa þar sem mælingar á styrk koltvísýrings í andrúmslofti fara fram. Vísir/Getty Sú aukning sem hefur orðið á styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar síðustu tvö árin er fordæmalaus í tæplega sextíu ára sögu beinna mælinga, að sögn bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA). Hraði aukningar gróðurhúsalofttegundarinnar síðasta áratuginn er nú hundrað til tvö hundruð sinnum meiri en þeirrar sem átti sér stað þegar jörðin kom út úr síðustu ísöld fyrir um 12.000 árum. Mælingar NOAA á Mauna Loa-fjalli á Havaí sýna að styrkur koltvísýrings óx um þrjá hluta af milljón (ppm) í fyrra og var 405,1 ppm. Aukningin í fyrra jafnaði met sem sett var árið áður samkvæmt frétt á vef NOAA. Þessi aukning um 6 ppm frá 2015 til 2017 hefur aldrei sést áður frá því að mælingar á Mauna Loa hófust fyrir 59 árum. Árið í fyrra var það fimmta í röð sem styrkur koltvísýrings jókst um 2 ppm eða meira. Gróðurhúsalofttegundir sem menn hafa dælt út í lofthjúpinn með notkun sinni á jarðefnaeldsneyti valda þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni. Styrkur koltvísýrings að heimsmeðaltali náði 400 ppm í fyrsta skipti árið 2015. Það er 43% aukning á styrk hans frá því fyrir iðnbyltingu. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um 280 ppm að meðaltali frá því fyrir um 10.000 árum þangað til iðnbyltingin hófst í kringum árið 1760.Súlurit sem sýnir árlegan vöxt koltvísýrings á Mauna Loa-athugunarstöð NOAA á Havaí.Mynd/NOAA Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Sjá meira
Sú aukning sem hefur orðið á styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar síðustu tvö árin er fordæmalaus í tæplega sextíu ára sögu beinna mælinga, að sögn bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA). Hraði aukningar gróðurhúsalofttegundarinnar síðasta áratuginn er nú hundrað til tvö hundruð sinnum meiri en þeirrar sem átti sér stað þegar jörðin kom út úr síðustu ísöld fyrir um 12.000 árum. Mælingar NOAA á Mauna Loa-fjalli á Havaí sýna að styrkur koltvísýrings óx um þrjá hluta af milljón (ppm) í fyrra og var 405,1 ppm. Aukningin í fyrra jafnaði met sem sett var árið áður samkvæmt frétt á vef NOAA. Þessi aukning um 6 ppm frá 2015 til 2017 hefur aldrei sést áður frá því að mælingar á Mauna Loa hófust fyrir 59 árum. Árið í fyrra var það fimmta í röð sem styrkur koltvísýrings jókst um 2 ppm eða meira. Gróðurhúsalofttegundir sem menn hafa dælt út í lofthjúpinn með notkun sinni á jarðefnaeldsneyti valda þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni. Styrkur koltvísýrings að heimsmeðaltali náði 400 ppm í fyrsta skipti árið 2015. Það er 43% aukning á styrk hans frá því fyrir iðnbyltingu. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um 280 ppm að meðaltali frá því fyrir um 10.000 árum þangað til iðnbyltingin hófst í kringum árið 1760.Súlurit sem sýnir árlegan vöxt koltvísýrings á Mauna Loa-athugunarstöð NOAA á Havaí.Mynd/NOAA
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Sjá meira